Víkurfréttir - 09.01.2003, Qupperneq 13
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 I 13
Könnun ársins:
Víkurfréttir höfðu
rétt fyrir sér
Víkurfréttir létu Gallup gera tvær
skoðanakannanir í Reykjanesbæ
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
í vor. Strax í fyrri könnuninni var
ljóst hvert stefndi. Sjálfstæðis-
flokkurinn var með hreinan
meirihluta. Það varð einnig raun-
in í seinni könnuninni nema hvað
þar tapaði Framsóknarflokkur
öðrum bæjarfulltrúa sínum yfir
til Samfylkingar. 6-4-1 sem síðan
varð niðurstaða kosningana í
maí. Ekkert blaður í Víkurfrétt-
um.
Í næsta blaði: II. hluti ANNO 2002
Fantaskapur
ársins:
Ofbeldis-
seggirnir eru í
Reykjanesbæ
Miðað við sambærileg embætti
eru tiltölulega mörg ofbeldis-
verk framin á umráðasvæði
lögreglunnar í Keflavík. Þetta
var upplýst í ársbyrjun. Kalli
Hermanns, sem á þessum tíma
var bara aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn, sagði að mikið væri um
minni ofbeldisverk tengd
skemmtanalífi fólks.
Matgæðingar
ársins:
1400 skammtar
á dag, takk fyrir!
Matarlyst/Atlanta varð til á árinu
með sameiningu Matarlystar og
Atlanta flugeldhúsi. Mikið hefur
verið að gera hjá fyrirtækinu sem
framleiðir allt að því 1400 matar-
skammta á dag. Skólamáltíðir
skipa stóran sess í framleiðslu
fyrirtækisins, sem jafnframt er
þekkt fyrir glæsilegar veislur og
yfirleitt fyrir það að skilja engan
eftir svangan þar sem þeir eru á
annað borð.
Verðlaunahafar ársins:
Óperan, fræðin og Freyja
Víkurfréttaverðlaunin voru afhent í janúar. Þau hlutu Norðuróp á sviði
menningarmála, Fræðasetrið í Sandgerði á sviði atvinnu- og ferðamála
og Freyja Sigurðardóttir fyrir framlag sitt til íþróttamála.
Hótun ársins:
All Americans must die!
Breiðþota Virgin Atlantic lenti með látum í Keflavík á árinu. Óþokki um borð hafði skrifað hótun á spegil
vélarinnar og minnugir atburðanna 11. september 2001 var ekki tekin nein áhætta. Allir voru settir í vopna-
og sprengjuleit án árangurs. Fljótlega var slóðin rakin til flugþjóns um borð í vélinni. Hann játaði fyrir rest,
var settur í járn og stungið í steininn.
Stjörnustopp ársins:
Travolta og Banderas í Leifsstöð
Leikaraliðið úr henni Hollywood gerði stuttan stans í Keflavík þetta
árið. Antonio Banderas kom í janúarnepjunni, keypti lopapeysu, kyssti
stelpurnar í Leifsstöð og lét ljósmyndara Víkurfrétta hafa fyrir því að
smella af sér mynd. Hollywood stjörnurnar, Brad Pitt, George Cloon-
ey, Matt Damon, Andy Garcia og Julia Roberts kíktu í Leifsstöðina
rétt fyrir áramótin 2001-2002 á meðan bætt var við eldsneytisbirgðir
einkaflugvélar þeirra. John Travolta kom hins vegar til Keflavíkur á
nýliðnu ári en stóð aldrei upp úr flugstjórasætinu heldur veifaði til ljós-
myndara af öllu afli í nokkrar mínútur. Eins og hann hefði ekki getað
komið út úr gamla flugvélarflakinu sínu og sagt eitthvað fallegt...!
Sorpbrennsla
ársins:
Ruslið átti
hvort sem er
að brenna!
Hurð skall nærri hælum á árinu
þegar mikill eldur kom upp í
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.
Eldur komst í móttökugryfju
við stöðina og úr varð stærðar
bál. Allt tiltækt slökkvilið af
Keflavíkurflugvelli og úr
Reykjanesbæ barðist við eld-
inn. Ruslið sem átti að brenna,
brann of snemma og ekki á
réttum stað. Betur fór en á
horfðist. Sorpbrennslustöðin,
sem orðin er úrelt, verður þó
starfrækt þar til ný stöð í
Helguvík tekur við síðar á
þessu ári.
Hættir (ekki) ársins:
Teitur hætti á toppnum
- byrjaði aftur á botninum!
Þessi flokkur, „hættir ársins“ varð tilefni blaðagreinar á síðasta ári. Tit-
illinn er góður og á vel við Teit Örlygsson körfuboltakall sem hætti á
toppnum með Njarðvík í vor en þegar liðinu gekk ekki sem best í
haust og var allt að því á botninum byrjaði Teitur aftur. Hann hættir
kannski aftur á toppnum í vor... hver veit! Er hægt að toppa það? Að
hætta tvisvar á toppnum! Toppmaður, Teitur.
Það er vor í lofti á Suðurnesjum...
Hneyksli ársins! - Hvað ætli það sé???
2. tbl. 2003 - bls. 18 og 19 8.1.2003 18:32 Page 13