Víkurfréttir - 11.12.2003, Qupperneq 38
38 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Undirbúningur jólannafer fram með ýmsumhætti hjá fjölskyldum
landsins og það er mismikið
sem fólk temur sér að gera fyr-
ir jólin. Ertu búin að öllu? er
algeng spurning og sumir
svara: Öllu hverju? Oftast er
átt við hreingerningar, bakstur,
jólakort og gjafakaup.
Enginn má fara í jólaköttinn og
betra að velja sér ný föt fyrir jól-
in!
Við tölum líka um helgihald um
jólin sem þýðir að þá teljum við
okkur vera að gera eitthvað sem
er okkur heilagt. Margir hafa
fastar hefðir og siði sem gengið
hafa mann fram af manni en svo
eru aðrir sem skilja ekki alla
þessa fyrirhöfn þegar hægt er að
kaupa nánast allt tilbúið. Sumir
eiga dýrmætar æskuminningar
einmitt tengdar jólaundirbúningi.
Í neyslusamfélagi nútímans þar
sem báðir foreldrar vinna utan
heimilis er þó enn til fólk sem
vill gera hlutina sjálft og jafnvel
upp á gamla mátann. Aðrir finna
hjá sér þörf til að viðhalda siðum
í jólaundirbúningnum sem haldið
hafa í gegnum nokkrar kynslóðir.
Stundum stangast hefðir á hjá
unga nýgifta parinu og hver man
ekki eftir fyrstu jólunum með
maka sínum þegar við erum að-
skilin frá foreldrum okkar á jól-
um, jafnvel í fyrsta sinn. Þá er
kannski annað á borðum en
heima og stemmingin önnur.
Sumir þurfa alltaf að fá rjúpur en
aðrir hafa hamborgarhrygg eða
svínabóg og svona mætti lengi
telja.
Jólaundirbúningurinn skemmtilegur
og afmæli á Þorlák.
Á heimili Ásdísar Friðriksdótur
og Gunnars Arnar Guðmunds-
sonar í Njarðvík ríkti sannkölluð
jólastemming á fyrsta sunnudegi
í aðventu þegar fjölskyldan kom
saman til að kveikja á fyrsta að-
ventukertinu og smakka jóla-
smákökurnar. Sú hefð hefur
skapast hjá fjölskyldunni að Ás-
dís bakar margar tegundir af
smákökum fyrir jólin. Hún bakar
ekki einungis fyrir heimilismenn
heldur einnig fyrir tengdamóður
sína Lóu í Stefánshúsi og föður
sinn sem býr í Kópavogi. Ásdís
segist vilja vera búin að baka
smákökur og lagtertur fyrir fyrsta
sunnudag í aðventu því þá kemur
fjölskyldan saman.
Blaðamaður VF frétti af sérstakri
jólastemmingu hjá Ásdísi en hún
var frekar treg í viðtal og sagði
að það væri nú orðið hálfgert
feimnismál að gera mikið fyrir
jólin, baka margar sortir og halda
í gamlar hefðir. „Maður er eigin-
lega ekkert að gefa þetta upp“
segir hún. Fólk talar um jóla-
stress og alltof mikla fyrirhöfn.
En það er stemmningin og fjöl-
skyldu-nándin sem mér finnst
svo mikilvæg í kringum
þetta. Það er hægt
að kaupa
smákökur í
búð en mað-
ur kaupir
ekki þessa
s é r s t ö k u
f jö l sky ldu -
s temmningu.
Börnin taka þátt í
þessu og á jóladags-
morgun höfum við
haft þá hefð að
drekka saman
jólasúkkulaði og
borða jólasmákökur. Þó
börnin séu farin að heiman
hefur sést til þeirra laumast hér
inn á náttsloppnum til að við-
halda stemmningunni sem ein-
hvern veginn komast á hjá okkur
og er mér mjög mikils virði. Mér
f innst jólaundirbúningurinn
skemmtilegur segir Ásdís.
Ásdís er ein af þeim sem á af-
mæli á Þorláksmessu og slær þá
upp mikilli skötuveislu.
Þá kemur stjórfjölskyldan saman
sem samanstendur af föður Ás-
dísar og 6 systkinum hennar
ásamt börnum og barnabörnum.
Þeir sem ekki vilja skötu fá dýr-
indis síld sem Ásdís útbýr
sjálf. Ásdís og Gunnar
eiga
fjög-
ur börn,
Silju Dögg,
Sigurbjörgu, Guð-
mund Stefán og Gerði Rósu sem
öll eru flutt að heiman en Sigur-
björg sú yngsta dvelur við nám á
Laugarvatni.
Gömlu kókoskökurnar og kökuboxin
kalla fram minningar.
Viðmælandi okkar er húsmóðir í
Njarðvík sem flutti hingað suður
fyrir 30 árum. Hún er fædd um
miðbik síðustu aldar og er ein af
þeim sem heldur fast í gamlar
hefðir. Hún bakar margar sortir
af smákökum, gerir piparköku-
hús og hefðbundnar jólalagkökur
eða randalínur bæði brúna og
hvíta. Hún gerir líka sérstaka
rabbabarasultu og síld fyrir jólin.
Í hvítu randalínunni hefur hún
nýgerða rabbabarasultu en hún
geymir rabbabarann frá haustinu
til að geta haft ferska sultu fyrir
jólin. Rabbabarinn er ekki úr
bakgarðinum hjá henni í Njarð-
vík heldur fær hún hann frá Eyr-
arbakka þaðan sem rætur hennar
liggja.
Ein af æskuminningum Ásdísar
er þegar hún varð veðurteppt hjá
afa sínum og ömmu á Eyrar-
bakka aðeins 6 ára og hélt jólin
þar en pabbi hennar og mamma
voru í Kópavoginum. Þessi jól
kynntist Ásdís jólahefðum frá 19.
öld þar sem ekki mátti spila á að-
fangadag en á jóladag var spilað
fram á nótt milli þess sem farið
var í gegningar því einhver varð
að mjólka kýrnar.
Þessa sögu og ýms-
ar aðrar rifjum
við upp við
kertaljós og ilm
af jólasmákök-
um í eldhús-
króknum á
Hólagötunni.
Innan um ný
kökubox sést í önnur
eldri sem koma m.a. úr
búi móður hennar sem
nú er látin. Við ræðum al-
mennt um minningar sem
geta tengst kökuboxum og
ýmsu í eldhúsinu sem notað er í
jólaundirbúningnum. Það getur
verið lykt og eða áhöld og stund-
um hafa fjölskyldumeðlimir
ákveðið verk með höndum í jóla-
undirbúningnum. Sumir henda
nú svona gömlum boxum segir
Ásdís en það leynast ekki bara
gömul box hjá Ásdísi. Sumar
uppskriftirnar eru mjög gamlar
og hefur Ásdís bakað þær áratug-
um saman. Hún sýnir mér upp-
skrift af ís sem er ómissandi eftir-
réttur á aðfangadagskvöld. Upp-
skriftin er frá Gunnu á Stað og er
borinn fram með sérstakri
rjómakaramellusósu. Ein smá-
kökutegundin heitir Sollukökur
og brúnar kókoskökur eru bakað-
ar eftir uppskrift frá ömmu Ás-
dísar á Eyrarbakka. „Ég rúllaði
upp kökum með ömmu minni
sem voru eftir þessari uppskrift“
segir hún. Blaðamanni fannst
áhugaverðar gyðingakökur sem
ekki þarf að fletja út. Ásdís lum-
aði á ýmsum góðum ráðum varð-
andi baksturinn og notar alltaf
smjör í jólabaksturinn. Hún ráð-
leggur að hafa hitann ekki of
háan og passa vel upp á tímann
svo kökurnar bakist jafnt. VF
færa Ásdísi og fjölskyldu bestu
þakkir fyrir uppskriftir og spjall.
Ásdís er hálf feimin við að gefa
upp hvað hún gerir mikið fyrir
jólin!
➤ U N D I R B Ú N I N G U R J Ó L A N N A F E R F R A M M E Ð Ý M S U M H Æ T T I
ER HÆGT AÐ KAUPA
JÓLASTEMMNINGU?
Ljó
sm
yn
di
r ú
r e
in
ka
sa
fn
i
VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:44 Page 38