Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 8
JÓN GUNNARSSON alþingismaður fær hrós árs-
ins frá Kallinum fyrir að hafa tekið málefni um nið-
urskurð Varnarliðsins upp á Alþingi á dögunum. Jón
er eini þingmaðurinn sem sagt hefur orð um upp-
sagnirnar á Alþingi. Kallinn
horfði á umræðurnar í sjón-
varpi og Kallinum fannst
gaman að sjá Jón æsa utan-
ríkisráðherra upp vegna
málsins. Jón stóð gallharður
á sínu og krafðist þess að
stjórnvöld hæfu viðræður
við Varnarliðið um hvort
frekari uppsagnir séu boð-
aðar. Jón fær 10 fyrir hörku og framgagna hans í
þessu máli sýnir að þarna fer framtíðar stjórnmála-
maður fyrir Suðurnes. Haltu áfram Jón - að berjast
fyrir Suðurnesjamenn.
FJÖLMARGAR kjaftasögur eru á kreiki innan
Varnarliðsins og á Suðurnesjum og eflaust eru
margar þeirra sannar. Hefði ekki verið betra fyrir
Varnarliðið að leyfa þeim sem sagt var upp störfum
að hætta strax, greiða þeim út uppsagnarfrestinn
þannig að starfsfólkið geti fundið sér aðra vinnu?
Þeir starfsmenn sem sagt var upp þurfa nú að mæta
til vinnu á hverjum morgni, vitandi það að þeir séu
að hætta eftir stuttan tíma. Að mati Kallsins eru það
strategísk mistök hjá Varnarliðinu að láta fólkið
vinna út uppsagnartímann. Starfsmannastjórinn
hefði betur átt að taka tilboði yfirmannanna.
SAMFYLKINGARMENN í bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar gerðu sig að bjánum á dögunum þegar
þeir fóru að gagnrýna að listaverk sem Árni John-
sen fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn að séu
geymd í geymsluhúsnæði sem Reykjanesbær leigir
af BYKO. Listaverkin á að sýna í DUUS-húsum
eftir áramót og eru í geymslu þarna þangað til.
Hvað gengur bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar til?
Gagnrýna þeir að listaverkin séu þarna, bara af því
að það er Árni Johnsen sem gerði þau?
KALLINN ER fokvondur yfir því hvernig þessir
bæjarfulltrúar hafa komið fram og Kallinn spyr sig
hvort þetta sé gert af mannvonsku. Hvað ef lista-
maðurinn hefði verið í Samfylkingunni, nýbúinn að
sitja af sér fangelsisdóm? Hefðu þessir menn þá
gagnrýnt að listaverkin séu geymd þarna? Eða eru
þeir bara að þessu vegna þess að Árni sat á þingi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
SKAMMIST YKKAR bæjarfulltrúar Samfylking-
ar í Reykjanesbæ. Eyðið tíma bæjarstjórnarfunda í
að ræða stöðu Varnarliðsins í stað þess að moka auri
yfir mann sem hefur tekið út sína refsingu. Kallinn
hefur heyrt í fjölmörgum sem gagnrýna mjög mál-
flutning þessara manna. Og Kallinn segir: skamm -
svona gera menn ekki!
KAFFITÁR er einfaldlega besta kaffi í heimi.
Kallinn er mikill kaffikarl og að hans mati er kaffið
frá Kaffitári himneskt. Kallinn vill bara óska Addý í
Kaffitári og starfsmönnum hennar til hamingju með
nýja húsið og Kallinn vonast til að allir Suðurnesja-
menn kaupi kaffið áfram kaffi frá þessu frábæra
fyrirtæki.
SÆDÝRASAFNIÐ í Sandgerði! Allir að taka
höndum saman og tryggja það! Ætli Sigurður Valur
hafi meldað sig inn við samgöngunefnd? Ekki er
ráð nema í tíma sé tekið!
KALLINN vill að lokum óska eftir sögum frá
starfsmönnum Varnarliðsins sem sagt hefur verið
upp. Kallinn vill leyfa þessu fólki að segja sögu
sína. Kallinum er alveg sama þó bréfin séu nafn-
laus. Netfangið er kallinn@vf.is.
Kveðja, Kallinn
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 421 0004, johannes@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0008, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Kallinn á kassanum stuttar
f r é t t i r
Auglýsingasíminn
421 0000
ÞARFTU AÐ
AUGLÝSA?
Mikill áhugi á
stofnun Vík-
ingafélags í
Reykjanesbæ
Vegna mikillar þátt-töku á stofnfundi Vík-ingafélags í Reykja-
nesbæ sem haldinn var í
október hefur verið ákveðið
að halda annan fund vegna
mikils áhuga.Að sögn Böðv-
ars Gunnarssonar forsvars-
manns félagsins hefur hann
fengið fyrirspurnir um að
slíkur fundur verði haldinn
aftur. „Það mættu mun
fleiri en ég gerði ráð fyrir.
Fólk hefur rætt við mig um
að haldinn verði annar
fundur um stofnun Víkinga-
félags og munum við halda
fund á sunnudaginn kl. 17,”
segir Böðvar, en fundurinn
verður haldinn á veitinga-
staðnum Paddy´s, Hafnar-
götu 38.
Böðvar hefur gengið með þá
hugmynd um tíma að stofna
víkingafélag sem myndi hafa
að markmiði að viðhalda
handverki landnámsmanna.
Svipað félag er til í Hafnar-
firði og heitir Rimmugýgur
og er þekkt fyrir að koma að
Víkingahátíðum þar í bæ og
sýna bardagalist. Annað sam-
bærilegt félag er á Akranesi
og heitir Hringhorni og leggur
áherslur á leiki.
Hugmynd Böðvars að sérein-
kennum víkingafélagsins hér
yrði um handverk. Böðvar
býr sjálfur á Berginu, er Ása-
trúar og hefur unnið við
handverk um nokkra mánaða
skeið þar sem hann smíðar
ýmsa gripi bæði úr tré og
járni. Böðvar er fæddur í
Keflavík en búið annars stað-
ar um tíma er þó alltaf Suð-
urnesjamaður og hér liggja
rætur hans. Hann er barna-
barn Böðvars Pálssonar og
Önnu Magneu Bergmann.
Böðvar bindur vonir við að
íbúar Reykjanesbæjar og aðrir
Suðurnesjamenn sem áhuga
hafa á víkingum og víkinga-
menningu eða hafa stundað
handverk svipað því sem gert
var við landnám eða hefur
sérþekkingu á sögu landnáms
komi á fundinn eða hafi sam-
band við hann í s. 868-8989.
Risarjómaterta í Samkaups-afmæli
Viðskiptavinum Samkaupa var boðið upp á risastóra rjómatertu sl. föstudag í tilefni af 21 árs afmæli verslunarinnar.
Jóhanna Hallgrímsdóttir stóð við afmælistertu Samkaupa í 21. skiptið, en Nanna, eins og hún er kölluð, hefur skorið
tertuna frá því fyrst var haldið upp á afmælið. Þá var börnunum boðið upp á svaladrykk og íspinna í tilefni dagsins.
Næsti fundur hjá
ættfræðigrúskur-
um 1. desember
Frá því í byrjun vetrarhaustið 2000 hafa félag-ar í Ættfræðifélaginu
bús. á Suðurnesjum, komið
saman fyrsta mánudag í hverj-
um mánuði í Bókasafni
Reykjanesbæjar við Hafnar-
götu í Keflavík. Næsti fundur
er ákveðinn mánudaginn 1.
desember nk. kl. 20.00 og síðan
áfram í vetur á sama tíma
fyrsta mánudag í hverjum
mánuði, enda beri hann ekki
upp á helgan dag, eða almenn-
an frídag og verður þá komið
saman næsta mánudag á sama
tíma.
Ef gengur vel eins og undan farið
þá verður síðasti fundur þessa
vetrar mánudag 3. maí. Það skal
tekið fram að þessir fundir eru
fyrir þá sem eru í Ættfræðifélag-
inu og einnig eru aðrir sem
áhuga hafa á ættfræði velkomnir.
Rétt er að geta þess að forstöðu-
maður Bókasafnsins hefur góð-
fúslega leyft að ættfæðigrúskarar
komi saman í Bókasafninu á fyrr
greindum tímum.
Keflavík, 21. nóvember 2003
Einar Ingimundarson
VF 48. tbl. 2003 hbbx 26.11.2003 13:38 Page 8