Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Áföstudag voru þurrkar-ar, eimingatæki og ann-ar tilheyrandi búnaður Fiskimjölsverksmiðjunnar í Sandgerði flutt um borð í flutningaskip í Sandgerði, en búnaðurinn hefur verið seldur fyrirtækisins Skeggeyjar á Höfn í Hornafirði. Unnið var að því á föstudags- morgun að hífa þurrkarana á vörubílskerru, en til verksins voru notaðir tveir stórir kranar. Hver þurrkari vegur um 45 tonn. Hermann Ólafsson verksmiðju- stjóri hjá Barðsnesi segir að það sé þungt í starfsmönnum hljóðið þegar þeir sjá þurrkarana fara. „Ég hef unnið hér í fimm ár og sá meðal annars um að koma þessari verksmiðju upp. Auðvit- að er það erfitt að horfa á eftir þessari verksmiðju úr bænum,“ sagði Hermann í samtali við Vík- urfréttir. Ekki hafa tæki úr mjöl- húsi enn verið seld, en Hermann telur að um tveggja mánaða vinna sé eftir við niðurrif verk- smiðjunnar. Í dag hófst hreinsunarátak við gamla vitann á Hrannargötu í Keflavík, en þar er ætlunin að hreinsa upp allskyns drasl sem safnast hefur upp þar í gegn- um árin. Það eru Blái herinn, Hverfisvinir, Reykjanesbær og eigendur húseigna í nágrenn- inu sem standa að átakinu. Að sögn Tómasar Knútssonar for- svarsmanns Bláa hersins er þetta hluti af hreinsunarátaki sem hófst á síðasta ári þar sem lögð verður áhersla á hreinsun strandlengjunnar. VF-ljósmynd: Jóhannes Sig- urðsson frá Hverfisvinum og Tómas Knútsson frá Bláa hernum hefja átakið. Fiskimjölsbræðslan flutt Þurrkararnir vega hver um sig 45 tonn, en fjórir slíkir voru í verksmiðjunni. Hreinsun strand- lengjunnar haldið áfram Úrslit í áskorendakeppniLífsstíls voru tilkynntfyrir skemmstu. Aldrei hefur keppnin verið eins jöfn og spennandi eins og nú. Til að mynda voru tveir hnífjafnir í 1. sæti í karlaflokki. Áskorendakeppni Lífsstíls er líkams- og heilsuræktarkeppni þar sem fólk keppir um að ná sem mestum árangri á 12 vikum. Í upphafi er fólk mælt frá toppi til táar bæði ummáls- og f itumælt. Mælingar eru endurteknar á 4ra vikna fresti til að sjá hvar fólk stendur og einnig til að veita aðhald. Í upphafs- mælingu og í lokamælingu eru teknar myndir sem stuðst er við þegar árangur er metinn. Ekki er eingöngu horft í þann kílóafjölda sem fólk er að missa, heldur heildar árangur metinn svo sem hlutfall fitu af því sem fólk er að missa, þannig að ALLIR eiga jafna möguleika á sigri. Eins og áður sagði hefur árangur verið gífurlega góður eða eins og hér sést á meðfylgjandi myndum: Karlar: 1.-2. sæti: Gunnlaugur K. Unnarsson 1.-2. sæti: Valgeir Magnússon 3. sæti: Stefan Swales Konur: 1. sæti: Hildur Þorgrímsdóttir 2. sæti: Helga Kristmundsdóttir 3. sæti: Ágústa Bjarnadóttir Fyrir áhugasama þá er ný ásko- rendakeppni að hefjast og verður kynningarfundur á Sólsetrinu á Hótel Keflavík, mánudaginn 8. september kl. 20.20. - Glæsileg verðlaun í boði. Frábær árangur í áskorendakeppni Lífsstíls Einn af dagskrárliðum Ljósanætur í Reykjanesbæ verður ljósmyndasýning 5 ára stúlku úr Njarðvík, Sölku Bjartar Kristjánsdóttur. Sýningin, sem haldin verður í húsakynnum Bókasafns Reykjanesbæjar verður formlega opnuð kl. 16 fimmtudaginn 4. september, á upphafsdegi Ljósanæturhátíðar. Frá því í febrúarbyrjun á þessu ári hefur Salka Björt gengið reglulega um bæinn sinn, Reykjanesbæ, með myndavél og tekið myndir af því sem henni hefur þótt flott og merkilegt. Sýningin ber heitið Bærinn minn og spannar 7 mánaða tímabil í sögu bæjarins, enda má á myndunum sjá ýmsar breytingar í bæjarlífinu á þessum tíma, framkvæmdir við Hafnagötu og eftir framkvæmdir, mismunandi ásýnd hluta eftir stöðu sólar og gróður á misjöfnu vaxtarstigi, svo eitthvað sé nefnt. Allar myndirnar eiga þó eitt sameiginlegt, það er bjart yfir þeim öllum, enda ekkert gaman að taka myndir í úr- komu og roki þegar maður er bara 5 ára. Á sýningunni verða á milli 20 og 30 myndir sem rúlla yfir tölvuskjá til kl. 18 laugardaginn 6. september. Bærinn minn – 5 ára ljósmyndari með sýningu á Ljósanótt VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 12:43 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.