Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Síða 12

Víkurfréttir - 11.12.2003, Síða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Jólatónleikar Samkórs Kópa- vogs í Njarðvík- urkirkju 13. desember Samkór Kópavogs held-ur tónleika í Njarðvík-urkirkju laugardaginn 13. desember kl. 16:00.Að- alefni tónleikanna er Sjá himins opnast hlið, verk fyr- ir blandaðan kór, orgel(pí- anó), þverflautu, óbó, lág- fiðlu og selló eftir stjórn- anda Samkórs Kópavogs Julian Michael Hewlett við texta sr. Björns Halldórsson- ar. Kórinn hefur ekki flutt þetta verk áður.Auk þess verða flutt jólalög bæði á ís- lensku og ensku. Undirleikari á tónleikunum er Jónas Sen, auk þess leikur Guðrún Birgisdóttir á flautu, Eydís Fransdóttir á óbó, Arn- þór Jónsson á selló og Ásdís Runólfsdóttir á lágfiðlu. Um þessar mundir eru 50 ár frástofnun Krabbameinsfélags Kefla-víkur og nágrennis.Tildrögin að stofnun félagsins voru þau að á sérstökum hátíðarfundi í tilefni 400. fundar Rotaryklúbbs Keflavíkur bar Alfreð Gísla- son þáverandi bæjarfógeti upp þá tillögu að Rotaryklúbburinn beitti sér fyrir stofn- un Krabbameinsfélags í Keflavík.Tillögu Alfreðs var vel tekið og var hún samþykkt samhljóða. Þá þegar var skipuð undirbún- ingsnefnd sem í áttu sæti auk Alfreðs þeir Karl G. Magnússon héraðslæknir og Björn Jónsson sóknarprestur.Til stofn- fundar var síðan boðað sunnudaginn 15. nóvember 1953. Samkv. fundargerðum frá stofnfundi kvaddi Karl G. Magnússon hér- aðslæknir sér hljóðs og ræddi m.a. nauð- syn krabbameinsvarna og baráttuna við þennan hræðilega vágest. Hann vék síðan að því að margt væri ógert á þessu sviði í landi okkar og fjármagn væri af skornum skammti til tækjakaupa og byggingar sjúkrarýmis sem gæti sinnt krabbameins- lækningum. Félagið fékk nafnið Krabba- meinsvörn Keflavíkur og nágrennis en nafninu var síðar breytt í Krabbameinsfé- lag Suðurnesja. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð eftirtöldum aðilum: Formaður Karl G. Magnússon héraðslæknir Varaformaður Alfreið Gíslason bæjarfógeti Ritari Björn Jónsson sóknarprestur Gjaldkeri Egill Þorfinnsson skipasmiður Vararitari Kalvel Ögmundsson útgerðar- maður Meðstjórnendur Friðrik Þorsteinsson skriftofustjóri og Þorgrímur St. Eyjólfsson forstjóri. Fræðsla helsta verkefnið Í þessi 50 ár frá stofnun félagsins hefur stjórn hvers tíma unnið að sömu markmiðum og upphaflega var lagt upp með. Sem eru m.a. þau að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini, með fræðslu til almennings, með kaupum á tækjum fyrir sjúkrahús og síð- ast en ekki síst styðja krabbameinssjúklinga í baráttu sinni. Nú síðustu ár hefur Krabbameinsfélagið lagt áherslu á forvarnarstarf með því að veita fræðslu um skaðsemi reykinga í grunnskólum á Suðurnesjum. Þessu hlutverki hefur fræðslufulltrúi félagsins sinnt sem er eitt stærsta verkefni sem félagið hefur ráðist í á síðari árum í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands. Um þessar mundir mun ungt fólk ganga í hús á Suðurnesjum og bjóða merki félagsins til sölu, allur ágóði af sölunni verður nýttur til að sinna baráttumálum félagsins, sem eru fjölmörg og afar býn. Vill Krabbameinsfélag Suðurnesja biðja Suð- urnesjamenn að taka vel á móti unga fólkinu og styðja með því móti við starf félagsins. stuttar f r é t t i r Krabbameinsfélag Suðurnesja 50 ára ➤ F É L A G S M Á L Hávaðasöm ung- menni með bjór og landabrugg Skömmu fyrir kl. 21 álaugardagskvöld varkvartað til lögreglu vegna há- vaða í ung- lingum utan dyra við Hring- braut í Keflavík. Lögreglan fór á stað- inn, þar var um að ræða 10 unglinga á aldrinum 14-16 ára. Þeir voru með bjór og „landabrugg“ sem var tekið í vörslu lögreglu. Þrír þeirra voru undir áhrifum áfengis. Haft var samband við for- eldra þeirra og barnavernd- arfulltrúa gert viðvart. Í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Suðurnesja ákvað stjórn félagsins að færa Hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði svo og heimahjúkrununni við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja gjafir. Eru þessar myndir teknar á Garðvangi við það tækifæri. Öryrkjar og ellilífeirisþegar! Vantar ykkur aðstoð við jólaskreytingarnar? Erum nokkrir vaskir drengir í jólaskapi sem viljum aðstoða við að skreyta á erfiðum stöðum svo sem gemsum, fánastöngum, þökum, o.s.frv., ykkur að kostnaðarlausu. Tökum á móti beiðnum á milli kl: 17:00 og 19:00 á fimmtudag og föstudag, í síma 421 8444. Ví ku rfr ét ta m yn d: H ilm ar B ra gi B ár ða rs on Að se nd ljó sm yn d Að se nd ljó sm yn d Eins og kemur fram í greininni þá er Krabbameinsfélag Suðurnesja stofnað af Rótary félögum og á annari myndinni er heiðursfélagi í Rótaryklúbb Keflvíkur Karvel Ögmundsson en hann var viðstaddur þegar gjöfin var afhent. VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 12:32 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.