Fréttablaðið - 09.01.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 09.01.2018, Síða 28
Árið 2017 var viðburðaríkt hjá Arnari Péturssyni, sigur­sælasta langhlaupara Íslend­ inga. Hann sigraði m.a. í Reykja­ víkurmaraþoni Íslandsbanka á besta tíma Íslendings á íslenskri grundu, varð nífaldur Íslands­ meistari og var heiðraður sem mikilvægasti frjálsíþróttamaður­ inn á uppskeruhátíð Frjálsíþrótta­ sambandsins sem er nafnbót sem honum þykir mjög vænt um að eigin sögn. Hann ætlar sér stóra hluti í ár á hlaupasviðinu en lífið er þó ekki bara hlaup hjá þessum 26 ára gamla Kópavogsbúa. Hann vinnur um þessar mundir að því að taka þrjár mastersgráður á þremur árum við Háskóla Íslands. Nú þegar hefur hann lokið masters­ gráðu í endurskoðun og reiknings­ skilum og stefnir á að klára á þessu ári master í fjármálum fyrirtækja og kennsluréttindum. Hann segist mjög spenntur fyrir nýbyrjuðu ári enda nokkur skemmtileg verkefni komin á dag­ skrá. „Í mars er planið að hlaupa 10 km hlaup í Þýskalandi og í lok sama mánaðar keppi ég á í hálfu maraþoni á Heimsmeistaramótinu í Valencia. Í kjölfarið fer ég svo í æfingabúðir, annaðhvort til Eþíópíu eða Portúgals. Þetta er allt liður í undirbúningi fyrir mara­ þonhlaup í Hamborg í lok apríl þar sem mig langar að hlaupa gott maraþon. Tímamarkmið koma svo þegar nær dregur hlaupunum en ég ætla fyrst og fremst að bæta núverandi tíma mína eins og get.“ Gott ár að baki Þótt árangur síðasta árs hafi verið góður segir hann að velgengnin hafi komið skemmtilega á óvart. „Um hver áramót förum við fjöl­ skyldan yfir árið og hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Seinustu áramót voru mjög eftirminnileg hvað þetta varðar því ég sagði að 2017 myndi ólíklega toppa síðasta ár og var þetta í fyrsta skipti á ævinni sem ég hafði áhyggjur af því. Þarna var ég nýkominn heim úr skiptináminu í Köln þar sem ég hjálpaði skólanum að vinna í fyrsta skipti í 12 ár mótaröð milli háskólanna í sambandslandinu Nordrhein­Westfalen með því að vinna tvö af fjórum hlaupum.“ Hann segist vissulega hafa sett sér markmið í byrjun árs 2017 til að halda sér við efnið. „Ég var mjög heppinn með hvað margt gekk upp. Utan fyrrnefndra sigra var einnig mjög gaman að bæta sig tvisvar í 5 km götuhlaupi á árinu. Helstu vonbrigðin eru líklega að lenda í öðru sæti á Íslandsmótinu í 1.500 m innanhús því þá hefði ég getað bætt tíunda Íslandsmeistara­ titlinum í safnið, en það kemur bara vonandi næst.“ Markmiðin mikilvæg Vafalaust ætla margir landsmenn að hefja hlaup í fyrsta skipti á vormánuðum. Hvaða ráð getur hann gefið þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref? „Mikilvægast er að setja sér markmið. Án markmiða gerist ósköp lítið. Ef lesendur hafa virkilega áhuga geta þeir haft sam­ band við mig í gegnum Instagram­ síðuna mína (@arnarpetur) og ég get eflaust hjálpað þeim að komast af stað. Hlaup eru fyrir alla og eru einfaldasta hreyfingin. Stundum þarf bara smá aðhald og að fá fólk af stað. Áður en flestir vita af eru þeir kolfallnir hlaupafíklar.“ Hann segir langhlaupin vera ótrú­ lega heillandi íþrótt. „Á sama tíma og þetta er hreyfingin mín þá nota ég hlaupin líka til að hugleiða, skipuleggja mig og skoða heiminn. Það er fátt skemmtilegra en að ferðast um heiminn og skoða nýja staði hlaupandi. Þetta eru mjög stór viðbrigði frá því úr körfu­ „Hlaup eru fyrir alla og eru einfaldasta hreyfingin. Stundum þarf bara smá að- hald og að fá fólk af stað,“ segir Arnar Pétursson langhlaupari. Skoðar heiminn á hlaupum boltanum þegar ég sá stundum bara eitt íþróttahús meirihluta ferðarinnar.“ Byrjaði seint að hlaupa Arnar byrjaði frekar seint að stunda langhlaup en einbeitti sér að fótbolta og körfubolta þegar hann var yngri. „Ég æfði með Breiðabliki upp alla yngri flokk­ ana í bæði körfubolta og fótbolta og hætti ekki í körfunni fyrr en árið 2012. Ég er ótrúlega þakk­ látur fyrir það sem liðsíþróttirnar hafa gefið mér. Liðsíþróttir kenna manni svo margt sem einstaklings­ íþróttamenn fara klárlega á mis við. Svo jafnast ekkert á við að fagna saman sem lið. Þegar maður vinnur í einstaklingsíþrótt er erfitt fyrir aðra að setja sig fullkomlega í sömu spor og þú. Eftirminni­ legustu augnablikin voru klárlega að fá að upplifa að verða Íslands­ meistari í 4. flokki í fótbolta árið 2004 og skora tvö mörk í úrslita­ leiknum. Úr körfunni þykir mér mjög vænt um þegar ég var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Íslandsmeistaraliði minniboltaliðs Breiðabliks í körfubolta árið 2002 og svo að verða tvisvar sinnum Norðurlandameistari með U­16 og U­18 landsliðinu.“ Hvernig er dæmigerð helgi? Hvað æfingar snertir er oftast rólegur dagur á föstudögum þar sem ég tek kannski léttar lyftingar og 10­15 km rólega. Á laugardögum er erfið æfing sem er allt upp í 25 km löng og á sunnudögum er langur túr, um 25­34 km og svo 90 mínútna jóga. Annars reynir maður að spara bæinn og slíkt þangað til eftir keppnistímabilið. Hvað færðu þér í morgunmat? Ég byrja alla daga á um einum lítra af vatni. Svo fæ ég mér eiginlega alltaf það sama, tvær brauðsneiðar með smjöri og sultu og annaðhvort banana, avókadó eða örsjaldan ost. Svo nota ég Sportþrennu og Lýsi sem ég skola niður með vatni. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat þegar þú ætlar að gera vel við þig? Það er bara flatbakan eins og vagnverjinn og fyrrverandi körfuboltaþjálfarinn minn Gyl­ force orðaði það svo eftirminni­ lega: pitsuveislur eru alveg jafn mikil snilld og þegar ég var tíu ára. Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir keppnishlaup? Ég nota sömu upphitun og ég geri fyrir erfiðar æfingar. Andlegi parturinn er samt mikilvægari. Mér finnst gott að sjá fyrir mér hlaupið, hvernig það muni þróast og hvernig ég muni bregðast við ef það kemur mótlæti í hlaupinu. Svo bara stútfylli ég mig af jákvæðum hugsunum, geri nokkrar jógaöndunaræfingar og þá er maður klár í sársaukann sem er fram undan. Ertu morgunhani eða sefur þú út? Mér finnst best að stilla enga vekjaraklukku og vakna bara þegar ég vakna. Þetta getur maður gert í æfingabúðum. Þá er bara vaknað, borðað og svo út að hlaupa. Einfalt líf. Ertu nammigrís? Ég borða bara nammi þegar mig langar í það, eins og t.d. þegar ég fer í bíó. Hlaupin virka ágætlega sem vörn gegn óhóflegum nammiskömmtum. Arnar Pétursson hlaupari átti gott hlaupaár 2017 þar sem hann varð m.a. nífaldur Íslandsmeistari. Hann stefnir á enn betra hlaupaár í ár auk þess að klára þrjár mastersgráður fyrir lok árs. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir allt það sem liðsíþróttirnar hafa gefið mér. Arnar Pétursson varð nífaldur Íslandsmeistari á síðasta ári.Námið er sniðið að fagfólki í heilbrigðis- og félagsgreinum, íþróttakennurum, einkaþjálfum, markþjálfum, fíknirráðgjöfum og öðrum þeim sem vilja auka þekkingu sína á ráðgjöf og meðferðum við þessum vanda. Opinn kynningarfundur verður haldinn fimmtudag- inn 11. janúar kl. 17-18 í Síðumúla 33, önnur hæð. Eftirfarandi eru m.a. nokkrir af þeim fjölmörgu þáttum sem teknir verða fyrir í náminu. Grunnþekking á át- og matarfíkn, meðferðarinntökur, skimanir, greiningar og uppsetning á meðferðarprógrömmum. Kynning á helstu ráðg- jafatækni, áfallavinnu, forvörnum, gerð fræðsluefnis, endurkomum, 12 spora bataferlinu, meðvirkni og fjölskyldunni, siðfræði og líffræði. Nánari upplýsingar hjá stjórnanda náms, Esther Helgu í síma 699-2676 eða esther@mfm.is og á www.infact.is Kennarar við skólann eru þverfaglegur hópur sérfræðinga í meðferðum við matarfíkn og átröskunum. Dr. Marty Learner sálfræðingur frá Bandaríkjunum. Theresa Wright MS, RD, LDN, næringarsérfræðingur frá Bandaríkjunum. Vera Tarman MD, M.Sc., FCFP, CASAM, ABAM frá Kanada. Bitten Jonsson hjúkrunarfræðingur og fíknisérfræðingur frá Svíþjóð. Philip Werdell MA, frá Bandaríkjunum. Mary Foushi CENAPS frá Bandaríkju- num. Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. frá Íslandi. www.infact.is INFACT International School for Food Addiction Counseling and Treatment. Síðumúli 33, 108, Reykjavík, Ísland.• esther@mfm.is 699-2676 INFACT Fjölþjóðlegur skóli sem býður uppá nám í ráðgjöf og meðferðum við matarfíkn. ÚTSALAN er hafin 30-50% afsláttur Gerið góð kaup á flottum fatnaði á frábæru verði. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . jA N úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 0 -E 3 7 4 1 E B 0 -E 2 3 8 1 E B 0 -E 0 F C 1 E B 0 -D F C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.