Fréttablaðið - 09.01.2018, Page 6

Fréttablaðið - 09.01.2018, Page 6
Viðskipti Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bens- íni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensín- verð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heims- listans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf tak- mörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsi- lega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinber- ar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágranna- löndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Megin- niðurstaðan er sú að við þurfum að Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Fram- kvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. Seldu á virði en ekki á verði Þú lærir að stjórna tíma þínum og söluábendingum á áhrifaríkan hátt, að ná til viðskiptavina, og koma á fundum með lykilfólki. Þú munt selja á virði en ekki verði, leysa málin með viðskiptavinum og skapa þér sérstöðu. Námskeiðið Árangursrík sala (Winning with Relationship Selling) er á topp 20 lista Traingindustry.com Hefst 6. mars • Nánar á dale.is Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. ad_sales_121317_iceland Ávinningur: • Tileinka þér jákvætt viðhorf • Spyrja réttu spurninganna • Auka trúverðugleika þinn • Halda sölukynningu af öryggi • Ná endursölu og nýjum tengiliðum • Beina samræðum á rétta braut • Skapa ný sölutækifæri með eftirfylgni • Ná fram skuldbindingu og loka sölunni • Koma auga á leiðandi kauphvata viðskiptavinar • Taka á spurningum og andmælum af öryggi ✿ Bensín, verð á lítra Land kr/L 1 Hong Kong 209,36 2 Ísland 208,8 3 Noregur 202,69 4 Mónakó 197,93 5 Holland 195,56 6 Grikkland 193,94 7 Ítalía 193,44 8 Ísrael 192,91 9 Wallis- og Fútúnaeyjar 191,44 10 Danmörk 190,03 ✿ Dísil, verð á lítra Land kr/L 1 Ísland 200,8 2 Noregur 190,54 3 Svíþjóð 188,3 4 Mónakó 181,95 5 Ísrael 177,82 6 Ítalía 177,34 7 Frakkland 174,09 8 Bretland 173,85 9 Wallis- og Fútúnaeyjar 172,28 10 Hong Kong 169,05 lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalönd- um okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú end- urskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“ sveinn@frettabladid.is Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsam- keppni en gæti verið hér. Óli Björn Kárason, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis 20 króna hærri álagning er hér en í nágrannalöndunum. Í sól og sumaryl Meðan vetur konungur ræður ríkjum á norðurhluta jarðar er hásumar á suðurhveli. Það hefur ekki farið fram hjá íbúum Ástralíu í hitabylgju undanfarna daga. Hitinn hefur mest mælst hátt í 50°C sem sumum þykir í það mesta en aðrir nutu blíðunnar. Í þeim hópi voru þessir gestir Bondi-strandarinnar í Sydney. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Viðskipti Að minnsta kosti fimm þúsund Svíar hafa keypt hlutabréf í sex kanadískum fyrirtækjum sem framleiða kannabis. Gert er ráð fyrir að framleiðsla kannabis verði lög- leidd í Kanada í sumar. Nú er ein- göngu leyft að framleiða kannabis þar í lækningaskyni. Mat endurskoðunarfyrirtækis- ins Deloitte frá 2016 sýnir að um milljarðamarkað verði að ræða, framleiðendur, seljendur og flutn- ingafyrirtæki muni græða. Ólögleg viðskipti með kannabis hafa verið umfangsmikil. Hlutabréf í kanadísku kannabis- fyrirtækjunum hafa verið til sölu í Svíþjóð. Hjá einu þeirra hefur verð hlutabréfa hækkað um 348 prósent á tæpum þremur mánuðum. – ibs Þúsundir Svía vilja hagnast á kannabis Hlutabréf í félögum kannabisfram- leiðenda rjúka út. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 9 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r i ð j U D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 0 -F 2 4 4 1 E B 0 -F 1 0 8 1 E B 0 -E F C C 1 E B 0 -E E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.