Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 12
Fyrsta landgræðsluflugPáls Sveinssonar var áSuðurnesin þar sem áburði var dreift á Stapann, Miðnesheiði og í nágrenni fyr- irhugaðs Suðurstrandarvegar í sumar. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir að Suð- urnesin séu illa leikin gróður- farslega og að það sé brýnt verkefni að halda landgræðslu þar áfram. „Við erum að dreifa áburði á Suðurnesjum í sam- starfi við Samband Sveitarfé- laga á Suðurnesjum og þetta samstarf hefur staðið í áratugi. Samstarfið hófst í kringum 1970 og á árunum 1970 til 1980 vorum við í girðingarfram- kvæmdum að Vogum frá Grindavík og friða þar allt svæðið fyrir vestan gegn lausa- göngu. Frá árinu 1978 hafa Landgræðslan og SSS verið í góðu samstarfi um ýmis land- bótarverkefni og landgræðslu- flugið er einn liður í því sam- starfi,” segir Sveinn. Mikil áhersla hefur verið lögð á landgræðslu í nágrenni við Stapann og á Miðnesheiði. Sveinn segir að Miðnesheiðin sé sérstaklega slæm gróðurfars- lega. “Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og við höfum lagt áherslu á svæðið við Stapann og það hefur skilað miklum árangri. Við höfum einnig verið að dreifa víðar á Suðurnesjum, en núna er áherslusvæðið á Miðnesheið- inni en heiðin er nokkuð illa leikin. Landið er magurt vegna vannæringar og við viljum koma af stað gróðurframvindu með því að bera frekar lítinn áburðarskammt á landið sem með tíð og tíma leiði af sér að þarna fari að vaxa víðir. Þetta land var allt kjarri vaxið áður og við viljum stuðla að því á næstu árum að endurheimta þennan gróður. Það væri ósk- andi að fólk ætti þess kost að sjá Miðnesheiðina úr lofti því það er ansi mikið sjokk því hún er svo illa farin.” Nokkuð hefur borið á því að einstaklingar, hópar, skóla- bekkir og félagasamtök fari og beri áburð á svæði sem þess þurfa. Sveinn segir að vel sé tekið á móti slíkum hópum og hefur Landgræðslan veitt ráð og jafnvel gef ið áburð eða grasfræ. „Það var ansi skemmtilegt verkefni í gangi fyrir nokkrum árum sem hét Vordagar Vigdísar, en í tengsl- um við verkefnið fengu skól- arnir á Suðurnesjum áburð frá okkur og nemendurnir dreifðu honum,” segir Sveinn og bætir því við að landgræðsla á Suð- urnesjum hafi borið góðan ár- angur. „Suðurnesin sem heild eru illa leikin gróðurfarslega. En allt er það í framför núna og Landgræðslan vill koma á framfæri miklu þakklæti til Sambands Sveitarfélaga á Suð- urnesjum fyrir mjög gott sam- starf á sviði landgræðslumála. Ég vil hvetja einstaklinga og félagasamtök til að græða land- ið á Suðurnesjum og ég bendi á að landgræðsla er langtíma- verkefni.” Keppst um að fljúga Páli Sveinssyni Það er keppst um að fá að fljúga Páli Sveinssyni og sitja flugmenn um það, en þeir fljú- ga allir í sjálfboðastarfi. Flug- menn í ferðinni á Stapa voru þeir Sverrir Þórólfsson flug- stjóri hjá Flugleiðum og Haf- steinn Heiðarsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. Blaðamaður Víkurfrétta fór í landgræðsluflug á Stapann og tók nokkrar ljósmyndir af stór- brotnu landslagi Reykjaness- ins. Sverrir byrjaði að fljúga fyrir 38 árum síðan með Flugfélagi Íslands, en þá átti félagið 3 vél- ar eins og Pál Sveinsson. Sverr- ir segir að það sé mikil ánægja að fljúga fyrir landgræðsluna 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Landið grætt á Suðurnesjum Sverrri Runólfsson, flugstjóri hjá Flugleiðum og Hafsteinn Heiðarsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands um borð í Páli Sveinssyni, en það er hörð barátta á milli flugmanna um að fá að fljúga vélinni. VF-myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson Atli Karl Sigur- bjartsson, 6 ára Hlakkar þig til að byrja í skólanum? Já dáldið. Hvað hlakkar þig mest til að læra? Íþróttir. Hvaða íþróttir? Fótbolta. Með hvaða íslenska liði held- ur þú? Njarðvík. En í ensku? Arsenal auðvitað. Guðmundur Kristjánsson, 5 ára Hlakkar þig til að byrja í skólanum? Já soldið. Hvað hlakkar þig mest til að læra? Eitthvað bara. Dáldið spenntur fyrir að læra að lesa. Með hvaða fótboltaliði á Ís- landi heldur þú? Sama og pabbi. Ellen Hilda Sig- urðardóttir, 6 ára Hlakkar þig til að byrja í skólanum? Jáhá. Hvað hlakkar þig mest til að læra? Mig langar mest til að læra að teikna flott. Eru margir vinir þínir að byrja í skólanum? Já, frænka mín sem heitir Anna og vinur minn sem heitir Teitur og fullt af öðrum. Hvaða íþróttir langar þig mest að læra? Fimleika. Karlotta Scholl, alveg að verða 7 ára Hlakkar þig til að byrja í skólanum? Já Hvað hlakkar þig mest til að læra? Hlakka bara til að læra. Ertu ekki spennt? Jú, mest að hitta krakkana. Skólastarf Grunnskóla á Suðurnesjum hófst í vikunni Skólastarf Grunnskóla á Suðurnesjum hófst í byrjun vikunnar og voru um 175 börn að setjast í fyrsta sinn á skólabekk í Reykja- nesbæ. Það mátti greina spennu úr augum krakkanna þegar þau komu með foreldrum sínum í fyrsta sinn í skólann. Víkurfréttir litu við í Njarðvíkurskóla sl. mánudag og hittu þar nokkra 6 ára krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í skólagöngunni. VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 13:41 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.