Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 27. NÓVEMBER 2003 I 21 Nú í haust stóð foreldrafé-lag Holtaskóla fyrir for-varnarverkefni með elstu nemendum skólans gegn einelti og er verkefnið einnig liður í að brúa bilið milli eldri og yngri deilda skólans. Verk- efnið kallast ÚTLIT og mark- mið þess er: Að efla vitund eldri bekkjardeilda á einelti, að aðstoða eldri nemendur við að vera ábyrgir einstaklingar í skólaumhverfinu og gagnvart yngri nemendum og síðast en ekki síst að efla siðferðislega ábyrgð eldri nemenda gagnvart samnemendum. (Ekki bara horfa heldur hjálpa - líta ekki í hina átt- ina). Það gefur auga leið að aðalvett- vangur verksins eru útiveran og frímínúturnar í skólanum. Nem- endur í 10. bekk hafa nú um nokkurt skeið fylgst með yngri nemendum. Þetta hefur gengið mjög vel og hefur komið á sér- stökum tengslum eldri nemenda við þá yngstu í skólanum og eytt óþarfa hræðslu yngri nemenda við þá eldri. Hingað til hafa þeir nemendur sem eru í gæslu á hverjum tíma klæðst litríkum vestum en nú hafa þau fengið úlpur að gjöf. Regnbogabörn gefa úlpur. Miðvikudaginn 19. nóvember af- henti Freyja Friðbjarnardóttir framkvændastjóri Regnboga- barna nemendum 10. bekkjar úlpur sem notaðar verða. Fulltrú- ar frá foreldrafélaginu í Holta- skóla FFH voru viðstaddir af- hendinguna. Freyja lýsti yfir mikilli ánægju samtakanna með þetta framtak í Holtaskóla og í janúar munu samtökin Regn- bogabörn bjóða nemendunum á kvöldvöku í húsnæði samtak- anna í Hafnarfirði. Stjórn for- eldrafélagsins þakkaði nemend- um fyrir það frábæra starf sem þau eru nú að inna af hendi og hvatti þau til dáða. Stjórnin mun strax eftir áramót setjast niður með hópnum og fara yfir stöð- una og ræða hvað betur megi fara í útiverunni við skólann. Hér er um einstakt framtak að ræða sem er liður í að vinna gegn ein- elti og bæta líðan barna í skólum. Helga Margrét ÍHeiðarskóla er lögð áherslaá listir og skapandi starf,íþróttir og hollar lífsvenjur. Þar eru nemendur einnig þjálfað- ir í sjálfstæðum vinnubrögðum, samvinnu og beitt er jákvæðum aga. List- og verkgreinar skipa þar veglegan sess og á undan- förnum árum hafa ömmur og afar t.d. verið velkomin í sérstak- ar kennslustundir í saumi og smíðum. Fastur liður í skólastarf inu í Heiðarskóla í ár eru svokallaðar Menningarstundir sem felast í því að nemendur koma saman á sal skólans og sýna ýmis menn- ingarlega tengd atriði fyrir sam- nemendur sína. Í síðasta mánuði voru það nem- endur í oddatölubekkjunum sem sýndu skólafélögum sínum atriði sín og í nóvember munu svo hlutverkin snúast við. Ýmislegt skemmtilegt kemur fram á Menningarstundunum eins og leikrit, stuttmyndasýningar, söng- ur, dans og upplestur. Á Menn- ingarstundunum fer fram sam- þætting ýmissa námsgreina og börnin læra að koma fram og flytja það sem þau hafa unnið. Sigurbjörg Róbertsdóttir, deildar- stjóri á unglingastigi, segir að upphafið að þessum menningar- stundum hafi verið að nokkrir bekkir haf i verið með svona stundir innan bekkjanna síðast- liðin ár. Á þessu skólaári var ákveðið að útfæra hugmyndina frekar og voru starfsmenn og nemendur skólans mjög ánægðir með hvernig til tókst í október og hlakka til næstu Menningar- stundar sem verður síðustu vik- una í nóvember. MENNINGARSTUNDIR Í HEIÐARSKÓLA Forvarnarverkefnið Útlit Fyrsta jólasýning Púlsinsævintýrahúss í Sand-gerði verður næstkom- andi laugardag 29. nóvember klukkan 13:00 í Samkomuhús- inu í Sandgerði. Á sýningunni koma allir leiklistarhópar Púlsins fram, 35 börn á aldrin- um 6-15 ára með frumsamin leikrit. Jólasýning Púlsins á laugardag VF 48. tbl. 2003 hbb 26.11.2003 14:56 Page 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.