Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 12
Philippe Coutinho var kynntur til leiks með pompi og prakt í Barce- lona í gær. Ef allt gengur eftir mun Brassinn kosta Katalóníufélagið heila 20 milljarða króna eða 142 milljónir punda. Er hann næstdýrasti knatt- spyrnumaður sögunnar, á eftir æsku- vini sínum Neymar. Hann er 34. Brassinn sem gengur í raðir Barcelona og gaf eftir 10 millj- Kostar Barcelona 20 milljarða Eftirmenn Coutinho Bresku blöðin voru ekki lengi að kokka upp sögur þar sem nánast hver einasti leikmaður heims virtist vera orðaður við Liverpool. Hér eru nokkrir sem heyrðust oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Riyad Mahrez - Leic ester Thomas Lemar - Monaco Julian Draxler - PSG Yannick Carrasco - Atletico Madrid Nabil Fekir - Lyon Alexis Sanchez - Arsenal Manuel Lanzini - West Ham Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmað- ur í fótbolta og leikmaður Nantes í Frakklandi, er staddur þessa dagana í Doha í Katar þar sem hann gengst undir síðasta legg endurhæfingar sinnar. Kolbeinn hefur ekki spilað fót- bolta síðan hann skoraði sigur- markið gegn Englandi á Evrópu- mótinu í Frakklandi árið 2016. Í Katar er hann undir handleiðslu hinnar mikilsmetnu Aspetar- sjúkrastofnunar. Kolbeinn var að sjálfsögðu rifinn í viðtal sem birtist á Twitter-síðu Aspetar og þar segir hann að aðstaða sé fyrsta flokks og hann vonist til að snúa á völlinn í janúar. „Ég hef verið meiddur í eitt og hálft ár og þetta er síðasta skrefið í endurhæfingunni til að ég geti komist út á völl í janúar,“ segir hann meðal annars í viðtalinu. Þá segir hann að draumur sinn sé eðlilega að komast í landsliðshóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. „Það er draumur minn að komast á HM eins og allra annarra fótboltamanna. Ég kem hingað með það í huga og vonandi verð ég hluti af íslenska hópnum. Það er þó enn langt í land en ég er jákvæður á að það geti gerst.“ Spurður um íslenska landsliðið segir Kolbeinn að Ísland sé alltaf litla liðið en úrslitin að undan- förnu hafi sýnt að liðið geti unnið hvaða lið sem er, jafnvel þótt þau séu risar á knattspyrnusviðinu. „Af hverju ekki að hafa háleit markmið og reyna að ná þeim.“ – bb Kolbeinn kíkir til Katar Philippe Coutinho og Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, standa stoltir með treyjuna á blaðamannafundinum í gær. NoRDiCPhoToS/geTTY 97 mörk hefur Coutinho skorað eða lagt upp síðan hann kom til Liverpool. Hann skoraði 54 og lagði upp 43. 35 milljónir fær Coutinho í vikulaun eða um 250 þús- und pund. 20 leikmenn spiluðu á HM árið 2014 sem höfðu verið í með- ferð hjá Aspetar ónir punda í árangurstengd laun til að flýta fyrir félagaskiptunum. „Þetta snýst ekki um peninga. Draumur minn er að verða að veruleika,“ sagði Coutinho á blaðamannafundi eftir að hann hafði verið kynntur til leiks. Það er ótrúlegt að vita til þess að ég mun æfa og spila með átrúnaðargoðunum mín- um: Messi, Suarez, Iniesta, Pique og Busquets. Von- andi læri ég sem mest af þeim og vonandi vinnum við einhverja titla saman. Philippe Coutinho Barcelona borgaði 20 milljarða fyrir brasilíska leikmanninn Philippe Coutinho. Hann kolféll á læknisskoðun en það skipti Börsunga engu máli. Leikmaðurinn skrifaði undir fimm og hálfs árs samning. „Mig langar að þakka forseta Barcelona og einnig Liverpool fyrir þau frábæru fimm ár sem ég var þar. Mike Gordon [einn eigenda FSG sem á Liverpool] og til stuðn- ingsmannanna: Takk fyrir mig,“ bætti hann við. Hann lofaði að koma sem fyrst aftur til Liverpool til að kveðja borgina, starfsmenn, leikmenn og stuðningsmenn. Liverpool vildi alls ekki selja stjörnuleikmann sinn og reyndu eigendur félagsins meira að segja að fá hann lánaðan út tímabilið. En þeir borguðu aðeins 8,5 millj- ónir punda fyrir hann árið 2013 og boðið frá Barcelona var einfaldlega of gott til að hafna því. Coutinho kolféll á læknisskoðun vegna meiðsla í læri og verður frá keppni til mánaðamóta. En Börs- ungum var slétt sama. Þeir höfðu tryggt sér sinn mann og brostu út að eyrum. benediktboas@365.is Það er draumur minn að komast á HM eins og allra annarra fótboltamanna. Kolbeinn Sigþórsson Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afsláttur af öllu Nicotinell lyfjatyggigúmmí, öllum styrkleikum og pakkningarstærðum. Gildir út janúar 2018 Nicotinell 255 x 10 -LYFJA copy.pdf 1 08/01/2018 10:08 9 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð j U D a G U r12 S p o r t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð SPort 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 0 -D 4 A 4 1 E B 0 -D 3 6 8 1 E B 0 -D 2 2 C 1 E B 0 -D 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.