Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 09.01.2003, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæsl-unni á Keflavíkurflugvelli var á síðastaári lagt hald á rúm 23 kg af hassi, 1.513 gr. af kókaíni, 1.190 gr. af amfetamíni, 44 grömm af marijúana og 403 steratöflur. Á vegum tollgæslunnar voru framkvæmdar 476 fíkniefnaleitir þar sem farþegar voru teknir afsíðis í skyndileit og í 64 tilfellum fundust fíkniefni eða notuð áhöld til neyslu þeirra. Flestir farþega sem reyndust vera með fíkni- efni meðferðis voru á leið frá Kaupmanna- höfn og Amsterdam. Embætti Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli af- greiddi 37 þessara mála, en 28 mál voru send á- fram til rannsóknar og frekari meðferðar hjá á- vana- og fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykja- vík. Fíkniefna leitað hjá 476 aðilum í Leifsstöð á síðasta ári Á laugardaginn 11. janúareru tvö ár liðin frá fjöl-mennum borgarafundi í Félagsheimilinu Stapa í Reykjanesbæ, þar sem þúsund manns voru saman komin til að leggja sitt á vogarskál fram- kvæmda við tvöföldun Reykja- nesbrautar. Við lok fundar- inns var Sturlu Böðvarsyni samgönguráðherra afhent krómuð skófla frá áhugahóp um örugga Reykjanesbraut sem nú á laugardaginn mun gegna lykilhlutverki í formlegu upphafi framkvæmda. Okk- ur sem þar vorum saman kom- in er sýndur mikil heiður að fyrsta skóflustunga að tvö- faldri Reykjanesbraut skuli bera upp á þennan sama dag tveimur árum síðar. Dagurinn 11. janúar er því táknrænn að þessu leiti auk þess sem 11 táknar á sinn hátt þau tvö strik sem málið allt gengur út á. Sjaldan hefur eitt verkefni haft svo marga virka baráttumenn í langri sögu væntinga. Allt frá ráðherrum til þingmanna, sveitarstjórnarmanna til einstak- linga sem með virkri samvinnu og þrautsegju hafa hér vissulega skilað góðum árangri. Í dag eru líklega á annan tug ára síðan hugmynd um tvöfalda Reykja- nesbraut bar fyrst á góma og hafa margir góðir einstaklingar lagt málinu lið frá upphafi og munu án efa enn aðrir koma hér að til að leiða framkvæmdina til lykta á allra næstu árum. Það er því ástæða í dag að þakka sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvar- syni fyrir vasklega framgöngu og skilning á málinu, starfsmönnum Vegagerðarinnar, þingmönnum og öðrum sem lagt hafa sitt á vogaskálarnar. Í mínum huga hafa þau fjöl- mörgu hörmuleg slys haft þau áhrif sem við eru vitni af hér í dag. Því fylgja margblendnar til- finningar framkvæmd þessari – því skulum við ekki gleyma. Á laugardaginn kemur klukkan 13:30 munu forsvarsmenn áhugahópsins leggja blómsveig að minnisvarða við Kúagerði sem reist var í minningu þeirra sem látið hafa lífið á Reykjanes- brautinni. Síðar eða klukkan 14:00 mun síðan vígslan hefjast þar sem fyrsta skóflustungan af tvöfaldri Reykjanesbraut verður tekin við Kúagerði. Í framhaldi mun bílalest gesta taka forskot á sæluna og keyra nokkra kíló- metra á báðum akgreinum Reykjanesbrautar í átt að Reykjanesbæ. Þar ætlar áhuga- hópurinn að hittast ásamt verk- tökum klukkan 15:00 og fagna þessum tímamótum með gestum og gangandi í Félagsheimilinu Stapa þar boðið verður uppá kaff isopa og formköku. Við skorum á alla Suðurnesjamenn og sérstaklega þá sem komið hafa að málinu frá upphafi að mæta og gleðjast með okkur á góðri stundu. Hagstæð tilboð verktaka eru okk- ur sérstakt gleðiefni og gefa ástæðu til bjartsýni hvað fram- hald varðar. Við forsvarsmenn áhugahópsins fögnum þessum áfangasigri fyrir hönd skjólstæð- inga okkar sem skipta hundruð- um – sigurinn er þeirra. Fyrir hönd félaga minna í áhugahóp um örugga Reykjanesbraut. Steinþór Jónsson, formaður. Fyrsta skóflustungan tekin á laugardaginn Tvöföldun Reykjanesbrautar: Klapparbraut 5, Garði. 142m2 einbýli með 40m2 bíl- skúr. Selst fullbúið að utan en fokhelt að innan, grófjöfnuð lóð. Timburverönd á baklóð. 10.500.000.- Hjallavegur 1, Njarðvík. 92m2 íbúð á 1. hæð með sér- inngangi og 3 svefnh. Eign sem gefur mikla möguleika. Laus strax. 7.900.000.- Brekkustígur 10, Sandgerði. Gott 87m2 einbýlishús á 2 hæðum sem gefur mikla mögu- leika. Kjallari undir húsinu. Hagstæð lán. 5.200.000.- Háteigur 8, Keflavík. Glæsileg 87m2 íbúð á 2. hæð í fjórbýli, mikið endurnýjuð að innan. Nýtt þakjárn, neysluvatnslagnir og gluggar að hluta. 8.900.000.- Skagabraut 46, Garði. 74m2 n.h. með 2 svefnher- bergjum. Sér inngangur. Mikið endurnýjað. Hagstæð lán áhvílandi. 6.200.000.- Vesturgata 11, Keflavík. Ágæt 2ja herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli með sér inngangi. Hagstæð lán. 4.900.000.- Sólvallaga 14, Keflavík. Góð 89m2 neðri hæð með 3 svefnh. og sér inngangi. Nýlega endurbyggður bílskúr 48m2 að stærð. 9.400.000.- Hólagata 1, Sandgerði. Gott 125m2 einbýli með 3 til 4 svefnh. og 50m2 bílskúr. Eign á góðum stað í góðu ástandi. 12.500.000.- Grænás 3b, Njarðvík. 108m2 íbúð á efri hæð 2-3 svefnh. Sólstofa og svalir. Allar lagnir endurnýjaðar þegar húsið var tekið í gegn að utan. 9.700.000.- Fífumói 5b, Njarðvík. Góð 2ja herb. 54m2 íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Eign í góðu ástandi. Hagstæð lán áhvílandi. 5.700.000.- Hlíðarvegur 44, Njarðvík. 117m2 raðhús með 4. svefnh. og 28m2 bílskúr. Mikið endurnýjað að innan, nýr sól- pallur með heitum potti. Hagstæð lán áhvílandi. 13.600.000.- Faxabraut 39d, Keflavík. Glæsilegt 132m2 raðhús á tveimur hæðum með 45m2 bílskúr. Eign sem er öll endunýjuð að innan sem utan. 15.700.000.- 2. tbl. 2003 - bls. 6 8.1.2003 18:12 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.