Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Side 4

Víkurfréttir - 27.11.2003, Side 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ J Ó L A S V E I F L A N Í K E F L A V Í K U R K I R K J U stuttar f r é t t i r Fyrirkomulag sorphirðu og eyðingu úrgangs frá rekstraraðilum (fyrirtæki/opinberar stofnanir) á Suðurnesjum mun breytast frá áramótum 2003/2004 vegna tilkomu nýrra laga og reglugerðar um meðhöndlun úrgangs. Í þeim er kveðið á um að Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. beri skylda til að innheimta raunkostnað vegna förgunar úrgangs. Jafnframt skal rekstraraðili sjá til þess að nægilega mörg sorpílát fylgi rekstrinum, hann ber ábyrgð á hirðu og flutning úrgangs sem til fellur í starfsem- inni og ber allan kostnað vegna meðhöndlunar hans. Sorphirðu, flutningi og eyðingu úrgangs frá rekstr- araðilum á Suðurnesjum á vegum Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja sf. í núverandi mynd verður því hætt frá og með 1. janúar 2004, en sorphirða frá heimilum mun áfram verða á höndum fyrirtækisins. Rekstraraðilum er bent á að leita til þjónustufyrir- tækja vegna ofangreindra þátta frá 1. janúar 2004. Rekstraraðilar skulu jafnframt ekki að greiða sorp- hirðugjöld frá þeim tíma. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. mun áfram sjá um eyðingu rekstrarúrgangs frá rekstraraðilum sem þess óska samkvæmt nýrri gjaldskrá sem verður kynnt von bráðar. Eldur í raðhúsi í Höfnum E ldur kom upp í for-dyri raðhúss viðDjúpavog í Höfnum snemma á mánudagsmorg- un. Tilkynnt var um eldinn til Neyðarlínunnar kl. 06:08 og var slökkvilið Bruna- varna Suðurnesja og lög- reglan í Keflavík send á staðinn. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðs- stjóra BS, er grunur um íkveikju. Hins vegar er ekki ljóst hvort íkveikjan er af mannavöldum eða svoköll- uð sjálfsíkveikja. Ein kona var í húsinu og til- kynnti hún um eldinn til Neyðarlínunnar. Hún yfirgaf húsið um svaladyr. Einnig var íbúum annarrar íbúðar í hús- inu gert að yfirgefa húsið til öryggis, en eldurinn var kom- inn í þak fordyris. Sigmundur Eyþórsson sagði í samtali við Víkurfréttir að litlu hefði munað að illa færi. Þannig voru rúður í þvotta- húsi og anddyri sprungnar og sekúnduspursmál að eldurinn hafi náð inn í húsið. Útkallið til Neyðarlínunnar barst kl. 06:08:39. Slökkvilið fékk út- kall kl. 06:09:42 og slökkvi- bíll fór út úr húsi kl. 06:12:14. Hann var kominn á vettvang í Höfnum 13 mínútum síðar. Sigmundur sagði að vegurinn út í Hafnir hafi verið háll. Fyrir helgi var greint frá hug- myndum um nýja slökkvistöð í Reykjanesbæ, sem yrði stað- sett ofarlega á Nikkelsvæðinu. Stöð á nýjum stað hefði stytt viðbragðstímann um 1-2 mín- útur. Í þessu tilviki skall hurð nærri hælum og viðbragðið gott hjá slökkviliðinu. Þegar fjallað var um áhrifkeflvískra tónlistar-manna á íslenska tónlist 19. okt. sl. þá fannst mér ástæða til að nefna hljómsveit- ina HLJÓMA, án þess að ég væri með því að halla á aðra frábæra tónlistarmenn, sem rekja ættir sínar til Keflavíkur, t.d. Magnús Kjartansson, sem samdi verðlaunalag Ljósanæt- ur í haust um Ljóssins engla og er sungið af Rut Reginalds. Valgeir Guðjónsson, hljómlistar- maður, tónskáld og textahöfund- ur, sem á keflvíska ömmu og því 1/4 Keflvíkingur, að eigin sögn, gaf mér skýringu á því hvers vegna hljómsveitin Hljómar hefði náð svo skjótum vinsæld- um fyrir fjörutíu árum. Þeir áttu þess kost að hlusta á útvarpsstöð- ina á Keflavíkurflugvelli og til- einka sér nýjungar í tónlist. Þeir fengu sína þjálfun hér suður með sjó og þegar þeir komu á höfuð- borgarsvæðið þá slógu þeir í gegn. Eins og ykkur er kunnugt koma Hljómar nú aftur, fjörutíu árum eftir fæðingu sveitarinnar, frægð og frama félaganna á öðrum víg- stöðvum, eins og segir í auglýs- ingu, og gera öllum á óvart nýja plötu og án efa þá bestu. Tólf sterk lög, sem bjóða upp á það besta úr smiðju Hljóma, þar sem fara saman fegurstu ballöður, frá- bærar raddsetningar og feitt rokk og þeir eru enn að mati aðdá- enda, - langflottastir. Lítið dæmi um áhrif keflvískra tónlistarmanna á íslenska tónlist. Mér finnst sérstök ástæða til þess að þakka þeim fyrir hve jákvæð áhrif tónlist þeirra hefur haft á uppvaxandi kynslóð. Og með góðri endurkomu sinni nú eyða þeir öllum aldursfordómum. Kirkegård sagði eitt sinn að tón- arnir næðu þangað sem sólar- geislarnir berast ekki. Það sýnir okkur mikilvægi tónlistarinnar, hvort sem hún er dægurtónlist, klassísk eða af þjóðlegum toga. Það er engin þörf á að færa sönn- ur á að tengsl séu milli tónlistar og kirkju eða tónlistar og trúar. Það liggur í augum uppi allt frá fyrstu öldum kristninnar og fram á þennan dag. Gunnar Þórðarson hefur t.d. samið tónlist um Heilaga messu og sorgina, að mig minnir eftir snjófljóðin á Vestfjörðum. Rúnar Júlíusson samdi eitt sinn, texta um Krist, “Hann fór um fjöll”, við Píla- grímakórinn, sem var afar vin- sælt, en bannað á sínum tíma. Í dag dytti engum í hug að banna það lag. Hljómsveitin HLJÓM- AR leikur í Keflavíkurkirkju 30. nóv. og 7. des. n.k. fyrsta og ann- an sunnudag í jólaföstu kl. 20:30. Þeir koma fram ásamt Kór og Barnakór Keflavíkurkirkju sem syngja undir stjórn Hákonar Leifssonar, organista og kórstjóra kirkjunnar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Jólasveifl- unni verður endurvarpað yfir í Kirkjulund í bæði skiptin. Ólafur Oddur Jónsson „Hljómar á heimavelli” í Keflavíkurkirkju Sorpeyðingarstöð Suður-nesja hefur óskað eftirtilboðum í sorphirðu frá öllum íbúum Gerðahrepps, Grindavíkurbæjar, Reykjanes- bæjar, Sandgerðisbæjar og Vatnsleysustrandarhrepps næstu 5 árin, frá og með 1. febrúar 2004. Í útboðsauglýsingu í Víkurfrétt- um í síðustu viku er óskað eftir tilboðum í sorphirðu á 10 daga fresti. Í dag er sorp tekið frá heimahúsum vikulega. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða í verkið geta m.a. fengið útboðsgögn á skrifstofu Sorpeyðingarstöðvar- innar á Fitjum. Tilboð í sorphirðu á Suðurnesjum skulu merkt: Sorphirða á Suðurnesjum og skulu berast Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Fitjum, Njarðvík eigi síðar en kl. 11.00 mánudag- inn 22. desember 2003. Óska eftir sorphirðu á tíu daga fresti Sorpeyðingarstöðin hættir að taka fyrirtækjasorp án endurgjalds Ómar Jónsson og fjöl-skylda hafa keypt bens-ínstöð Orkunnar að Fitjum í Njarðvík. Ómar er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur, en hann var verslunar- stjóri Samkaupa í Grindavík um árabil, auk þess sem hann situr í bæjarstjórn Grindavík- ur. Hjá Ómari að Fitjum er bensín- stöð Orkunnar og segir Ómar að spennandi tímar séu framundan í bensínsölu á Íslandi. „Sam- keppnin á eftir að harðna á bens- ínmarkaðnum, en Orkan hefur gefið sig út fyrir að bjóða ávallt lægsta bensínverðið. Það þýðir einfaldlega að lækki einhver verðið, þá munum við lækka verðið hjá okkur,” segir Ómar og ljóst er að samkeppnin verður hörð á markaðnum. Í versluninni að Fitjum er boðið upp á allar helstu þjónustuvörur fyrir bifreiðar og segir Ómar að áhersla sé lögð á góða þjónustu við viðskiptavini. „Ég skipti um rúðuþurrkur, perur, olíur og fleira ef viðskiptavinir óska þess. Við bjóðum upp á breitt vöruúrval.” Ómar gefur bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ góða einkunn fyrir fegrun umhverfisins að Fitjum. „Fitjasvæðið hefur verið tekið gjörsamlega í gegn og finn ég fyrir mikilli ánægju með fram- kvæmdirnar. Hér hefur uppbygg- ing verið mikil, bæði í iðnaðar- hverfinu og íbúðarhverfum begg- ja vegna en svæðið á mikla fram- tíð fyrir sér. Grænáshverf ið byggist hratt upp og Njarðvík- urnar. Svæðið liggur einnig mjög vel við flugvellinum,” segir Ómar og bætir við. „Það er tven- nt sem við lofum Suðurnesja- mönnum. Keilir verður alltaf á sama stað og Orkan mun alltaf bjóða lægsta bensínverðið á svæðinu.” Nýir rekstraraðilar að bensínstöðinni á Fitjum VF 48. tbl. 2003 hbb 26.11.2003 14:30 Page 4

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.