Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 13.11.2003, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ■Hópbílabikarinn / úrslit karla ■Hópbílabikarinn / úrslit kvenna ■Karfan / Evrópukeppni bikarhafa KEFLAVÍK-HAMAR Keflavík vann sannfærandi heimasigur á Hamri Hópbílabik- ar karla á sunnudaginn. Lokatöl- ur voru 77-67 og þar sem Kefla- vík hafði einnig unnið fyrri leik- inn með 30 stiga mun komust þeir áfram í undanúrslitin þar sem þeir munu mæta liði Tinda- stóls. Þar sem Keflvíkingar voru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í næstu umferð með sigrinum í fyrri leiknum brugðu þjálfarar Keflavíkur á það ráð að leyfa fleiri leikmönnum að spreyta sig til að hvíla lykilmenn sína fyrir átök komandi vikna. Skemmst frá að segja stóðu leikmenn sig með prýði og var sigur aldrei í hættu. Guðjón Skúlason var ánægður með frammistöðu sinna manna í leik sem hann sagði að hafi verið skylduverkefni. „Ég er sérstak- lega ánægður með ungu strák- ana, þeir spila alltaf vel þegar þeir fá tækifærin.” Davíð Jónsson var stigahæstur Keflvíkinga og skoraði 21 stig, þar af 15 úr þriggja stiga skotum. Jón Norðfjörð var sterkur undir körfunni þar sem hann tók 15 fráköst og spilaði góða vörn að vanda. Faheem Nelson var atkvæða- mestur Hamarsmanna og skoraði 14 stig og tók jafnmörg fráköst. NJARÐVÍK-KR Njarðvík vann góðan heimasigur á KR í Hópbílabikar karla síðast- liðið fimmtudagskvöld. Loka- staðan var 82-69. Heimamenn náðu forystunni í fyrsta leikhluta og héldu henni allt til loka, en hálfleikstölur voru 45-32. Lykill- inn að sigrinum hlýtur að hafa verið vörn Njarðvíkinga sem var óhemju þétt allan leikinn og hélt skotnýtingu KR-inga í 30%. Þó má ekki gleyma þætti Egils Jón- assonar. Þessi ungi leikmaður átti kvöldið þar sem hann skoraði fjölda stiga og lék vel í vörninni þar sem hann verði 7 skot KR- inga. Egill, sem er 214 sm á hæð, er einungis 19 ára og virðist vera gríðarlegt efni. Friðrik Ragnars- son var himinlifandi með Egil og sagði að frammistaða hans hafi skipt sköpum í leiknum. Aðrir leikmenn stóðu sig einnig vel, t.d. Brenton og Brandon auk þess sem Friðrik og Páll áttu góðan leik undir körfunni. Að leik loknum var Friðrik þjálf- ari ánægður með sína menn. „Þetta var flottur leikur! Við höfðum alltaf stjórn á leiknum og sigurinn var aldrei í hættu. Vörn- in gekk alveg upp og var sérstak- lega þétt undir þar sem Frikki, Palli og Egill voru.” Stigahæstir Njarðvíkinga voru Brandon Woudstra (19 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar), Egill Jónasson (18 stig, 9 fráköst og 7 varin skot) og Brenton (17 stig). Friðrik Stefánsson var eins og kóngur í ríki sínu í teignum og tók 18 fráköst. Ingvaldur Magni Hafsteinsson skoraði 20 stig fyrir KR og var þeirra besti maður. GRINDAVÍK-ÍR Grindvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum með því að leggja ÍR-inga örugglega að velli á heimavelli sínum. Lokatölur voru 109-92 eftir að heimamenn höfðu leitt allan leikinn, en ÍR vann fyrri leikinn með þriggja stiga mun. Daniel Trammel átti geysilega góðan leik þar sem hann skoraði 26 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Hann leiddi sitt lið í þessum tölfræðiþáttum en einnig í villum þar sem hann spilaði einungis í 26 mínútur áður en hann fékk sína fimmtu villu og varð að fara af velli. Darrel Lewis kom hon- um næstur með 23 stig og Páll Axel Vilbergsson skoraði 20. Stigahæstur ÍR-inga Var Reggie Jessie sem átti sannkallaðan stór- leik og skoraði 44 stig, en Ólafur Sigurðsson skoraði 17 stig. Í undanúrslitunum mætast Kefla- vík og Tindastóll annars vegar og hins vegar Njarðvík og Grinda- vík. Leikirnir fara fram föstudag- inn 21. nóvember. Keflavík lagði OvarenseAerosoles að velli meðglans í leik liðanna í Evr- ópukeppni bikarhafa í síðustu viku. Lokatölur leiksins voru 113-99. Keflavík hafði forystu allan leikinn og misstu aldrei einbeitinguna. Þeir leiddu í hálfleik með 10 stigum, 52-42, eftir að Ovarense höfðu leikið afar slakan sóknarleik það sem af var leiks en Keflvíkingar höfðu þvert á móti leikið frá- bæra sókn. Boltinn gekk vel á milli manna og Gunnar Ein- arsson, Falur Harðarson og Magnús Gunnarsson voru iðn- ir við að setja þriggja stiga körfur. Í seinni hálfleik var boðið upp á meira af því sama nema Ovarense voru farnir að leita mikið eftir Michael Wil- son undir körfunni og réðu Keflvíkingar lítið við hann á köflum en brutu mikið á hon- um sem skilaði sér ágætlega vegna þess að hann var án efa versta vítaskyttan í húsinu þetta kvöld. Þegar upp var staðið hafði Wilson hitt úr 2 af 14 vítum sínum! Hann virkaði líka úr formi og vel yfir kjör- þyngd og væri erfitt að hugsa sér Michael Wilson í dag sem sama mann og gat stokkið upp jafnfætis frá vítalínunni og troðið. Hann virtist varla geta stokkið yfir vítalínuna sjálfa, svo þungur var hann á sér. En það má með sanni segja að Keflavíkurliðið hafi verið frá- bærir fulltrúar íslensks körfuknattleiks á miðvikudags- kvöld og er vonandi að liðið nái að fylgja þessari góðu frammi- stöðu eftir. Stemmningin var raf- mögnuð í húsinu og stuðnings- menn Keflavíkur fjölmenntu og létu aldeilis heyra vel í sér. Guð- jón Skúlason var að vonum hæstánægður með úrslitin. „Þetta var meiriháttar! Það gekk allt eins og við höfðum ætlað okkur, jafnvel betur. Liðið sýndi mikinn karakter og leikgleði í kvöld.” Hann bætti því við að hans menn virtust alltaf hafa svör við öllum útspilum frá Portúgölunum, sér- staklega í sókninni þar sem Kefl- víkingar hittu úr 29 af 43 tveggja stiga skotum og 13 af 29 þriggja stiga skotum. Gunnar Einarsson, sem átti góð- an leik gegn Ovarense jafnt í vörn og sókn, sagðist hafa átt von á mótherjunum sterkari og kraftmeiri, þar sem að á pappír- unum eru þeir með talsvert stær- ra og sterkara lið. „Þetta er bara eins og Falur sagði í dag... Stærð- in skiptir ekki máli!” sagði Gunnar. Stigahæstir Keflvíkinga voru Nick Bradford, sem skoraði 30 stig og tók 13 fráköst, Derrick Allen, sem skoraði 26, Gunnar Einarsson með 21 og Magnús Þór Gunnarsson sem skoraði 19 stig. „Troðslugoðsögnin” Mich- ael Wilson var atkvæðamestur gestanna og skoraði 30 stig og tók 15 fráköst. Morales skoraði 21 stig og Jaime 20. Næsti leikur Keflavíkur í keppn- inni er á móti Toulon og fer fram á heimavelli þeirra í Frakklandi í kvöld. Fyrirfram var talið að Toulon væri sterkasta lið riðilsins en öllum að óvörum töpuðu þeir fyrir CAB Madeira. Að vísu vantaði tvo lykilmenn í lið Tou- lon í þeim leik, en útlit er fyrir að riðillinn verði meira spennandi en fyrst var talið. Ólíklegt er að margir stuðningsmenn Keflavík- ur sjái sér fært að mæta á völlinn í Frakklandi en næstu heimaleik- ir liðsins í Evrópukeppninni eru 26. nóvember gegn CAB Madeira og 10. desember gegn Toulon. GRINDAVÍK-ÍR Grindavíkurstúlkur sigruðu ÍR 74-48 á heimavelli sínum á fimmtudaginn. Mikill munur var að sjá til Grindavíkurstúlkna í leiknum miðað við síðustu leiki þar sem ekkert hefur gengið upp hjá þeim. Þær mættu til leiks stað- ráðnar í því að tryggja sér sæti í næstu umferð og byrjuðu með látum. Þær náðu 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta og héldu henni til loka. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum ánægður með sínar stúlkur þar sem sóknin fór loks að ganga upp hjá þeim og skotin að detta ofan í körfuna. „Þetta var bara eins og síðasti leikur, nema að í þetta sinn nýttum við skotin sem við fengum. Vörnin var góð og við pressuðum stíft og keyrðum upp hraðann. Þannig getum við náð mestu út leiknum og það gekk upp.” Hann vonaði að liðið væri loks komið á beinu brautina og var hæstánægður með að vera kominn í undanúrslitin. Stigahæstar Grindavíkur voru Petrúnella (19 stig), Sólveig (18 stig) og Jovana (14 stig) NJARÐVÍK-ÍS Njarðvík vann ÍS á heimavelli sínum 61-50, en féll þó úr keppni vegna 24 stiga taps í fyrri leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvík sýndi góða baráttu og seig fram úr í lokin. Auður Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkur var ánægð með leik- inn þrátt fyrir að þátttöku þeirra væri lokið í Hópbílabikarnum. „Þetta var góður leikur, við mætt- um tilbúnar til leiks og ef við mætum með sama hugarfari í næsta leik mun okkur ganga vel.” Auður var stigahæst heimaliðsins með 18 stig en Andrea Gaines skoraði 17 og tók 12 fráköst. Undanúrslit kvenna fara fram þann 29. nóvember, en þar munu KR og Grindavík mætast í öðr- um leiknum og Keflavík og ÍS í hinum. Njarðvík og Grindavík mætast í undanúrslitum - og Keflavík fær Stólana í heimsókn. Leikið 21. nóvember. Meiriháttar! VF 46. tbl. 2003 #3 12.11.2003 15:47 Page 26

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.