Víkurfréttir - 11.12.2003, Síða 2
➤ S O R P E Y Ð I N G A R S T Ö Ð S U Ð U R N E S J A
Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum!
Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 46-47 í Víkurfréttum í dag
Fasteignasalan Ásberg,
sími 421 1420
Brekkustígur 33a, Njarðvík.
Góð 2ja herb. 58m2 íbúð á
2. hæð í fjölbýli. Húsið var tekið
í gegn að utan í sumar og málað.
6.400.000.-
Eignamiðlun Suðurnesja
Sími 421 1700
Greniteigur 24, Keflavík.
Mjög gott 135m2 raðhús ásamt 36m2
bílskúr. Parket á gólfum, sólpallur,
heitur pottur o.fl.
Rúmgóð eign. 14.500.000.-
Fasteignasala G.Ó.
sími 421 8111
Suðurgata 17-19, Sandgerði.
Mjög góð og falleg 77m2 íbúð á
jarðhæð í Miðhúsum fyrir 60 ára
og eldri, í húsinu er mötuneyti og
félagsstarf aldraða. Laus strax.
8.300.000,-
Fasteignasalan Stuðlaberg
sími 420 4000
Kópubraut 7, Njarðvík.
Um 156m2 einbýli ásamt 39m2 bíl-
skúr. Rúmgott og vel skipulagt hús
í rólegu umhverfi. Fjögur svefn-
herb., forhitari á miðstöð.
18.800.000.-
stuttar
f r é t t i r
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Saltfiskþjófar
í Grindavík
L ögreglunni í Keflavíkvar fyrir helgi til-kynnt um tvo menn
sem voru að bera saltfisk í
pokum út úr fyrirtækinu
Stakkavík í Grindavík.
Starfsmaður kom að mönn-
unum þar sem þeir voru
með poka í höndunum á
leið út í bifreið sína. Þegar
mennirnir urðu varir við
starfsmanninn hlupu þeir
út í myrkrið og skildu bif-
reið sína eftir, en í henni
mátti sjá fleiri poka af salt-
fiski. Lögreglan í Keflavík
lagði hald á bifreiðina.
Óskað eftir
umræðu um
málefni ör-
yrkja í bæjar-
stjórn
Ó skað var eftir sér-stakri umræðu ummálefni öryrkja og
þeirra sem verst eru settir í
Reykjanesbæ á næsta fundi
bæjarstjórnar Reykjanes-
bæjar, en Sveindís Valdi-
marsdóttir bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar og full-
trúi í félagsmálaráði
Reykjanesbæjar óskaði eft-
ir umræðunni. Í greinar-
gerð með bókuninni segir
að ástæðan fyrir beiðninni
sé sú óvissa sem fjölmargir
standi frammi fyrir á jóla-
föstunni um stöðu sína á
húsnæðismarkaði vegna
breytinga á félagslegu hús-
næðiskerfi Reykjanesbæjar.
N ý gjaldskrá fyrir Sorp-eyðingarstöð Suður-nesja tekur gildi þann 1.
janúar 2004, en um áramótin
verða breytingar á fyrirkomu-
lagi sorphirðu og eyðingu úr-
gangs frá rekstraraðilum á
Suðurnesjum. Breytingarnar
felast í því að Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja mun hætta sorp-
hirðu og eyðingu úrgangs frá
rekstraraðilum. Í fréttatilkynn-
ingu á heimasíðu Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum
kemur fram að frá 1. janúar
þurfi rekstraraðilar að sjá um
og bera allan kostnað af sorp-
hirðu, flutning úrgangs og eyð-
ingu hans á viðurkenndum
eyðingarstað. Jafnframt er
þeim bent á að leita til þjón-
ustufyrirtækja með ílát undir
rekstrarúrganginn. Rekstrar-
aðilar skulu jafnframt ekki
greiða sorphirðugjöld frá og
með 1. janúar 2004. Í tilkynn-
ingunni kemur einnig fram að
sorphirða frá heimilum verði
áfram í höndum Sorpeyðingar-
stöðvarinnar og að stöðin muni
einnig sjá um eyðingu rekstr-
arúrgangs frá rekstraraðilum
sem þess óska samkvæmt
gjaldskrá.
Á bæjarstjórnarfundi í síðustu
viku gagnrýndi Kjartan Már
Kjartansson bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins harðlega að
gjaldskrá Sorpeyðingarstöðvar-
innar væri ekki tilbúin. Taldi
Kjartan það vera ótækt þar sem
fyrirtæki eru þessa dagana að
gera fjárhagsáætlanir fyrir næsta
ár. „Þar sem fyrirtæki þurfa nú að
greiða fullt gjald fyrir sorphirðu
þurfa þau að vita hvert gjaldið
verður fyrir áætlanir næsta árs.
Ný gjaldskrá á að taka gildi þann
1. janúar nk. og mér finnst það
ótækt að gjaldskráin sé ekki til-
búin tæpum mánuði áður en hún
á að taka gildi,” sagði Kjartan
m.a. um málið á bæjarstjórnar-
fundinum.
Guðjón Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Sorpeyðingar-
stöðvar Suðurnesja segist sam-
mála þeirri gagnrýni sem kemur
fram um að gjaldskráin sé helst
til seint á ferðinni. „Við höfum
verið að fara í gegnum lög og
reglugerðir sem hafa flækt málin
verulega í vinnunni við nýja
gjaldskrá,” sagði Guðjón í sam-
tali við Víkurfréttir, en hann býst
við að ný gjaldskrá líti dagsins
ljós innan skamms.„Það er stjórn
stöðvarinnar sem tekur ákvörðun
um nýju gjaldskrána og ef drögin
sem við leggjum fram á morgun
verða samþykkt, þá getum við
hafist handa við að kynna gjald-
skrána.”
Ný gjaldskrá sorphirðu fyrir-
tækja tekur gildi um áramót
Kalka, nýja sorpeyðingarstöðin.
„Við leigðum hann í sumar, keyptum hann síðan og létum lengja hann um tvo
metra,“ sagði Lárus Ólafsson þegar hann var að dytta að bát sínum Baddý GK
277 við bryggjuna í Sandgerði á dögunum. Lárus á bátinn ásamt Halldóri Pét-
urssyni og fóru þeir í fyrsta róðurinn á bátnum eftir lengingu fyrir um hálfum
mánuði, en þeir verða á línu. „Hann kom vel út í prufukeyrslunni. Gekk 25 míl-
ur í skítakalda,“ sagði Lárus en það var fyrirtækið Plastverk í Sandgerði sem sá
um lengingu bátsins.
Breyttur bátur í Sandgerði
Lögreglan í Keflavíkfór í sérstakar eftir-litsferðir um Reykja-
nesfólkvang og um Eld-
varparsvæðið um helgina
en nokkuð hefur borið á því
að undanförnu að tilkynnt
hafi verið um rjúpnaveiði-
menn á svæðum þessum en
sem kunnugt er nýtur sá
fugl sérstakrar friðunar.
Skemmst er frá því að segja
að lögreglumenn urðu ekki
varir við veiðimenn á svæð-
um þessum.
Lögreglan leitar að
ólöglegum rjúpna-
veiðimönnum
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 14:57 Page 2