Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Spólan í tækinu Bókaormurinn Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is SPÓLAN Í TÆKINU OG BÓKAORMUR VIKUNNAR Nafn: Dína María Margeirsdóttir Aldur: 14 að verða 15 í nóvember Uppáhaldstala: 4 Stjörnumerki: Sporðdreki Hvernig er að búa í Grindavík? Mjög gott. Er mikið að gera hjá ykkur í tónlistarnáminu? Já allavega hjá mér ég tek þátt í píanókeppni í lok nóvember og í byrjun desember tek ég 5. stig. Á hvað stefnið þið í tónlistinni? Að klára 8. stig. Hvað er erfiðasta tónverkið sem þú getur spil- að? Núna?? Ég veit það ekki alveg - gæti kannski tek- ið eitthvað erfiðara ef ég reyndi. Hver eru þín helstu áhugamál? Skólinn, píanó og fótbolti. Ertu í skólahljómsveitinni? Neibb. En hver er þín uppáhaldshljómsveit? Á enga sérstaka hlusta bara á mest allt nema óp- eru, ekki mjög hrifin af þeim. Hvaða vefsíður heimsækirðu mest? Windowsmedia.com og truman.tk. Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur - hvar myndirðu vilja vera? Hef ekki hugmynd kannski sjá þegar verið er að búa til öll samræmdu prófin. Hvaða geisladisk keyptirðu síðast? Man það ekki það er svo langt síðan örugglega meira en ár ég á bara einhverja brennda diska og hlusta svo á lög í tölvunni. Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Freaky Friday. Hefurðu ákveðið eitthvað með frekara nám? Bara að ég ætla í framhaldsskóla og háskóla, ekki alveg ákveðin í hvað ég ætla að læra. Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þús- undkalli? Inneign. Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi: -Fiðla: Mozart -Frjálslyndi flokkurinn: Bull -Idol: Kalli -Slátur: Brúnn -vf.is: Blað Á hvernig hljóðfæri heldurðu að fólk spili á eftir 500 ár? Veit ekki. Allt verður kannski bara tölvustýrt og þá búa menn bara til tónlist í tölvum. Uppáhaldsmynd Haraldar Helgasonar veitingamanns í Stap-anum í Njarðvík er kvikmyndin Shawshank Redemptionsem Tim Robbins og Morgan Freeman leika í. Halli skorar á Friðrik Inga Rúnarsson vídeókóng í Njarðvík með meiru. Hvað kvikmynd sástu síðast í bíó? BRUCE ALMIGHTY Hver er uppáhaldskvikmyndin sem þú hefur séð? SHAWSHANK REDEMPTION Hver finnst þér vera besti leik- ari/leikkona sem nú er á lífi? AL PACINO KRSTIN SCOTT THOMAS Hvað ferðu oft í bíó á mánuði? ALLTOF SJALDAN Hvaða spólu leigðirðu þér síðast? ANTWONE FISCHER Er einhver kvikmynd sem þú átt eftir að sjá, en langar mikið til? AMERICAN PIE 3/THE WEDDING Hvern skorarðu á að svara þessum spurningum í næsta blaði? ÉG SKORA Á VIN MINN, VIDEOKÓNGINN Í NJARÐVÍK OG KÖRFUBOLTAÞJÁLFARA MEÐ MEIRU, FRIÐRIK INGA RÚNARSSON. Alltof sjaldan í bíó Með tvær í takinu Nafn: Stefanía Ósk Margeirsdóttir Aldur:12 ára Uppáhaldstala: 5 Stjörnumerki: ljónið Hvernig er að búa í Grindavík? Mjög gaman. Er mikið að gera hjá ykkur í tónlistarnáminu? Svona ekki mikið og ekki lítið, ég er að taka frek- ar erfið lög og reyni mitt besta. Á hvað stefnið þið í tónlistinni? Að klára 8. stig og þegar ég er búin með 8. stig og ef ég get ætla ég til útlanda í nám. Hvað er erfiðasta tónverkið sem þú getur spil- að? Ef það er núna þá er það örugglega Camp of the gypsies. Hver eru þín helstu áhugamál? Skólinn, píanó og fótbolti. Ertu í skólahljómsveitinni? Nei En hver er þín uppáhaldshljómsveit? Ég á margar en ég hlusta mest á pönk. All americ- an reject, The used, Finch og Somthing corporet. Hvaða vefsíður heimsækirðu mest? www.windowsmedia.com til að hlusta á tónlist. Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur - hvar myndirðu vilja vera? Hmmmm.....í Hollywood til að sjá alla sætu leik- arana og söngvarana. Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Freaky Friday. Hefurðu ákveðið eitthvað með frekara nám? Ég ætla í framhaldsskóla og háskóla en svo er ekkert neitt ákveðið. Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þús- undkalli? Ég mundi eyða honum í eitthvað flott. Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi: -Fiðla: Tónlist -Frjálslyndi flokkurinn: Alþingi -Idol: Söngur -Slátur: Matur -vf.is: Vefsíða Á hvernig hljóðfæri heldurðu að fólk spili á eftir 500 ár? Sömu hljóðfærin og núna, kannski verður fattað uppá eitthvað nýtt hljóðfæri en hver veit... Grindvískir unglingar í naflaskoðun SYSTUR með sömu áhugamál! V ilhjálmur Þórhallssonrak eigin lögmannsstofuum fjörtíu ára skeið í Keflavík en starfar nú á Lög- fræðistofu Suðurnesja.Vil- hjálmur kveðst lesa mikið. Hann segist þó naumast bera nafnið bókaormur með réttu, en eðlilega fylgir starfi hans mikill lestur, sem mörgum þætti kannski þurr. Hann les sitt af hverju tagi en reynslu- sögu falla honum best í geð. Hvaða bækur ertu með á nátt- borðinu núna? Ég er með í takinu tvær bækur um Geysisslysið á Vatnajökli í september árið 1950. Sú eldri heitir Geysir á Bárðarbungu, sem Andrés Kristjánsson tók saman ásamt fleirum en höfundur hinn- ar yngri er Ómar Sveinsson. Þetta er hörkuspennandi lestur. Það munaði ef til vill ekki nema nokkrum metrum eða tugum metra að flugvélin slyppi við að lenda á jöklinum. Björgun flug- mannanna tókst einstaklega giftusamlega. Í hópi björgunar- manna var Sigurður Steindórs- son, betur þekktur sem Siggi Steindórs, sem bæjarbúum er að góðu kunnur. Hvaða bók lastu síðast? Reynisstaðabræður eftir Guðlaug Guðmundsson. Þeir lögðu af stað við fimmta mann í lok október árið 1870 úr Árnessýslu norður Kjöl með 180 kindur og 16 hesta. Mennirnir fórust allir í Kjalhrauni. Þetta er einstæð ör- lagasaga, sem valdið hefur mönnum miklum heilabrotum æ síðan. Hver er þín uppáhaldsbók? Þar er mjög ofarlega Samtöl Matthíasar Johannessen í 5 bind- um. Bráðskemmtileg viðtöl og mikill fróðleiks- og viskubrunn- ur. Þá eru frábærir sprettir í Skáldinu frá Fagraskógi sem eru endurminningar nokkurra sam- ferðarmanna Davíðs Stefánsson- ar. Eru einhverjar bækur sem þú ætlar þér að lesa á næstunni? Bækurnar tvær eftir Guðjón Friðriksson um Jón Sigurðsson. Það dugar í bili. Hvaða bókaorm skorar þú á næst? Magnús Haraldsson, skrifstofu- stjóra í Sparisjóðnum. Ég þykist vita að hann gluggar í fleiri bæk- ur en sparisjóðsbækur. VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 14:06 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.