Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.03.2004, Síða 12

Víkurfréttir - 25.03.2004, Síða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! „Nú á að vera alger þögn. Áhorfendur eru komnir í sal- inn og það verður að vera alger þögn baksviðs,“ hrópaði Jón Marinó aðstoðarleikstjóri söngleiksins Bláu augun þín sem Fjölbrautaskóli Suður- nesja setur upp fyrir árshátíð skólans þegar hópurinn var við æfingar í Stapanum á dögun- um. Rúmlega 90 manns koma að sýningunni og hafa æfingar staðið yfir af fullum krafti síð- ustu vikur. Leikstjóri og höfundur sýningar- innar er hinn góðkunni Keflvík- ingur Þorsteinn Eggertsson, en textarnir sem hann hefur samið eru komnir yfir 500 hundruð talsins. Þorsteinn er hæstánægður með æfingarnar og frammistöðu allra þeirra sem koma að sýning- unni. Þegar Víkurfréttir litu við á æfingu á dögunum var nóg að gera hjá honum þar sem hann sat og fylgdist með rennsli á söng- leiknum. Hvernig er að vinna með þess- um krökkum? Þetta er bara meiriháttar lið. Sumir hafa verið dálítið stressað- ir við að syngja, en þetta er allt að koma. Við erum náttúrulega í Keflavík, leikara- og tónlistar- bænum. Það er alveg á hreinu að við eigum eftir að sjá suma af þessum krökkum í bíómyndum í framtíðinni. Sérðu þarna hæfileikafólk? Já, alveg fullt af því. Hvernig finnst þér krakkarnir vera að fara með þessi lög? Alveg ótrúlega vel. Þetta eru krakkar sem fæddust hálfum öðr- um áratug eftir að Hljómar hættu. En þau eru að ná þessu mjög vel. Hafa þau gaman af þessu? Já, það held ég að sé alveg ör- uggt. Það bara sést á því að þau brosa allan hringinn. Hvernig hefur þetta gengið? Ég skrifaði söngleikinn fyrir jólin og æfingar hófust í janúar. Þetta er búið að vera nokkuð snarpur tími. Var erfitt að velja fólk í söng- leikinn? Það voru haldin áheyrnarpróf og þá hafði maður ýmis atriði í huga. En fyrstu viðbrögð skipta alltaf mestu máli. Ég held að val- ið hafi gengið mjög vel. Textarnir sem þú hefur samið í gegnum tíðina eru ófáir. Hef- urðu verið að semja eitthvað upp á síðkastið? Það er alltaf eitthvað. Textarnir eru orðnir um 500 talsins og það eru að koma út lög um páskana og síðan ennþá meira í sumar. Maður er alltaf að. Þú stoppar ekkert í textasmíð- um? Nei, ég ætlaði að hætta fyrir 20 árum en sá að það var ekki hægt. Þetta bara gengur sinn gang. Hverju geta áhorfendur búist við? Mjög fjörugri sýningu með góðu tempói. Fólk á ekki að sofna á þessari sýningu. ➤ S Ö N G L E I K U R I N N B L Á U A U G U N Þ Í N Það eru engir smá töffar-ar sem leika hljómsveit-armeðlimi Hljóma. Þeir eru ánægðir með hlutverk sín og aðspurðir segjast þeir glaðir yfir því að fá tækifæri til að skyggnast inn í líf fræga fólks- ins. Þeir lifa sig vel inn í hlut- verkin eins og góðum leikurum sæmir. Hvernig hefur ykkur líkað að leika Hljóma? Þetta er bara glæsilegt og alveg hrikalega gaman. Okkur finnst líka mjög gaman að fá tækifæri til að kynnast sögu Hljóma betur. Og það má ekki gleyma píunum sem elta okkur á röndum. Frægð- in og peningarnir koma svo á eft- ir. Eruð þið að upplifa ykkur sem stjörnur? Já, ekki spurning. Við erum eltir í skólanum þar sem píurnar eru að biðja um eiginhandar áritanir. Við erum stjörnur út í eitt. Þannig að þið getið alveg skilið hvernig Hljómum leið á sínum tíma? Já, það var nú dálítið ýktara en hjá okkur. En við fáum okkar sneið af kökunni. Við hverju geta áhorfendur bú- ist? Feikna sýningu og að rifja upp gamlar minningar. Ætla Hljómar að halda áfram eftir þessa sýningu? Við munum gera það. Hvernig er að vera Rúnni Júl? Það er bara geggjað - algjört dúndur. Hljómar sviðsettir af FS Gaman að kynnast sögu Hljóma VF -M YN D: JÓ H AN N ES K R. K RI ST JÁ N SS O N VF -M YN D: JÓ H AN N ES K R. K RI ST JÁ N SS O N Hljómatöffararnir. F.v: Engilbert Jónsson, Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson. Þeir segjast ekki fá frið fyrir píunum nú þegar þeir eru komnir í hlutverk strákanna sem voru í Hljómum fyrir 40 árum síðan og trylltu píur landsins á þeim tíma. Það er mikið fjör á sýningunni Bláu augun þín og aðstandendur sýningarinnar segja hana vera ferska, kröftuga og höfða til allra aldurshópa. Miðasala fer fram í Hljómval og Stapanum. 13. tbl. 2004 umbrot hbb 24.3.2004 13:58 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.