Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 18
Ford hefur framleitt hinn vinsæla F-150 pallbíl í kraftaútgáfu undir nafninu Raptor. Nú hefur frést að Ford ætli að kynna minni Ranger- bíl sinn einnig í kraftaútfærslu og það með Raptor nafninu. Ford mun sýna bílinn þann 7. febrúar og það á fremur óvenjulegum stað, í Bang- kok í Taílandi. Aðalvélarkosturinn í Ranger Raptor verður 3,5 lítra V6 EcoBoost vélin og í bílnum mun hún skila 443 hestöflum til allra hjólanna og 691 Nm togi. Það ætti að duga vel til að koma þessum talsvert léttari bíl en F-150 vel úr sporunum. Ekki mun skorta gírafjöldann í nýrri sjálfskipt- ingu, en þeir verða 10 talsins og það ætti að tryggja að bíllinn sé ávallt á réttum snúningi og að allt afl vélar hans nýtist sem best. Ford Raptor er að ganga í gegnum kynslóðaskipti og Raptor- útfærsla hans verður af nýrri kynslóð bílsins. Raptor-útfærslan verður, líkt og með F-150 Raptor, hærri á vegi en grunnbíllinn og með öflugri fjöðrun og á stærri dekkjum. Það mun líka sjást á útlitinu að þar er Raptor á ferð með meiri hlífðarplötum og viðeigandi merkingum. Heyrst hefur að Ford muni kynna hefðbundna gerð nýrrar kynslóðar Ranger strax í þessum mánuði á Detroit Auto Show sem verður opnuð eftir fimm daga. Líklegt er þó að Ranger og Ranger Raptor komi ekki í sölu fyrr en á seinni helmingi ársins. Ford Ranger Raptor verður smíðaður í Wayne-verksmiðju Ford í Michigan. Ford Ranger Raptor á leiðinni Fram að þessu hefur hinn dýri lúxusjeppi Bentley Bentayga verið í boði með W12 bensínvél sem er 600 hestöfl og 429 hestafla V8 dísilvél. Bentley ætlar hins vegar brátt að bjóða tvo aðra vélarkosti í jeppann og ekki kemur á óvart að annar kosturinn sé í formi tengil- tvinnaflrásar. Líkt og Porsche tilheyrir Bentley Volkswagen Group bílasamstæð- unni og mun Bentayga líklega fá sömu tengiltvinnaflrás og finna má í Porsche Panamera E-Hybrid sem skilar 462 hestöflum til allra hjólanna. Einnig verður í boði sama V8 bensínvélin og finna má í Porsche Cayenne Turbo, en hún er 550 hestöfl og til að tryggja yfirburði W12 útgáfunnar þá mun hún skila ámóta afli í Bentayga og í Porsche-jeppanum. Báðar þessar gerðir Bentayga verða ódýrari en W12 útgáfan og veitir víst ekki af. Þessi fjölgun vélarkosta ætti að tryggja aukna sölu á bílnum fríða þar sem fleiri kaupendur hafa efni á að kaupa hann. Báðir nýju vélar- kostirnir ættu að verða í boði frá og með næsta sumri. Bentley Bentayga fær V8 vél og rafmótora Tvær nýjar vélargerðir eiga að tryggja aukna sölu með lægra verði. Bentley Bentayga er dýrasti jeppi sem fá má. Ford Ranger Raptor í prófunum. Alfa Romeo hefur aðeins boðið sinn eina og fyrsta jeppa, Stelvio, í rúmt ár en áformar nú nýja og stærri gerð jeppa sem byggður verður á sama undirvagni og Stelvio. Þessi jeppi verður stærsti bíll sem Alfa Romeo hefur nokkurn tíma framleitt og á að hafa rými fyrir 7 farþega. Ekki er enn komið nafn á þennan fyrirhugaða jeppa en hann verður með Mild-Hybrid kerfi sem fær meðal annars afl frá 48 volta rafmagnsforþjöppu. Búist er við því að afl jeppans verði á bilinu 350 til 400 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými hans sé aðeins 2,0 lítrar. Það er nokkru meira en hinn 280 hestafla Stelvio sem þó telst enginn letingi. Alfa Romeo horfir til bílanna Audi Q7 og Volvo XC90 sem helstu keppinauta nýja jeppans. Audi býður Q7 jeppa sinn með 3,0 lítra og 333 hestafla vél og víst er að Alfa Romeo vill ekki að jeppi þeirra verði eftirbátur hans. Úr herbúðum Alfa Romeo hefur einnig heyrst að til greina komi að hætta smíði 4C-bílsins vegna dræmrar sölu. Líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðandanum um þessar mundir telja þeir hjá Alfa Romeo að stór jeppi sé vænlegri söluvara, en vonandi mun Alfa Romeo halda áfram að smíða fallega og öfluga fólksbíla með mikla akstursgetu. Sjö sæta Alfa Romeo jeppi Verður stærsti bíll sem Alfa Romeo hefur framleitt og verður vélaraflið á milli 350 og 400 hestöfl. Nýi jeppi Alfa verður lengri gerð þessa Stelvio bíls. Seldi tæplega 2,3 milljónir bíla í fyrra og eykur fyrir vikið bilið á BMW og Audi. Nýliðið ár var ekki bara besta söluár Mercedes Benz frá upphafi heldur sjöunda árið í röð sem Benz slær eigið sölumet. Mercedes Benz seldi alls 2.289.344 bíla á síðasta ári og var með því söluhæsta lúxusbílamerki heims, líkt og í fyrra. Salan jókst um 9,9% á milli ára. Þennan frábæra árangur er ekki síst að þakka stóraukinni sölu Benz í Kína, en söluaukningin þar í fyrra nam 25%, en hún var 6,4% í Evrópu. Evrópa er samt enn þá stærsta sölusvæði Benz og seldi fyrirtækið 955.000 bíla þar í fyrra og af þeim seldust 300.000 í Þýskalandi. Stöðug og viðvarandi söluaukn- ing er hjá Benz sem lýsir sér ekki síst í því að síðasti mánuður, þ.e. desember, var söluhæsti mánuður fyrirtækisins frá upphafi og fjórði ársfjórðungur síðasta árs var einnig söluhæsti ársfjórðungur Benz frá upphafi. Gríðarlega góð sala var í jeppum Benz á árinu, en engu að síður er fólksbíllinn C-Class enn söluhæsta bílgerð Mercedes Benz með yfir 415.000 bíla selda. Nokkuð ljóst má telja að Mercedes Benz er með þessari miklu aukningu í fyrra að fjarlægjast meira Audi, BMW og Lexus í heildarsölu og með því að tryggja sig enn betur sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims. Má búast við því að Benz haldi þeim titli á komandi árum. Besta ár Benz frá upphafi Líkt og hjá mörgum öðrum bílafram- leiðandanum um þessar mundir telja þeir hjá Alfa Romeo að stór jeppi sé vænlegri söluvara. 9 . j A N ú A R 2 0 1 8 Þ R I Ð j U D A G U R4 B í l A R ∙ F R É T T A B l A Ð I Ð Bílar 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 0 -F 7 3 4 1 E B 0 -F 5 F 8 1 E B 0 -F 4 B C 1 E B 0 -F 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.