Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 8
Erum nú komnir aftur tilIndlands. Til borginnarVaranasi við bakka
Ganges-árinnar nánar tiltekið.
Í síðasta pistli vorum við nán-
ast nýkomnir til Kathmandu
og við lentum í ýmsu nýju eftir
að sá pistill var skrifaður. Eitt
frægasta musterið i
Kathmandu heitir Apamuster-
ið. Við sendum einmitt myndir
af því síðast. Hefði kannski ver-
ið meira vit i senda tær með
þessum pistli en þegar internet-
ið er gott verður maður að
stökkva á tækifærin þegar þau
bjóðast manni. En Apamuster-
ið var frekar skemmtilegt af
musteri að vera. Yfirleitt hefur
maður tilfinninguna að ef
maður hefur séð eitt hefur
maður séð þau öll. Þannig er
það í það minnsta í okkar til-
felli. Fyrir okkur verður must-
eri helst að hafa eitthvað sem
maður hefur ekki séð áður til
þess að vera þess virði að heim-
sækja það. Þetta musteri eins
og nafnið gefur til kynna er
stútfullt af öpum sem vita ör-
ugglega ekki muninn á sér og
mannskepnunni. Þeirra líf
rennur einhvern veginn saman
við líf þeirra sem þarna búa og
þeirra sem koma að skoða
staðinn að þeir hafa engan ótta
gagnvart mannskepnunni og
það er alltaf gaman að sjá svo-
leiðis. Musterið hafði líka gott
útsýni yfir Kathmandu en þar
með er það eiginlega upptalið.
Kathmandu er eins og svo marg-
ar borgir í Asíu orðin nokkuð
túristavæn og ber þess vel merki.
Maður er varla látinn í friði af
verslunareigendum, leigubílstjór-
um og dópsölum sem eru þó
mest óþolandi og lýjandi. Einn
kom upp að okkur og vildi nú al-
deilis selja okkur smá opíum fyr-
ir hattinn.
20 kall inn á skemmtistað
Um kvöldið hittum við svo hel-
víti áhugaverðan karakter. Níger-
íumaður sem kallaði sig Prince.
Hann var svo hissa og ánægður
að við skyldum bara byrja að
spjalla við hann að það snerti
mann hreinlega. Hann vissi af
skemmtistað í grennd við okkur
og við ákváðum að slá til. Það er
ókeypis fyrir ferðamenn inn á
þennan stað en Nepalir þurfa að
borga einhvern 20 kall eða eitt-
hvað. Við flugum í gegn og ekk-
ert mál en þeir ætluðust til að
Prince myndi borga sig inn.
Prince er eins svartur og hægt er
að vera og jafn ólíkur Nepölum
og við. Það var þó nóg fyrir þá að
vita að hann væri með okkur til
að hann slyppi við að borga. Það
er alveg ótrúlega miklir kynþátta-
fordómar gagnvart svörtu fólki í
Asíu. En inni á staðnum voru
engir aðrir ferðamenn og tónlist-
in var Nepalskt popp í bland við
vestrænt hip-hop. Heimamenn
dönsuðu eins og brjálæðingar og
við sáum fram á að við gætum
auðveldlega slegist í hópinn án
þess að nokkrum fyndist við
bjánalegir. Og við gerðum það.
Dönsuðum um á dansgólfinu en
enginn náði fílingnum sem
Prince var í. Hann hreyfði sig
eins og svörtum manni er einum
lagið og lét okkur líta út eins og
spýtukarla. Við fórum eftir einn
og hálfan klukkutíma en Prince
ætlaði að tjútta þar til honum yrði
hent út.
Líkbrennsluhátíð
Svo kom að næsta degi og hvað
var á dagskrá? Jú, enn eitt must-
erið. Við vorum þó mjög heppnir
að fara þennan dag vegna þess að
það var líkbrennsluhátíð í gangi.
Kannski er þetta þjóðhátíðin
þeirra! Það sem gerir þetta must-
eri þó aðeins merkilegri en önnur
er það að konungsfjölskyldan var
öll brennd hérna eftir að hafa
verið myrt árið 2001 af prinsin-
um. Þarna eru 7 brennslupallar.
Sá fyrsti fyrir konungborið fólk.
Næsti er fyrir „mikilvægt“ fólk
eins og forsætisráðherra og því
um líkt. Sá næsti fyrir menntað
fólk og þaðan koll af kolli niður í
lægstu stéttina. Við vorum stopp-
aðir af ungum strák sem bauð
okkur að kíkja í heimsókn. Þessi
strákur er lærlingur hjá heilögum
manni sem virtist aðallega ganga
undir nafninu The Milk Baba.
Hann hefur eingöngu lifað á
mjólk síðustu 22 árin og ekki far-
ið klippingu í 55 ár sem skilur
eftir 2.5 metra af hári sem inni-
heldur örugglega heim lífvera út
af fyrir sig. Á meðan við biðum
eftir gamla manninum bauð lær-
lingur hans okkur skoða myndir
af nýlokinni Ameríkuferð Baba.
Það var svolítið skondið að sjá
þennan heilaga mann í öllu sínu
veldi leikandi sér í rússíbönum
og öðru slíku. Svo dró lærlingur-
inn fram stóran pott, fyllti hann
af ylvolgri mjólk beint úr kúnni
og bætti svo við einhverju hrika-
legu magni af sykri. Þetta sauð
hann svo allt saman í pottinum
og okkur varð ljóst að sú stund
kæmi að við yrðum að smakka
þetta ógeð. Til þess að okkur
leiddist alveg örugglega ekki á
meðan mjólkin sauð dró lærling-
urinn upp eitthvað sem líktist
orgeli og tók fyrir okkur „lagið“.
Eftir 20 mínútna söngleik hafði
Hemmi tekið einn sopa af mjólk-
inni og Maggi klárað sína og
okkur varð að gruna að Baba
karlinn léti ekki sjá sig. Við gáf-
um því smá framlag og báðum
lærling hans að skila bara kveðju.
Á leiðinni út úr musterinu geng-
um við beint inn í byrjunina á
einni „jarðarförinni“ þar sem að-
standendur þess látna voru að
bera hann á brennslupallinn.
Venjulega er bannað að taka
myndir við svona tækifæri en
þarna stóðum við með mynda-
vélarnar án þess að það virtist
bögga nokkra sál. Við fórum þó
áður en brennslan byrjaði til að
leyfa ættingjunum að syrgja í
friði.
Krappur fjallavegur
Nú var nóg komið af Kathmandu
og tími til kominn að sjá eitthvað
nýtt. Chitwan National Park var
áætlunarstaðurinn og þar áttum
við að geta séð eitthvað magn-
þrungnasta villta dýralíf í Asíu
m.a. tígrisdýr, nashyrninga og
krókódíla til að nefna eitthvað.
Rútuferðin frá Kathmandu til
Chitwan tekur 5 tíma þó að séu
bara 150 km sem skilur þessa tvo
staði að. Ástæða þess að þetta
tekur svona langan tíma er aðal-
lega krappir fjallavegir og aur-
skriður sem falla ansi oft á þess-
um árstíma. Við lentum í einu
klukkutíma löngu stoppi og ekki
beint á besta stað. Rútan okkar
stoppaði á miðri brú sem hristist
óhugnalega við hvern bíl sem
keyrði framhjá. Loksins losnaði
um teppuna og eftir 5 mínútna
akstur sáum við hvað olli töfinni.
Rúta hafði oltið á okkar vega-
helming og á leiðinni sáum við 3
rútur í viðbót sem höfðu hlotið
sömu örlög. Ekki beint hug-
hreystandi.
Eftir að hafa komið okkur fyrir í
Chitwan vorum við heldur betur
tilbúnir að ganga um þéttan
frumskóginn með sveðju í hönd
og bókuðum því hálfan dag með
leiðsögumanni sem átti að koma
okkur í nálægð við dýrin. Sá sem
sá um bókunina líkti þessum
leiðsögumanni við Guð nánast
og um tíma héldum við að hann
að myndi fá fullnægingu af því
einu að tala um hann. Við vorum
því ansi bjartsýnir og töldum
okkur hafa eytt sitt hvorum 800
krónunum skynsamlega. Fórum
svo snemma að sofa því það var
ræs klukkan 6 og við þurftum að
spara orku til að kljást við tígris-
dýrin.
Blá padda
Vorum vaktir kl. 6 og kynntir fyr-
ir leiðsögumanninum fræga.
Ágætis gaur sem virtist alveg
vita hvað hann væri að gera.
Hann ráðlagði okkur að fara með
nóg af vatni með okkur. Keypt-
um okkur því 2 lítra hvor og
héldum í’ann. Við þurftum að
taka kanó yfir á nokkra og hinum
megin við bakkann er byrjunin
að þjóðgarðinum. Það fyrsta sem
hann sýndi okkur var blá padda
sem var mjög undarleg í útliti og
okkur leist vel á. Svo var haldið
inn í skóginn leit að stærri dýr-
um. Eftir hálftíma labb var þessi
bláa padda ennþá það athyglis-
verðasta sem við höfðum séð þó
svo að leiðsögumaðurinn stopp-
aði mjög oft til að svipast um eft-
ir hljóðum og líta vel út sem leið-
sögumaður. Ekki fannst okkur nú
ástæða til að örvænta vegna þess
að enn áttum við 3 og hálfan
tíma eftir af ferðinni. Eftir einn
og hálfan tíma vorum við skyndi-
lega komnir upp að ánni aftur og
þá rann upp fyrir okkur að þetta
var búið. Þrjú egg, hæna, rauð
padda og blá padda var það sem
þessi ferð skildi eftir sig. Þessi
náungi hafði greinilega mjög lít-
inn áhuga á að sýna okkur frum-
skóginn og við lærðum af þessu
að það er mjög mikilvægt hjá
hverjum þú pantar svona ferðir.
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Dagbók Suðurnesjamanna á heimshornaflakki
Hæ aftur! Þetta er taka 2. Við erum nýkomnir úr 2 tíma pásu frá því að skrifa pistilinn.
Við vorum komnir vel á veg með að klára pistilinn þegar að rafmagninu sló út.
Smá pirringur og við þurftum að kæla okkur aðeins niður. Sem betur áttum við þó hluta
af pistlinum vistaðan. En ekki orð um það meira.
Öðru hvoru flutu hálfrotin lík upp af botninum fy
Frumskógurinn var þéttur þar sem þeir komu og
allskyns kvikindi eru þar skríðandi.
Löng röð!
Kajakferð á Gangesánni.
VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 12:29 Page 8