Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Side 34

Víkurfréttir - 11.12.2003, Side 34
34 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Erótískt kvöld verðurhaldið á skemmtistaðn-um Castró bar í Kefla- vík laugardagskvöldið 13. des- ember nk. Að sögn aðstand- enda kvöldsins koma margir að þessu kvöldi og má þar með- al annars nefna tímaritið Bleikt & Blátt, Beck’s Gold, tískuverslanirnar Mangó og Park ásamt hjálpartækjabúð- inni Erotica og auðvitað Casino Night Club í Keflavík. Klámkóngur Íslands ásamt RNB snillingi sjá um að þeyta skífur og allt það nýjasta í tón- list verður á fóninum. Erótík og nekt er mottó kvöldsins og fáum við til liðs við okkur nektardansmeyjar ásamt ís- lenskum dönsurum úr Reykja- vík, segir einn þeirra sem skipuleggur gleðskapinn. Tískusýningar verða þar sem meðal annars verður sýndur undirfatnaður sem á eftir að vekja athygli. Castró bar tekur u.þ.b. 280 manns í hús en á þetta kvöld í fyrra mættu í fyrra u.þ.b. 340 manns. Margar nýungar eru á þessu ári og má þar nefna t.d. GO-GO dansara sem sýna listir sýnar í æsandi fatnaði í búrum ásamt því sem að hjálpartæki verða gefin á staðnum með þeim hætti að númer á aðgangsmiðum eru dregin upp. Frítt verður inn fyrir konur til kl. 00:30 en að- gangseyrir fyrir herra verður kr. 1000. „Fyrir ykkur sem: elskið að djamma, voruð að klára próf- in og gekk vel, voruð að klára prófin og gekk illa, fóruð ekki í próf, eruð að vinna og langar í frí eða þá að þið séuð fyrir stemn- ingu þá er þetta málið”, segja að- standendur erótíska kvöldsins í samtali við blaðið. verða netagerðarmeistari - kvæntistu inn í fagið? „Já, ætli það ekki bara. En pabbi var sjóari og ég er alinn upp í saltfiskinum suður með sjó. Þannig hef ég alltaf verið tengdur sjávarútveginum en netagerðin er kannski örlítið nýr flötur þar á. Reyndar er þetta ekki mjög væn- leg starfsgrein fyrir gítarleikara. Kennarinn minn í Keflavík fórn- aði höndum þegar ég sagði hon- um að ég væri á leiðinni vestur að fara að vinna við netagerð. Þetta þykir ekki gott fyrir puttana en hefur gengið ágætlega hjá mér. Reyndar er maður bólginn og þrútinn sum kvöld og þá er ekkert æft. Þá verður bara að setja hendurnar í kalt vatn og bíða. Reyndar er ég töluvert fjölþreif- inn í atvinnumálum ef svo má að orði komast. Ég starfa líka hjá Gúmmíbátaþjónustu Vestfjarða og verð að auki að vinna hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar í sumar.” - Netagerðin á kannski ágæt- lega við músíkina sem slíka en verr við fingurna, eða hvað? „Það er eins með netagerðina og fiskvinnsluna að oft er þetta tarnavinna. Og einhvern veginn er það þannig að ég hef aldrei meiri þörf fyrir að spila en þegar ég er þreyttur. Þá er eins og sköp- unargáfan leysist öll úr læðingi. Maður fær einhverja útrás í spila- mennskunni.” Kántrítónlistin lögð í einelti - Nú starfarðu með kántrí- hljómsveit og þetta er kannski viðkvæmt mál. Í gegnum tíðina hefur mörgum þótt kántríið það allra hallærislegasta í tónlist- inni.Verður þú var við þetta? „Já, mér finnst menn alltaf vera að taka kántríið fyrir. Ég vona að Unaðsdalur eigi eftir að leggja sitt af mörkum til að gera kántrí- ið að viðurkenndri tónlist. Auð- vitað er þetta viðurkennd tónlist en allt of margir eru einhverra hluta vegna hálffeimnir við að hlusta á kántrí. En ef menn spá aðeins í það, þá hefur þessi tón- list haft gríðarleg áhrif, til dæmis á rokkið. - Stafar þetta kannski, eins og oft er með fordóma, af þekking- arleysi á kántrítónlist? „Já, að einhverju leyti er það skýringin. En menn verða náttúr- lega að fá að hafa sínar skoðanir í friði. Sumum finnst þetta ein- faldlega kjánalegt. Auðvitað er til gott og slæmt kántrí, alveg eins og það er til hundleiðinlegur djass og æðislegur djass. Þetta ameríska iðnaðarkántrí er auðvit- að steingelt og hundleiðinlegt, megnið af því. Ég er alltaf að hamra á því að Hank Williams sé upphafið á þessu enda er hann algjör snillingur. En svo er líka æðislega gaman að fylgjast með þessari vakningu sem er að verða hjá unga fólkinu. Willie Nelson hefur til dæmis spilað á Hró- arskelduhátíðinni og gjörsamlega heillað liðið. Johnny Cash hefur líka verið að gera það gott að undanförnu og er nánast endur- fæddur ef svo má segja. Enda hafa þessir menn lifað ýmislegt og hafa margt fram að færa - Johnny Cash var að semja fyrir Elvis Presley á sínum tíma.” - En hvernig lítur framtíðin út? Á að koma börnunum á legg og fara síðan á hljómleikaferðalag um heiminn? „Ég veit ekki hvað skal segja.” - Er kannski ekki verið að skipulegga svo langt fram í tím- ann? „Nei. Núna langar mig mest til að leggja rækt við það sem ég hef verið að gera þó ég viti ekk- ert hvað komi út úr því. Það er voða gaman að spila fyrir fólk og ég hef alltaf notið mín í því. En málið er að koma frá sér efni - það er markmiðið. Nú er líka ekki orðið neitt mál að koma frá sér diski. Þannig er það engin af- sökun lengur en var heljarinnar mál þegar maður byrjaði í þess- um bransa”, segir Þröstur Jó- hannesson, tónlistar- og neta- gerðarmaður, sem á nóg af efni í vinnslu. Hvenær það verður gefið út á eft- ir að koma í ljós. Fyrr en síðar kemur að því og þá gefst tæki- færi til að hlýða á niðurstöðurnar frá tónlistarleit Þrastar á Ísafirði. Castró gerist erótískur ➤ Þ R Ö S T U R J Ó H A N N E S S O N Á Í S A F I R Ð I Fjögurra barna faðir í rokkinu - framhald Ví ku rfr ét ta m yn d: H ilm ar B ra gi B ár ða rs on            !" #$%&"" ' (#$$%%& )*+ ), )-)*+ ), )./                                     !"# $%  &    '         #     )/ 0123 0456 7/8      Jólablaðið í næstu viku! VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:42 Page 34

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.