Víkurfréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 6
stuttar
f r é t t i r
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ L E S I Ð Ú R B Ó K U M Í F Y R I R TÆ K J U M Á S U Ð U R N E S J U M
➤ S K Ó L A M Á L / R E Y K J A N E S B Æ R
Sandgerð-
ingar hefja
fiskvinnslu
á Bíldudal
Guðmundur G. Gunn-arsson frá Sandgerðier í forsvari fyrir
fjárfesta sem hyggjast taka
við fiskvinnslu á Bíldudal,
en sjávarútvegsfyrirtækið
Þórður Jónsson hætti rek-
stri í fyrradag.
Í frétt á vefsíðu Bæjarins besta
segir á nýir aðilar hyggist
hefja vinnslu á Bíldudal eftir
um hálfan mánuð. Haft er eftir
Guðmundi G. Gunnarssyni að
stefnt sé að því að hefja
vinnslu svo fljótt sem auðið
er, en hvorki liggi fyrir hve
margir starfsmenn verði ráðnir
né hvenær vinnslan hefjist ná-
kvæmlega. „Það eru ýmis at-
riði sem við þurfum að fá á
hreint og ganga frá áður en
við getum gefið út nokkrar yf-
irlýsingar, það er einfaldlega
ekki tímabært”, sagði Guð-
mundur í samtali við Bæjarins
besta á Ísafirði.
Hjörtur Zakaríasson bæjarritari las fyrir starfsfólk Íslandsbanka sl. þriðjudag í lestraráskorunarkeppninni, en Reykjanes-
bær skoraði á Íslandsbanka. Hjörtur las upp úr bók Kristínar Marju Baldursdóttur, Kvöldljósin eru kveikt. Bókin er smá-
sagnasafn og las hjörtur smásöguna Kinnhestur. Íslandsbanki skorar næst á Hitaveitu Suðurnesja og mun fulltrúi bank-
ans lesa fyrir starfsfólk Hitaveitunnar nk. þriðjudag.
FFGÍR foreldrafélög ogforeldraráð grunnskól-anna í Reykjanesbæ
halda sinn sameiginlega haust-
fyrirlestur í Njarðvíkurskóla
fimmtudaginn 13. nóvember
n.k. kl. 20:00.Að þessu sinni fá
foreldrar fyrirlestur um kyn-
hegðun unglinga og hlutverk
foreldra í kynfræðslu. Fyrir-
lesarar eru þær Dagbjört Ás-
björnsdóttir, verkefnastjóri
ÍTR og Sigurlaug Hauksdóttir,
félagsráðgjafi Landlæknis-
embættinu. Umræðuefnið er:
· Fjölmiðlar og kynfræðsla ung-
linga.
· Kynhegðun og sjálfsmynd.
· Staðreyndir um kynheilbrigði
íslenskra unglinga - tölfræðilegar
upplýsingar.
· Mikilvægi og hlutverk foreldra í
kynfræðslu barna og unglinga -
hvaða leiðir er hægt að fara.
Dagbjört Ásbjörnsdóttir er með
BA gráðu í mannfræði og MA í
kynja- og kynlífsfræðum. Hún
hefur unnið með unglingum fyrir
Íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur í fimm ár og hefur verið
að vinna að málefnum er varða
kynlíf og kynhegðan unglinga
undanfarið ár. Hún situr í
Fræðslusamtökum um kynlíf og
barneignir, FKB. Sigurlaug
Hauksdóttir er menntaður félags-
ráðgjafi og hefur undanfarin 6 ár
unnið með alnæmissmituðu
fólki, auk þess sem hún hefur í 5
ár unnið sem ráðgjafi á Neyðar-
móttökunni vegna nauðgana þar
sem ungt fólk er stór hópur
þolenda.
Allir foreldrar velkomnir.
Ókeypis þátttaka.
Unglingarnir velkomnir með!
FFGÍR með fyrirlestur fyrir foreldra grunnskólabarna:
Kynhegðun og sjálfsmynd unglinga
MUNDI
Á að fræða unglingana
um býflugurnar og blómin
á fyrirlestri FFGÍR?
VF 46. tbl. ny bls. 6 12.11.2003 16:06 Page 6