Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 13. NÓVEMBER 2003 I 23 Söngvakeppni starfs-brauta framhaldsskóla áÍslandi var í fyrsta sinn haldin fimmtudagskvöldið 23. október og fór keppnin fram í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sigurvegarar keppninnar voru Jóna Rún Skarphéðinsdóttir og Matthías Örn Erlendsson úr Framhalds- skólanum á Húsavík, en þau fluttu lagið Eldur eftir hljóm- sveitina Írafár. Alls tóku fulltrúar sjö starfs- brauta í framhaldsskólum þátt í keppninni, en starfsbrautirnar eru fyrir fatlaða nemendur og nem- endur með sérþarfir. Það var starfsbraut Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, með systurnar Kolbrúnu og Ólafíu Marelsdætur í farar- broddi, sem átti frumkvæði að keppninni og sagði Kolbrún Marelsdóttir deildarstjóri starfs- brautar skólans að hún væri mjög ánægð með keppnina. „Við hjá starfsbrautinni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja vildum sjá söng- vakeppni fyrir okkar nemendur sem yrði á þeirra forsendum. Það eru allir rosalega ánægðir með kvöldið sem heppnaðist mjög vel. Við vonum bara að þessi keppni verði að árlegum viðburði og að fleiri starfsbrautir taki þátt á næsta ári.” Dómnefnd keppn- innar skipuðu Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson bæjar- fulltrúi, Rúnar Júlíusson tónlist- armaður, Ólafur Arnbjörnsson skólameistari FS og Birna Chin nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sigurvegarar keppn- innar fengu farandbikar sem verður næsta ár í Framhaldsskól- anum á Húsavík. Söngkeppni Fjörheimavar haldin með pompi ogprakt fimmtudagskvöld- ið 30. október. Sem haldin var á sal Fjölbrautarskóla Suður- nesja.Alls sungu 12 keppendur frá þremur skólum í Reykja- nesbæ. Frábær frammistaða einkenndi flutning ungling- anna en þau höfðu æft sig und- anfarna viku í félagsmiðstöð- inni Fjörheimum. Mikil fjöl- breytni var í flutningi á lögun- um en leikið var á píanó, selló, gítar og svo var karaokeundir- spil. Keppnin tókst ákaflega vel og eiga allir sem tóku þátt á einn eða annan hátt mikinn heiður skilinn. Kynnar voru þau Helga Dagný Sigurjóns- dóttir og Aron Örn Grétarsson og stóðu þau sig mjög vel. Sérstök heiðursverðlaun fékk Friðrik Guðmundsson fyrir frá- bæra ástundun í félagsmiðstöð- inni og fyrir dugnað að taka þátt í söngkeppni Fjörheima, en eins og kunnugt er Friðrik bundinn við hjólastól. Í þriðja sæti var svo Guðmundur Arnar Guðmunds- son en hann flutti lag eftir Sverri Stormsker við undirleik Elvars Þórs Guðbjartssonar. Í öðru sæti voru þær stöllur Halla Karen Guðjónsdóttir og Guðmunda Áróra Pálsdóttir með lag Gloriu Gaynor I will survive. Í fyrsta sæti var það svo Hildur Haralds- dóttir með lagið Foolish games eftir Jewel, en hún lék sjálf undir á píanó og Sigríður Ösp Sigurð- ardóttir spilaði á selló. Hildur hlaut í verðlaun lampa og dekur- dag í boði Fjörheima. En Hildur og Sigríður munu fara í Bláa lón- ið, keilu út að borða og bíó í des- ember n.k. Hildur Haraldsdóttir mun syngja í tveimur keppnum í janúar 2004 fyrir hönd Fjörheima annarsveg- ar í söngkeppni Samsuð og ein- nig í söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll- inni. Guðmunda Áróra og Halla Karen taka þátt fyrir hönd Fjör- heima í söngkeppni Samsuð. Dómnefndin var skipuð Ingi- björgu Ósk Erlendsdóttur, Haf- þóri Barða Birgissyni og Jóni Marinó Sigurðssyni og er þeim þakkað vel fyrir. Myndasyrpa frá keppninni er á heimasíðu Fjörheima www.fjor- heimar.is Sérstakar þakkir fá húsverðir við Fjölbrautarskólann, þjónustumið- stöð Reykjanesbæjar, Siggi hljóðmaður, Einar Símonar og allir þeir sem hjálpuðu til við að gera keppnina jafn glæsilega og raun bar vitni. Hildur sigraði í söngkeppni Fjörheima Frá söngvakeppni Fjörheima á dögunum. Söngvakeppni starfsbrauta í framhaldsskólum haldin í fyrsta sinn ➤ S Ö N G U R O G G L E N S Á S A L F J Ö L B R A U TA S K Ó L A N S SUNGIÐ AF GLEÐI Í FS Sigurvegarar keppninnar voru Jóna Rún Skarphéðinsdóttir og Matthías Örn Erlendsson úr Framhaldsskólanum á Húsavík, en þau fluttu lagið Eldur eftir hljómsveitina Írafár. Rúnar Júlíusson tónlistarmaður afhenti sigurvegurunum verðlaunin. Auglýsingasíminn 421 0000 ÞARFTU AÐ AUGLÝSA? VF 46. tbl. 2003 #2 12.11.2003 15:39 Page 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.