Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.03.2004, Page 2

Víkurfréttir - 25.03.2004, Page 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r ➤ R E Y K J A N E S B Æ R Leigugreiðslur vegna nýbygg- inga 220 milljónir króna FRÉTTASÍMINN 898 2222 Vaktaður allan sólarhringinn! VF -M YN D: H IL M AR B RA GI B ÁR ÐA RS O N Sjö sækja um skólastjórastöðu S jö manns sóttu ums k ó l a s t j ó ra s t ö ð uMyllubakkaskóla sem auglýst var nýlega laus til umsóknar. Fræðslustjóra var falið að gefa umsögn um umsóknirnar eftir að þær höfðu verið lagðar fram í bæjarráði. Umsækj- endur eru þessir: Björgvin Þór Þórhallsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Brynja Árnadóttir, Daði V. Ingi- mundarson, Leifur Ísaks- son, Sigurður Þ. Ingimund- arson og Björn Víkingur Skúlason. Sigurður Þ. Ingimundarson var ráðinn tímabundið til að gegna stöðu skólastjóra eftir fráfall Vilhjálms Ketilssonar. Reykjanesbær býður út „Tjarn- arhverfi“ Reykjanesbær hefuróskað eftir tilboðum íverkið „Tjarnar- hverfi“ í Innri Njarðvík. Verkið felst í gerð malar- götu með fráveitu- og vatns- lögnum í „Tjarnarhverfi“, Innri Njarðvík. Gert er ráð fyrir 8000 rúmmetra greftri úr götu, 11.000 rúmmetra fyllingu, 600 metrum af skurðum og 500 metrum af bergskurði. Þá er óskað eft- ir tilboðum í fráveitulagnir og vatnslagnir. Útboðsgögn fást hjá um- hverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ, 230 Kefla- vík. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 29. mars kl. 11:00. Klippti ljósastaur í sundur og valt B ifreið valt á Strand-arheiði á Reykjanes-braut fyrir síðustu helgi. Bifreiðinni var ekið á ljósastaur sem fór í sundur við jörðu og valt bifreiðin í kjölfarið. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og var hann fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Ökumaðurinn fékk að fara heim af sjúkrahús- inu eftir skoðun. Flytja þurfti bifreiðina á brott með kranabíl. Hún var aldeilis feit og pattaraleg þessi fluga sem var gómuð á sól- palli íbúðarhúss við Vatnsholtið í Keflavík í síðustu viku. Sannarlega vorboði á ferð en örugglega hefur hún ruglast eitthvað í dagatalinu, enda rétt komið fram í miðjan mars þegar hún fannst og t.a.m. ennþá mánuður í að sumardekkin megi fara undir bílinn. Hvort fleiri vinkonur þessarar hlussu séu einnig komnar á stjá höfum við ekki heyrt en gam- an væri að heyra af fleiri vorboðum á Suðurnesjum. Leigugreiðslur Reykjanesbæjar vegna ný-bygginga á árunum 2005 til 2007 er áætl-aðar um 220 milljónir króna fyrir tímabil- ið, en Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. mun reisa nýbyggingarnar á vegum bæjarins. Kom þetta fram í svari fjármálastjóra Reykjanesbæjar í kjölfar fyrirspurnar frá Jóhanni Geirdal bæjar- fulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Áætlaður byggingakostnaður Eignarhaldsfélagsins vegna nýbygginga í Reykjanesbæ er tæpur 1,5 milljarður króna á árunum 2005 til 2007, en Reykjanesbær er hluthafi í eignarhaldsfélaginu. Í áætluninni er gert ráð fyrir nýjum leikskóla, Tónlist- armiðstöð, nýjum grunnskóla í Tjarnarhverfi, við- byggingu við Holtaskóla og byggingu 50 metra innisundlaugar. Óskað eftir þátt- töku í Frístunda- helgi í Reykjansbæ Frístundahelgi verðurhaldin í annað sinn íReykjanesbæ dagana 14. - 16. maí 2004. Þátttaka félaga, klúbba og fyr- irtækja var mjög góð fyrir ári og gaf helg- in þeim kær- komið tækifæri til að kynna s t a r f s e m i n a fyrir almenningi. Því hefur verið ákveðið að endurtaka Frístundahelgina og hefur Gísli H. Jóhannsson verið ráð- inn tímabundið verkefnastjóri Frístundahelgar, en hann mun einnig taka virkan þátt í undir- búningi og framkvæmd Ljósanætur 2004. Þessa sömu helgi verður hand- verkssýning í íþróttahúsinu við Sunnubraut og handverkssýning eldri borgara í Selinu við Vallar- braut. Áhugasamir geta skráð þátttöku í 894 2281 eða sent póst á net- fangið: fristundahelgi@reykja- nesbaer.is fyrir 4. maí 2004. E llen Hilda Sigurðardótt-ir og Óðinn Hrafn Þrast-arson, bæði 7 ára og væntanlegir nemendur við nýj- an skóla í Innri Njarðvík, Reykjanesbæ, tóku fyrstu skóflustungu að byggingun nýs grunnskóla í Innri Njarðvík með aðstoð Árna Sigfússonar, bæjarstjóra og formanns fræðsluráðs sl. laugardag. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., sem Reykjanesbær er aðili að, byggir skólann sem tekur mið af teikningum Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Teikningar eru síðan aðlagaðar hugmyndum um „opinn skóla“ þar sem mikið er lagt upp úr einstaklingsmiðuðu námi með opnu rými og sam- starfi kennara um tiltekin heima- svæði. Skólinn verður tekinn í notkun haustið 2005. Fjögur nöfn hafa komið til tals á skólann, Tjarnaskóli, Seyluskóli, Akurskóli og Thorkiliskóli. Ellen og Óðinn tóku fyrstu skóflustungurnar VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Dagskrá helguð Kristni Rey Næstkomandi þriðju-dagskvöld verður dag-skrá helguð listamann- inum Kristni Rey í Duus-hús- um. Kynnt verður listaverkið Himnasmiður sem Erlingur Jónsson vann upp úr einu ljóða Kristins, en verkið verður sett upp við Sparisjóðinn í Keflavík á Ljósanótt í haust. Félagar úr Leikfélagi Keflavík- ur leiklesa verk eftir Kristinn og flytja nokkur ljóða hans, Dagný Jónsdóttir, sópran og Ragnheiður Skúladóttir, pí- anóleikari flytja nokkur af lög- um Kristins og Faxafélagar minnast Kristins í orði. Dagskráin hefst kl. 20 og eru all- ir velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. 13. tbl. 2004 umbrot hbb 24.3.2004 13:48 Page 2

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.