Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 28. ÁGÚST 2003 I 15 Elsku pabbi, þá er þetta búið, og þú tekin til starfa á æðri vettvangi. Ég gley- mi aldrei þegar ég var staddur í búðinni þinni í Keflavík, þegar Ásgeir Jónsson góði hjartalækn- irinn þinn, sem hugsaði svo vel um þig, hringdi í þig í búðina og tilkynnti þér að þú fengir pláss á hjartadeild á spítala í Cleveland í Bandaríkjunum, til að fara í hjartaaðgerð. Þú varst kvíðinn, en líðan þín var líka þannig að þig hlakkaði til að fá bata. Þetta gerðist fyrir rúmum 20 árum. Síðan eru liðin öll þessi ár, þú hefur farið margoft á spít- ala og eina hjartaaðgerð hér heima síðan þá, sem tókst fram- úrskarandi vel. Ég veit að pabbi og við fjölskyld- an stöndum í mikilli þakkarskuld við starfsmenn Brunavarna Suð- urnesja sem þekktu pabba svo vel, vissu að hverju þeir gengu þegar þeir voru að sækja hann, enda marg oft búnir að flytja hann á Bráðamóttökuna í Reykjavík. Eins það frábæra starfsfólk sem vinnur á Hjartadeildinni 14 E og 14 G, sem gjörþekktu hann, sum- ar hjúkrunarkonurnar mjög vel og veit ég að hann saknar ykkar og við hin sem stöndum eftir þökkum ykkur aldeilis frábæra þjónustu og umönnun við pabba. Þó veikindin haf i á stundum íþyngt þér léstu það ekki hafa áhrif á andlegu hlið þína, þú varst ætíð hress og vildir hafa gleði í kringum þig. Þú naust lífsins eins og best getur verið, öll ferðalögin með Eddu- hópnum og allar leikhúsferðirnar. Þú þekktir orðið persónulega af- greiðslustúlkurnar í leikhúsunum í Reykjavík svo vel að það var aldrei uppselt fyrir þig þegar þú hringdir í þær. Leikhúsin voru þitt stærsta áhugamál, fyrir kom að þú fékkst að skreppa af sjúkrahúsinu í leikhús með leyfi þíns læknis og hjúkrunarfólks sem þekktu þig svo vel og treystu. Lífsvilji þinn var mikill, þú hafð- ir engan tíma til að til að verða veikur, þú fannst þér alltaf eitt- hvað tilefni til að hlakka til, þan- nig að þú náðir þér alltaf aftur og aftur og nú síðast þegar Nonni og Júlía giftu sig 26. júlí stóðst þú upp og hélst aldeilis frábæra ræðu til þeirra. Pabbi var aldrei sáttur að hætta að vinna, í mörg ár sagði hann í mín eyru að hann ætlaði að stof- na þetta eða hitt fyrirtækið, við í fjölskyldunni tókum sjaldnast undir hugmyndir hans hvað þetta varðar hann sem kominn var á áttræðis aldur átti eðlilega bara að taka lífinu með ró, með ró, pabbi hafði alla tíð unnið og það mikið og það var hans ánægja að þjóna fólki yfir afgreiðsluborðið. Og viti menn, hann stóð við fyr- irætlanir sínar og fékk vinnu á ní- ræðis aldri hjá Kjartani í Heklu- umboðinu hér í Reykjanesbæ við að svara í síma og selja jafnöldr- um sínum nýja jeppa, þetta var Nonni, „Hekluumboðið góðann daginn Jón“, var svarað. Þú naust þess að bjóða fólki heim og gera það vel, en það voru kannski ekki alltaf sæludag- ar hjá Beggu sem vissi stundum ekki af því að hún ætti eftir klukkutíma að hafa 10 manns í mat sem þú varst búinn að bjóða heim, en með jafnaðargeði og umburðarlyndi Beggu, tókst þetta. Þú varst mikill barna kall, mörg börn muna eftir góðvild þinni úr búðinni og hefur fólk sem nú er orðið fullorðið sagt mér sögur af þér, þegar þau voru lítil og þú gafst þeim annað hvort nammi eða eitthvað annað sem þeim langaði í, svona var hann alla tíð alltaf að gleðja aðra, þess nutum við líka börnin hans og barna- börn, en hann var líka vanur að segja: ertu ekki afa strákur eða afa stelpa eftir því sem við átti hverju sinni. Pabbi var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Sandgerðis og sótti þar fundi alveg fram til þess síð- asta. Hann var gerður að Melvin Johns félaga fyrir nokkrum árum. Að endingu vil ég þakka þér elsku pabbi fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir okkur og bið góðan Guð að fylgja Beggu og okkur öllum á erfiðum tímum, því það er mikill missir að sjá á eftir þér elsku pabbi minn. Þinn sonur Axel. Jón Axelsson F. 14.07.1922 D. 19.08.2003 Jón Axelsson, kaupmaður í Nonna og Bubba í fjörtíu ár var borinn til grafar sl. þriðjudag frá Keflavíkurkirkju. Mikið fjölmenni sótti útförina en Séra Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur í Garði og Sandgerði jarðsöng. Barnabörn, börn og tengdabörn báru blóm og kransa og kistu Jóns úr kirkju en hann var lagður til hinstu hvílu í Hvalsneskirkjugarði. VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 13:44 Page 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.