Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 4
NÚ ER UM AÐ GERA fyrir Suðurnesja- menn að fara að senda Kallinum ábendingar um mál sem hann getur tekið fyrir hér í pistl- um sínum. Kallinn er kominn að austan og far- inn aftur að starfa hér á Suðurnesjum - og pistl- arnir munu áfram birtast. AF HVERJU Í ósköp- unum er víkingaskipinu Íslendingi ekki hampað meira hér á Suðurnesj- um? Þegar Kallinn fór austur í vor var Íslend- ingur ný kominn úr bátaskýlinu og lá við fest- ar í Keflavíkurhöfn. Enn liggur hann þar og hreyfist ekki. Af hverju er ekki boðið upp á siglingar einu sinni eða tvisvar í viku? Auð- vitað á að gera það og Kallinn vonar að svo verði! ÞAÐ ER HREINT út sagt ótrúlegt að lesa um það á vf.is að einhverjir ribbaldar hafi verið að skemma hluti á lóð Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Það eru algerir aumingjar sem leggjast svona lágt og ef lesendur Víkurfrétta hafa einhverjar upplýsingar um það hverjir þarna voru að verki - látið Kallinn þá vita. Það á að sjálfsögðu að taka svona aumingja í gegn og láta þá svara fyrir gerðir sínar. LJÓSANÓTTIN nálgast! Dagskráin er meiriháttar og Kallinn er þegar farinn að skipuleggja sig varðandi þátttöku í öllum þessum menningarlegu atriðum. Tökum öll þátt! HAFNARGATAN er hreint út sagt frábær. Það er yndislegt að ganga um þann hluta hennar sem búið er að laga. Kallinn hrósar bæjarstjórninni í hástert fyrir góða ákvörðun. OG EKKI ER síður gaman að sjá uppfyll- inguna fyrir neðan Hafnargötuna. Bæjarstjórn - enn og aftur til hamingju! BLÁI HERINN er að gera frábæra hluti. Það er með ólíkindum hvað Tommi Knúts er dug- legur við að finna hreinsunarverkefni. Kallinn ræddi við íbúa á Suðurnesjum í dag sem fitj- aði upp á verkefnum Bláa Hersins að fyrra bragði og hann vildi að sveitarfélög á Suður- nesjum myndu styðja almennilega við bakið á þessari vösku sveit. Kallinn tekur heilshugar undir það og hvetur sveitarstjórnir til að taka höndum saman og styðja Bláa Herinn í orði - og á borði! MUNIÐ AÐ senda Kallinum tips! Kveðja, kallinn@vf.is Upptök jarðskjálftanssem reið yfir Suð-Vest-urland um klukkan tvö í nótt eru við Krísuvíkurskóla, en jarðskjálftinn mældist 5 á Richter. Júlíus Fossberg staðarhaldari í skólanum segir að honum hafi brugðið mjög þegar skjálftinn reið yfir. „Ég sofnaði um mið- nætti, en vaknaði við skjálftann og þá hélt ég að húsið væri hrein- lega að springa, lætin voru því- lík,“ segir Júlíus en hann býr í húsi sem er um 300 metra frá skólanum. Júlíus segir að skjálft- inn hafi verið óratíma að ganga yfir. „Mér fannst eins og jörðin skylfi á meðan ég hentist í fötin og dreif mig niður í skóla. Ég er eini maðurinn sem er á bíl hér og það kom upp í hugann að fara með alla vistmennina af svæð- inu, en það eru 17 manns í vist hér núna.“ Þegar Júlíus kom að skólanum voru flestir vistmenn komnir út á tröppur. „Það var skelfingarsvipur á fólkinu þegar ég kom niður eftir, enda voru all- ir dauðskelkaðir. Á meðan við stóðum þarna úti fundum við eft- irskjálftana vel, enda voru það ágætis kippir,“ segir Júlíus en enn þá eru eftirskjálftar og klukk- an rúmlega 10 lau- gardagsmorgun reið einn yfir sem var upp á 3 á Ricther. Að sögn Júlíusar eru skemmdir á húsnæði óverulegar, en eitthvað var um að hlutir færu úr hillum. Júlíus segir að vistmenn séu orðnir rólegir, en fylgst verði vel með þróun mála. „Þetta var óskemmtileg upplifun, en við tökum þessu með æðruleysi,“ sagði Júlíus í samtali við Víkur- fréttir. 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar! stuttar F R É T T I R MUNDI Ljósanótt verður örugglega 5,1 á Richter! Kallinn á kassanum Þegar jarðskjálftinn sem átti upptök sín við Krísuvík reið yf ir um klukkan 2 á lau- gardagsnótt var Kristín Sigur- jónsdóttir eigandi verslunarinn- ar Aðalbrautar í Grindavík ný- komin upp í rúm en var ekki sofnuð. „Rétt áður en ég sofn- aði kom svakalegur hávaði og rúmið gjörsamlega nötraði á meðan skjálftinn reið yfir. Við erum með ljósakrónu í loftinu og hún sveiflaðist til,“ segir Kristín, en hún segist ekki hafa orðið hrædd. „Ég er ekki hrædd við jarðskjálfta, en sonur minn kom mikið skelkaður inn í her- bergi til okkar.“ Aðeins eru um 23 kílómetrar frá Krísuvíkur- skóla til Grindavíkur ef ekið er um Krísuvíkurveg og er ljóst að skjálftinn hafi fundist vel í Grindavík eins og Kristín lýsir. Hún segir að einn viðskiptavina hennar í morgun hafi sagt sér að sonur hennar hefði dottið út úr rúminu í nótt þegar skjálftinn reið yf ir. „Þó að við hér í Grindavík séum á svona virku svæði, þá finnst mér íbúarnir hér taka þessu með ró. Það eru margir sem búast við stóra skjálftanum, en það er engin hræðsla við hann hér, allavega ekki sem ég veit um,“ sagði Kristín í samtali við Víkurfrétt- ir. „Hélt að húsið væri að springa“ - segir Júlíus Fossberg staðarhaldari í Krísuvíkurskóla Skjálftinn fannst vel í Grindavík VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjáns- son: Þórður Sigurðsson og Kristín Sigurjónsdóttir í verslun sinni Aðalbraut í Grindavík. -lj s J s r. ristj s- s : r r i r ss ristí i rj s ttir í rsl si i l r t í ri í . Bátur í Grinda- vík upp í fjöru Rétt fyrir klukkan tíu á sunnudagsmorgun varð bátur vélarvana í höfninni í Grindavík þar sem verið var að færa bátinn Guðbjörgu GK-517 frá Eyjabakka að Miðgarði. Á leiðinni að Mið- garði drapst á vél bátsins með þeim afleiðingum að Guðbjörgin rakst með fram- endann á Þröst GK sem lá við festar. Guðbjörgina rak síðan upp í fjöru norður af Miðgarði, en hafnsögubátur náði að draga bátinn úr fjör- unni. Töluverður erill var hjá Lög- reglunni í Keflavík aðfara- nótt sunnudags en meðal annars var tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Casino í Keflavík. Tveir menn hófu slagsmálin og þurfti að færa annan þeirra til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja þar sem hann hafði hlotið skurð á augabrún. Hópslagsmál fyrir utan Casino Fjölgun nýnema í FS Í kringum 850 nýir nemendur hófu nám í dagskóla í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja þegar haustönn hófst í síðustu viku og er það um 120 fleiri nemendur en hófu nám síðasta haust. Í Öldungadeild fjölgar einnig en alls skráðu 230 nemendur sig í Öldungadeildina á móti 180 nemendum í fyrra. Ljósanótt 2003 - sérblað Víkurfrétta Síminn er 421 0000 VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 12:26 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.