Víkurfréttir - 09.01.2003, Síða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Auglýsingasíminn er 421 0000
ALLTAF BJART • ALLTAF ÞURRT • FLEIRI VELLIR
Fyrsti loðnufarmurinn erkominn til Grindavíkur ení gærmorgun lagði
fjölveiðiskipið Vilhelm Þor-
steinsson EA-11 að bryggju í
Grindavík með um 2.700 tonn
af loðnu sem fer til bræðslu í
verksmiðju Samherja í
Grindavík.Vilhelm er stærsta
skip íslenska flotans, rúm 3.214
brúttótonn að stærð, tæplega
80 metra langt og 16 metra
breitt með 7.500 hestafla aðal-
vél.Arngrímur Brynjólfsson
skipstjóri sagði í samtali við
Víkurfréttir að þetta væri fyrs-
ta loðnan sem Vilhelm kemur
með að landi á þessari vertíð:
„Þetta gekk mjög vel og ég er
bjartsýnn á vertíðina.Við vor-
um í 3 daga að fylla skipið og
það er ekki að sjá annað en að
vertíðin verði góð, allavega ef
miðað er við hvernig hún fór af
stað.“ Arngrímur segir að þeir
hafi byrjað á að sigla til
Grindavíkur til að koma verk-
smiðjunni í gang: „Við eigum
sjálfsagt ekki eftir að landa öll-
um aflanum hér, það verður til-
fallandi hjá okkur en í Grinda-
vík eiga fleiri skip eftir að
landa sínum afla,“ segir Arn-
grímur en það er drjúgur spot-
ti að sigla til Grindavíkur með
aflann að austan: „Þetta er 400
mílna sigling og við vorum 31
klukkutíma á leiðinni. Þetta er
ansi mikill kippur,“ segir Arn-
grímur og hlær. Á næstu mán-
uðum mun loðnan færa sig
vestur eftir landinu með suður-
ströndinni: „Ég býst við því að
loðnan verði komin út af
Grindavík í febrúarlok. Það er
töluverð áta í henni núna, en
um miðjan febrúar býst ég við
að það verði hægt að byrja að
frysta fyrir Japansmarkað,“
sagði Arngrímur í samtali við
Víkurfréttir.
Ó lafur Örn Ólafsson bæj-arstjóri í Grindavík sagð-ist í samtali við Víkur-
fréttir að það væri ánægjulegt
að finna peningalyktina í
Grindavík, en lyktin sem kem-
ur þegar loðnan er brædd hef-
ur í gegnum tíðina verið kölluð
því nafni: „Loðnubræðslan í
Grindavík er eitt af öflugustu
fyrirtækjunum hér á svæðinu
og færir okkur töluverðar tekj-
ur, þannig að við verðum að
lifa við það að þessi lykt komi
upp annað slagið. Rekstur
Samherja í Grindavík er mikil
lyftistöng fyrir blómlegt at-
vinnulíf í Grindavík og skiptir
bæjarfélagið miklu máli,“
sagði Ólafur Örn í samtali við
Víkurfréttir.
Fyrsta loðnan á land í Grindavík
Peninga-
lyktina leggur
yfir Grindavík
FRÉTTAVAKT
ALLAN SÓLARHRIN
GINN
898 2222
2. tbl. 2003 - bls. 24 8.1.2003 18:40 Page 24