Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
A lur, álvinnsla hf. varformlega opnuð fyrirhelgi í Helguvík að við-
stöddu fjölmenni. Í fréttatil-
kynningu frá fyrirtækinu kem-
ur fram að í verksmiðjunni sé
ál endurunnið úr álgjalli og ál-
ríkum efnum er falla til hjá ál-
verum Alcan í Straumsvík og
Norðuráls á Grundartanga, en
þessi efni voru áður flutt til
endurvinnslu í Evrópu.
Verksmiðjan er búin nýjum vist-
vænum tæknibúnaði sem settur
var upp í húsnæði Síldarvinnsl-
unnar í Helguvík og starfsmenn
Síldarvinnslunnar sjá um dagleg-
an rekstur. Í upphafi er gert ráð
fyrir að unnið verði úr um 6 þús-
und tonnum af álgjalli og brotaáli
á ári og að álframleiðsla verk-
smiðjunnar nemi um 3 þúsund
tonnum af áli á ári. Í upphafi er
einungis hluti af afkastagetu
verksmiðjunnar nýttur og þarf 5
starfsmenn til vinnslunnar. Með
stækkun álveranna eykst magn
hráefna. Þá verður verksmiðjan
keyrð á vöktum allan sólarhring-
inn og mun þá þurfa allt að 15
manna starfslið.
Upphafsmenn Als eru Helgi Þór
Ingason og Þorsteinn I. Sigfús-
son og hópur tengdur þeim ásamt
Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.
Tæknin er þróuð af AGA,
Hertwich Engineering í Austur-
ríki og álframleiðandanum Corus
og er hún af sama tagi og notuð
hefur verið undanfarin sjö ár í
verksmiðju Corus í bænum Voer-
de í Þýskalandi. Að uppsetningu
verksmiðjunnar komu Hertwich
sem framleiddi og stjórnaði upp-
setningu á vélbúnaði, Síldar-
vinnslan hf sem setti búnaðinn
upp og Iðntækni ehf sem annað-
ist hönnun og framkvæmdaeftir-
lit fyrir Al.
Helgi Þór Ingason stjórnarfor-
maður segist vera mjög kátur
með að verksmiðjan sé tekin til
starfa. „Það er mjög þægileg til-
f inning að sjá hugmynd sem
fæddist fyrir 8 árum síðan verða
að veruleika,“ segir Helgi og
hann er ánægður með aðkomu
Reykjanesbæjar að verkefninu.
„Aðkoma Reykjanesbæjar að
verkefninu hefur verið til fyrir-
myndar og forsvarsmenn bæjar-
ins hafa sýnt mikið frumkvæði
og áræði í verkefninu öllu. Að
mínu mati er Helguvíkursvæðið
einstakt svæði þar sem gríðarleg-
ir möguleikar eru á sviði atvinnu-
uppbyggingar.“ Að sögn Helga
er verksmiðjan einungis keyrð á
þriðjungsafköstum um þessar
mundir og segir hann að verið sé
að skoða möguleika á járn-
bræðslu í verksmiðjunni.
➤ V I Ð S K I P T I O G AT V I N N U L Í F Á S U Ð U R N E S J U M
Alur tekur formlega
til starfa í Helguvík
Helgi Þór Ingason stjórnarformaður fyrirtækisins kynnir starfsemina fyrir gestum í Helguvík.
Ví
ku
rfr
ét
ta
m
yn
d:
Jó
ha
nn
es
K
r. K
ris
tjá
ns
so
n
Ví
ku
rfr
ét
ta
m
yn
d:
Jó
ha
nn
es
K
r. K
ris
tjá
ns
so
n
Ví
ku
rfr
ét
ta
m
yn
d:
Jó
ha
nn
es
K
r. K
ris
tjá
ns
so
n
Að ofan: Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ávarpar gesti úr einu steypukerjanna í Helguvík. Hann kynnti
möguleika Helguvíkur sem iðnaðarsvæðis Til hægri: Helgi Þór Ingason stjórnarformaður, Þorsteinn Ingi Sigfússon og
Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri í Helguvík.
VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:37 Page 14