Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.03.2004, Page 16

Víkurfréttir - 25.03.2004, Page 16
Keflavíkurstúlkur hafaverið skrefi framar öll-um öðrum liðum í kvennakörfunni í vetur og kom það því eflaust mörgum á óvart að þær skildu lenda í vandræð- um með nágranna sína úr Grindavík. Oddaleik þurfti til að skera úr um það hvort liðið kæmist í úrslit og höfðu Kefla- víkingar loks betur eftir erfið- an og spennandi leik. KEFLAVÍK-ÍS Úrslitarimman verður því á milli þeirra og ÍS, en þetta eru þau lið sem eru búin að vera jafn best í vetur. Fyrsti leikurinn fór fram í gær- kvöldi, eftir að blað þetta fór í prentun, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki er Íslandsmeist- ari. Ekki þarf að hafa mörg orð um leikmannahóp Keflvíkinga þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Breidd hópsins er óumdeil- anlega sú besta í deildinni og geta þær leyft sér að hvíla leik- menn eins og Erlu Þorsteins og Birnu án þess að það komi hart niður á leik þeirra. Stúdínur bættu við sig bandarísk- um leikmanni, Casie Lowman að nafni, fyrir úrslitakeppnina og mun hún eflaust styrkja liðið að einhverju marki, en þeirra lykil- leikmaður er sem fyrr Alda Leif Jónsdóttir. Þau lið sem hafa sótt stig gegn ÍS eru þau sem hafa náð að klippa Öldu út úr spilinu og munu Keflvíkingar eflaust reyna eitthvað álíka. Þrátt fyrir að Keflavíkurstúlkur séu augljóslega með sterkari mannskap er ekki á vísan að róa með ÍS því þær lögðu KR örugg- lega í tveimur leikjum í undanúr- slitum og gætu komið á óvart. Annar leikur liðanna verður á laugardag, sá þriðji á mánudag og ef þess gerist þörf verða fjórði og fimmti leikurinn 2. og 4. apríl. 16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712sport@vf.is Ú R S L I TA L E I K I R Í S L A N D S M Ó T S K V E N N A RIMMA GEGN ÍS Sundfólk ÍRB bætti enneinni skrautfjöðrinni íhattinn um helgina og má segja að fiðurfénaður landsins sé orðinn var um sig eftir yfirreið Suðurnesjamanna í sundhöllum hérlendis sem er- lendis síðustu misseri. ÍRB vann til 19 Íslandsmeist- aratitla á Innanhússmeistaramóti Íslands í sundi sem fór fram í Vestmannaeyjum. Örn Arnarson lét mikið að sér kveða eins og við var að búast og vann til átta gullverðlauna í ein- staklingsgreinum. Erla Dögg Haraldsdóttir hlaut fjögur og Birkir Már Jónsson tvö. Þá sigr- aði Hilmar Pétur Sigurðsson í 1500m skriðsundi, og boðsunds- sveitirnar náðu í fjögur gull. Auk þess hlaut ÍRB fern silfurverð- laun og fimm bronsverðlaun. Þannig er uppskeran 19 titlar af 40 mögulegum, sem er það mesta sem nokkuð íslenskt fé- lagslið hefur náð, fjögur stúlkna- met og fjölmörg persónuleg met. Flestir sem fylgdust með mótinu voru á því að frammistaða Erlu Daggar væri besta afrek mótsins þar sem hún setti fjögur stúlkna- met og tyllti sér í fremstu röð ís- lenskra sundkvenna. Steindór Gunnarsson, þjálfari, sagðist vera glaður maður þessa dagana og skyldi engan undra eftir velgengni síðustu ára. „Ég var hæstánægður með allt liðið í þessu móti og hvernig það stóð sig sem ein heild. Framundan eru alþjóðleg mót þar sem t.d. stór hópur íslenskra sundmanna er að fara að keppa í Lúxemborg í apríl og þar verða 6 krakkar héðan og svo eru Örn og Íris Edda að fara á Evrópumótið í 50m laug í Madrid í maí og ég býst við því að allir þessir kepp- endur komi til baka með verð- laun. Það sýnir hvernig standar- dinn er hjá okkur að krakkarnir sjálfir eru farnir að setja kröfur til sín um að vinna til verðlauna.“ Steindór þakkaði sérstaklega for- eldrafélaginu og stjórninni fyrir árangurinn en ekki mætti gleyma framlagi bæjaryfirvalda og stór- fyrirtækja sem styddu dyggilega við sundið hér í bæ. Gullregn í Eyjum VF -M YN D: H IL M AR B RA GI B ÁR ÐA RS O N 13. tbl. 2004 umbrot hbb 24.3.2004 14:37 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.