Víkurfréttir - 27.11.2003, Qupperneq 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
stuttar
f r é t t i r
Tillaga um
lækkun
lóðarleigu
K jartan Már Kjartans-son bæjarfulltrúiFramsóknarflokksins
lagði fram tillögu í bæjar-
ráði þann 6. nóvember sl.
um lækkun lóðarleigu í
Reykjanesbæ. Lóðarleiga í
sveitarfélögum sem Reykja-
nesbær ber sig jafnan sam-
an við er mun lægri.
Á fundi bæjarráðs var bæjar-
ritara falið að setja saman
upplýsingar um lóðarleigu í
bæjarfélaginu og leggja fram
við fjárhagsáætlunargerð.
Hjördís opn-
ar mynd-
listasýningu
H jördís Árnadóttiropnar myndlistasýn-ingu að Hafnargötu
22 í Reykjanesbæ, föstudag-
inn 28. nóvember kl. 17:00.
Sýninguna nefnir hún „Bláa
landið”, en myndefnið sækir
hún í eigin undirmeðvitund
og lýsir þeim hughrifum
sem íslenskt landslag hefur
á hana. Flestar myndanna
eru unnar í akríl á striga.
Sýningin verður opin laug-
ardaginn 29. nóvember frá
kl. 10:00 til 16:00 og sunnu-
daginn 30. nóvember frá kl.
14:00 til 17:00. Nánari opn-
unartími verður auglýstur
síðar.
Vann stór-
felldar
skemmdir á
eigin eigum
E ldsnemma á sunnu-dagsmorgun var lög-regla kvödd að fjöl-
býlishúsi einu hér á Suður-
nesjum en þar hafði íbúi
einnar íbúðarinnar gengið
berserksgang í íbúð sinni og
unnið stórfelldar skemmdir
á eigin eigum. Sá var færður
í fangaklefa og reynt að róa
hann niður en hann var í
miklu andlegu ójafnvægi.
Hvernig finnst ykkur í skólan-
um?
Ástþór: Bara fínt.
Börkur: Bara mjög fínt.
Lovísa: Bara ágætt.
Sara: Bara fínt.
Verðið þið vör við unglinga-
vandamál sem margir tala um
að sé til staðar?
Sara: Ég veit það ekki. Ég pæli
ekkert rosalega mikið í því. Það
er náttúrulega erfitt að vera ung-
lingur og það er fylgst mikið með
manni. Það eru miklar freisting-
ar.
Lovísa: Já, en ég er samt ekkert
viss. Ég horfi ekkert mikið á
þetta þannig, en það er geðveikt
erfitt að vera unglingur.
Börkur: Ég sé ekkert vandamál.
Ástþór: Ég er ekkert voðalega
mikið að pæla í því.
Er erfitt að vera unglingur?
Ástþór: Svona smá.
Börkur: Það er ekkert erfitt og
mér finnst það bara vera fínt. Það
mætti vera miklu lengur.
Lovísa: Já, það er stundum svo-
lítið erfitt. Unglingar eru tilfinn-
inganæmarir heldur en þeir sem
eldri eru og já mér finnst bara
mjög fínt að vera unglingur.
Sara: Ég er eiginlega sammála
Lovísu. Það er rosalega margt
sem unglingar mega ekki gera og
á sama tíma verða þeir hlutir
freistandi og það getur verið
erfitt að standast það hjá sumum.
Í fjölmiðlum hefur verið skrif-
að um slaka útkomu grunn-
skóla á Suðurnesjum í sam-
ræmdum prófum í 4. og 7.
bekk og margir hafa talað um
að þessi umræða sé mjög nei-
kvæð. Spáið þið í þessa hluti?
Sara: Nei, ekki þannig. En mað-
ur kvíðir fyrir prófunum.
Lovísa: Nei, ég pæli voðalega lít-
ið í því.
Börkur: Þegar ég fer í próf geri
ég bara mitt besta og spái ekki í
neitt annað.
Ástþór: Ég geri bara það sem á
að gera.
Um hvað er ungt fólk að hugsa
í dag?
Ástþór: Ég veit það ekki - ég
hugsa ekki voðalega mikið.
Áhugamálin eru tónlist.
Börkur: Fara út um helgar og
gera eitthvað, hlusta á tónlist og
hanga með vinunum.
Lovísa: Bara hlusta á tónlist og
gera það sem er bannað.
Sara: Ég er eiginlega sammála
þeim, en maður er náttúrulega
mikið í skólanum og að læra og
svona. Maður hefur ekkert svo
mikinn tíma í neitt annað.
Notið þið MSN? [innsk. Blm.
MSN er samskiptaforrit þar sem
fólk getur spjallað saman í gegn-
um tölvu á rauntíma.]
Sara: Já, ég er mest að spjalla
við vini og svona í gegnum
MSN.
Lovísa: Já, stundum spjalla ég
við vinina og svona.
Börkur: Kem ekki nálægt þessu.
Ástþór: Bara til að spjalla við
vinina.
Finnst ykkur vera gert nógu
mikið fyrir unglinga í samfé-
laginu?
Ástþór: Já, mér finnst alveg nógu
mikið gert fyrir unglinga.
Börkur: Já, ég held að það sé al-
veg nóg.
Lovísa: Mér finnst vanta lengri
útivistartíma, en það er alveg
ágætt hvað er gert fyrir unglinga
finnst mér.
Sara: Mér finnst ekki alveg nógu
mikið gert fyrir unglinga. Mér
finnst vanta meira fyrir þennan
aldur.
Börkur: Stundum er útivistartím-
inn svona „over protected”.
Allir: Fjörheimar er góður staður
og allt það, en það vantar kannski
eitthvað meira.
Ef að þið fengjuð tækifæri til
að senda ykkar hugmyndir um
hvað hægt væri að gera fyrir
ungt fólk - við hvern mynduð
þið tala og mynduð þið vilja
senda slíkar hugmyndir frá
ykkur?
Sara: Já, en ég veit ekkert við
hvern ég ætti að tala. En það væri
hægt að gera fullt af hlutum.
Lovísa: Ég er sammála Söru. Ég
myndi vilja senda svona hug-
myndir, en ég veit ekkert hvert
ætti að senda þær.
Börkur: Sammála.
Ástþór: Já ég líka.
Finnst ykkur nógu mikið fjall-
að um unglinga í Víkurfrétt-
um?
Sara: Nei, mér finnst of mikið
fjallað um hvað unglingar voru
ölvaðir um helgar og það er mjög
neikvæð umræða. Mér finnst
vanta meira jákvætt.
Lovísa: Já ég er sammála.
Börkur: Mér finnst ekkert vanta,
en mér finnst alltof mikið talað
um Arnar Dór sem var rekinn úr
Idol.
Ástþór: Ég er sammála þeim.
Nú kláruðust jólaprófin á
föstudaginn - hvernig gekk
ykkur?
Ástþór: Bara ágætlega.
Börkur: Þetta gekk svona ágæt-
lega.
Lovísa: Mér gekk svona allt í
lagi.
Sara: Mér gekk ágætlega en
þetta var svolítið þungt.
Hafið þið ákveðið hvað þið
ætlið að gera eftir grunnskóla?
Ástþór: Ég er að pæla í að fara í
bifvélavirkjun.
Börkur: Ég ætla í Lögregluskól-
ann.
Lovísa: Ég fer í fjölbraut.
Sara: Ég er að hugsa um að fara
á upplýsinga- og fjölmiðlabraut.
Mætti gera meira
fyrir unglinga
Um hvað eru unglingar að hugsa í dag? Hvaða áhugamálhafa þeir? Hvernig finnst þeim í skólanum? Finnst þeimvera nóg í boði í samfélaginu? Þessar spurningar voru lagð-
ar fyrir nokkra hressa unglinga í 9. og 10. bekk í Myllubakka-
skóla, en unglingarnir eru Ástþór Árnason, 15 ára í 10. D, Börkur
Óðinn Bjarnason 14 ára í 9. M, Lovísa Jónsdóttir, 14 ára í 9. ST.
og Sara Björg Pétursdóttir 15 ára í 10.V.
- S E G JA FJ Ó R I R U N G L I N GA R Í MY L L U BA K KA S KÓ L A Í V I Ð TA L I V I Ð V Í KU R F R É T T I R
SA RA :
Mér finnst of mikið fjallað um hvað unglingar
voru ölvaðir um helgar og það er mjög nei-
kvæð umræða. Mér finnst vanta meira jákvætt.
LOV Í SA :
Ég er sammála!
B Ö R KU R :
Mér finnst ekkert vanta,
en mér finnst alltof mikið
talað um Arnar Dór sem
var rekinn úr Idol.
Á ST Þ Ó R :
Ég er sammála þeim!
VF 48. tbl. 2003 hbbx 26.11.2003 13:50 Page 10