Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Page 30

Víkurfréttir - 11.12.2003, Page 30
Reykjanesbær mun ekkigreiða kostnað vegnageymslu, flutnings eða sýningu á verkum Árna John- sen í Reykjanesbæ, en þetta kemur fram í skriflegu svari Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfulltrúa við fyrir- spurn bæjarfulltrúa Samfylk- ingar og Framsóknarflokks. Svar Valgerðar var lagt fram á bæjarstjórnarfundi í gær- kvöldi, en engar umræður urðu um málið á fundinum. Svar menningarfulltrúa vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúa Sam- fylkingar og Framsóknarflokks: „Það stendur ekki til að bæjar- sjóður borgi leigu vegna geymslu listaverka Árna Johnsen og bæj- arsjóður tekur ekki þátt í kostnaði vegna flutnings verkanna til Reykjanesbæjar. Í október sl. gafst menningarfulltrúa Reykja- nesbæjar sem einnig er for- stöðumaður Listasafnsins kost- ur á að skoða verk Árna Johnsen og tók í framhaldi af því ákvörð- un um að sína verkin í Gryfj- unni í Duushúsum (óinnréttuðum hliðarsal) enda hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hingað til treyst forstöðumanni til að velja þá sýnendur sem hann telur áhugaverða hverju sinni. Til þessa hafa 7 sýningar verið haldnar í sýningarsal Listasafns- ins í Duushúsum og aðrar 7 verið haldnar í öðru húsnæði á vegum Listasafnsins eða með aðstoð Listasafnsins. Listasafn Reykjanesbæjar tók í notkun sýningarsal í Duushúsum í lok síðasta árs og hefur haldið 7 sýningar. Sýningarstefnan í salnum er ákveðin, þar sýna að- eins valdir listamenn, fagmenn sem eru menntaðir í myndlist. Um er að ræða nokkurs konar boðsýningar. Listamenn hafa samband við safnið og síðan er valið úr þeim hópi. Sýnendum býðst eftirfarandi: Flutningur á verkum til og frá sýningarsal, lit- prentaður 36 bls. bæklingur um verkin og listamanninn á ensku og íslensku. Í þetta hafa verið notaðir styrkir frá velunnurum. Í staðinn skilur listamaðurinn eftir verk sem bætist þá við listaverka- eign safnsins. Listasafn Reykjanesbæjar hefur hins vegar einnig styrkt eða stað- ið fyrir öðrum sýningum á öðr- um stöðum, m.a. í óinnréttuðum hliðarsölum í Duushúsum (Bíósalnum, boxkjallaranum, Fischershúsinu, Svarta pakkhús- inu o.fl.). Þar hafa ekki endilega verið á ferðinni fagmenn heldur fólk sem hefur verið að gera áhugaverða hluti, heimafólk og aðrir. Þessu fólki býðst eftirfar- andi: Húsnæði (oft í misjöfnu ástandi) og aðstoð við undirbún- ing sýningar, annað er á ábyrgð og kostnað sýnenda og/eða þeirra styrktaraðila. Árni Johnsen er í þessum hópi.” Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar 30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ L I S TA V E R K Á R N A J O H N S E N Í R E Y K J A N E S B Æ Kostnaður vegna sýningar Árna Johnsen ekki greiddur af Reykjanesbæ stuttar f r é t t i r Dans á rósum Saga konu sem veiktist af MS sjúkdómnum fyrir 40 árum. Ingibjörg Sigfúsdóttirhefur barist við MSsjúkdóminn síðustu fjörtíu ár og í bók sinni, Dans á rósum lýsir hún samskiptum sínum við lækna og íslenskt heilbrigð- iskerfi. Ingibjörg segir einnig frá því hvernig henni tókst á undraverðan hátt að nýta sér þá ógn sem stend- ur af MS sjúkdómi stafar sem tækifæri í lífi sínu. Ingibjörg hefur öll þessi ár leitað að óhefðbundnum leiðum til að halda sjúk- dómnum í skefjum. Ingi- björg fluttist til Keflavíkur þegar hún var 12 ára gömul og bjó á Suðurnesjum í rúm 10 ár. Hún heldur miklu sambandi við Suður- nes, en eiginmaður hennar er ættaður úr Sandgerði. Ingibjörg segir að efni bókar- innar eigi erindi við alla, ekki bara þá sem berjast við MS sjúkdóminn. „Ég hef í gegn- um tíðina prófað mikið af óhefðbundnum lækningum og í bókinni lýsi ég reynslu minni af þeim. Ég bendi fólki á að það séu til fleiri leiðir en í hinu hefðbundna heilbrigð- iskerfi. Ég fjalla líka um mik- ilvægi þess að fólki líði vel andlega, en það er forsenda þess að fólk geti tekist á við erfiðan sjúkdóm og jafnvel lífið sjálft,“ segir Ingibjörg en bók hennar, Dans á rósum er til sölu í Pennanum í Kefla- vík. Einnig er hægt að panta bókina í síma 695-9910 eða senda tölvupóst á netfangið inba@mi.is. Þessi litla prinsessa, Elva Rún Davíðsdóttir er eins árs í dag 11.desember. Kær kveðja frá Mömmu, Pabba, Ömmu og Afa á Birkiteig og Ömmu og Afa á Gónhóli. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Að se nd ljó sm yn d VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:41 Page 30

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.