Víkurfréttir - 28.08.2003, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 28. ÁGÚST 2003 I 11
Getraunir opna aftur eftir sumar-
lokun í K-húsi við Hringbraut.
Opið frá 20:00-22:00 á fös-
tudögum og laugardögum 11:00-
13:00.
Hvetjum alla til að mæta.
Unglingaráð Knattspyrnudeildar
Keflavík
Á sunnudag var haldin torfærukeppni í Stapafelli og var baráttan hörð á
milli keppenda. Tveir Suðurnesjamenn tóku þátt í keppninni, þeir Gunn-
ar Gunnarsson og Gunnar Ásgeirsson. Tilþrif þeirra voru glæsileg, en
Gunnar Ásgeirsson lenti í einhverjum vandræðum með bílinn sinn.
Staða þeirra í heimsbikar- og Íslandsmótinu er ágæt, en Gunnar Gunn-
arsson er efstur í götubílaflokknum og í heildina er hann í 4. sæti. Gunn-
ar Ásgeirsson er í 7. sæti yfir heildina og í 5. sæti í sérútbúna flokknum.
Björgunarsveitin Þor-björn í Grindavík varkölluð til sex sinnum frá
laugardegi til mánudags. Á
laugardag var björgunarskipið
Oddur V. Gíslason fengið til að-
stoðar hafnsögubátnum Villa
við að snúa til flutningaskipinu
Vytautas, sem var á útleið.
Vegna hvassviðris réðst illa við
skipið og var ákveðið að fresta
brottför. Laust eftir miðnætti að-
faranótt sunnudags var sveitin
kölluð til aðstoðar eigendum ein-
býlishúss sem höfðu ætlað að
skipta um þakjárn en náðu því
ekki áður en fór að rigna. Björg-
unarsveitarmenn aðstoðuðu fólk-
ið við að breiða segl og plastdúka
yfir þakið. Einhverjar skemmdir
urðu að völdum vatns. Að
morgni sunnudags var sveitin aft-
ur kölluð út þegar mb. Guðbjörg
GK strandaði innan hafnar. Út-
kallið var afturkallað þegar verið
var að undirbúa brottför á Oddi
V. Gíslasyni, en hafnsögubátur-
inn Villi náði Guðbjörgu GK af
strandstað. Um kl. 15 á sunnudag
var Oddur V. Gíslason kallaður til
aðstoðar við að snúa flutninga-
skipinu Vytautas og tókst nú að
koma skipinu til hafs. Rétt fyrir
miðnætti á sunndag barst aðstoð-
arbeiðni til sveitarinnar frá eig-
anda bifreiðar sem festist við
Sandvík á Reykjanesi. Patrol
jeppi sveitarinnar var sendur á
staðinn og losaði bílinn. Á mánu-
dagsmorgun barst beiðni til sveit-
arinnar vegna umferðarslyss við
Borganes þegar flutningabíll fór
út af Borgarfjarðarbrúnni og
hafnaði í sjónum með þeim af-
leiðingum að ökumaðurinn lést.
Sveitin sendi kafara á vettvang.
Björgunarmenn komu til baka
um kvöldmatarleytið.
Einu sinni var lítið sveitarfélag
sem skuldaði lítið. HEPPIÐ!
Svo fékk það lán til að geta fram-
kvæmt það, sem það vildi.
HEPPIÐ!
Svo fékk það enn meiri lán, til að
geta framkvæmt enn meira.
HEPPIÐ!
Svo veðsetti það eignir sínar til
að geta greitt laun. HEPPIÐ!
Með einum gjaldaga eftir 5 ár.
HEPPIÐ!
Sem næsta hreppsnefnd þarf að
hafa áhyggjur af, ekki þeir.
HEPPNIR!
Svo ætla þeir að selja eignir sínar
til að skulda ekki alveg eins mik-
ið, HEPPNIR!
Þá þarf sveitarfélagið ekki lengur
að hafa áhyggjur af hlutabréfum
sínum í Hitaveitunni. HEPPIÐ!
Ef hlutabréf in margfaldast í
verði, eins og margir gera ráð
fyrir, er það ekki þeirra mál.
HEPPNIR!
Þá þarf ekki að taka við arð-
greiðslum þaðan. HEPPNIR!
Svo ætla þeir að ...............?
HEPPNIR!
Eða er ég sá eini sem finnst þetta
vera eins og að pissa í skóna
sína? Höfundur er áhyggjufullur
íbúi í Vatnsleysustrandarhreppi.
Kjartan Hilmisson
Hörð barátta í Stapafelli
Getraunir 1X2 í K-húsi
AÐSENT
Einu sinni var . . .
Nóg að gera hjá björgunar-
sveitarmönnum í Grindavík
VF-ljósmynd: Agnar
VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 13:22 Page 11