Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 12
Um 150 íslenskum starfs-mönnum hefur verið sagtupp störfum hjá varnar- liðinu frá því í október í fyrra. Þá var um 105 starfsmönnum sagt upp störfum í einu. Með reglu- legu millibili hefur fleiri verið sagt upp störfum. Greint var frá því í vikunni að 21 einum starfs- manni yrði sagt upp um næstu mánaðarmót. Þungt hljóð er í Suðurnesjamönn- um vegna þessara uppsagna og einnig vegna atvinnuástandsins á svæðinu en atvinnulausir á Suður- nesjum eru um 300 talsins. Konur eru í miklum meirihluta atvinnu- lausra eða tæplega 200 og rúmlega 100 karlar. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun hefur atvinnu- leysi á Suðurnesjum aukist mikið frá árinu 2002 en í janúar það ár voru tæplega 200 manns atvinnu- lausir á Suðurnesjum. Í janúar á þessu ári voru atvinnulausir alls tæplega 400 og hefur atvinnuleysi á Suðurnesjum því tvöfaldast á tveimur árum sé miðað við janúar- mánuð. Mest atvinnuleysi mælist á Suðurnesjum á landinu öllu eða um 3,7%. Vera Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli hefur síðustu áratugina skipt Suðurnesjamenn miklu máli í atvinnulegu tilliti. Hundruð Suður- nesjamanna starfa í þjónustu við varnarliðið og hefur vera varnar- liðsins á svæðinu átt stærstan þátt í uppbyggingu á svæðinu síðustu áratugina. Í kjölfar Íraksstríðsins var varnar- liðinu gert að spara í rekstri her- stöðvarinnar vegna kostnaðar bandaríkjahers við stríðið í Írak. Frá árinu 2001 hefur ekki tekist að ná samningum um það hvernig starfsemi varnarliðsins skuli háttað. Árið 2001 rann úr gildi samkomu- lag frá árinu 1996 sem kvað á um lágmarks viðveru hersins hér á landi. Heimildir Víkurfrétta herma að enn frekari niðurskurður sé boð- aður innan margra deilda varnar- liðsins þegar nýtt fjárhagsár tekur gildi þann 1. október á þessu ári. Gert er ráð fyrir 10-40% niður- skurði innan vissra deilda. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur átt fund með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra vegna málsins, en ljóst er að samningar við Banda- ríkjastjórn munu ekki liggja á borð- inu næstu mánuðina. Hefur utan- ríkisráðherra látið hafa það eftir sér að eiginlegar viðræður við Banda- ríkjastjórn muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar hefur óskað eftir fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra vegna málsins. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem nú steðjar að í atvinnumálum á Suður- nesjum er mikil uppbygging á svæðinu. Uppbygging Reykjanes- virkjunar er hafin og fjármögnun Stálpípuverksmiðju í Helguvík er á lokastigi. Það er ljóst að á bygging- artíma virkjunarinnar skapast upp undir eitt hundrað störf og um 200 störf skapast ef Stálpípuverksmiðj- an verður að veruleika. Að sögn Ketils Jósefssonar for- stöðumanns svæðisvinnuvinnu- miðlunar Suðurnesja fer atvinnu- leysi stigminnkandi þegar líður á sumarið. Sumarafleysingar hjá stofnunum og fyrirtækjum eigi þar stóran þátt, en einnig að sveitarfé- lög á svæðinu hafi verið öflug í að sækja um átaksverkefni sem geri það að verkum að allt skólafólk fái vinnu. „Samstarfsverkefni atvinnu- leysistryggingasjóðs og sveitarfé- laganna á svæðinu hafa miðað í þá átt að gera nánasta umhverfi okkar vistvænna og aðgengilegra,“ segir Ketill en hvað sér hann fyrir sér að hægt verði að gera varðandi bágt atvinnuástand? „Svona eru breyt- ingarnar örar. Þetta svæði var mik- ið framleiðslusvæði á árum áður, en nú gengur allt út á þjónustu. Mín trú er að fyrir hvert starf sem tapast á vellinum ættum við að geta margfaldað, því við eigum að geta séð möguleikana sem eru hér fyrir hendi.“ Þrátt fyrir þungt hljóð í íbúum Suð- urnesja vegna atvinnuástandsins horfa margir bjartsýnum augum til þeirra möguleika sem til staðar eru og öðrum sem unnið er að. Talað er um Helguvík sem eitt helsta fram- tíðarsvæði iðnaðar á landinu og eru nokkur stór erlend fyrirtæki að skoða möguleika á uppbyggingu þar. Lega landsins hentar alþjóðleg- um framleiðslufyrirtækjum vel þar sem stutt er til Evrópu og Ameríku. Flugvöllurinn mun áfram verða ein helsta stoð atvinnulífsins á svæðinu og á næstu árum mun störfum þar fjölga í takti við aukinn ferða- mannastraum til landsins. Rætt hef- ur verið um mikla möguleika svæðisins hvað varðar ferðaþjón- ustu og eru nú þegar uppi ýmsar hugmyndir sem miða að því að draga erlenda ferðamenn á svæðið þegar þeir eru á leið til eða frá Keflavíkurflugvelli. Uppbygging íþróttaakademíu í Reykjanesbæ er á teikniborðinu þar sem gert er ráð fyrir íþróttaháskóla. Ef þær hug- myndir ná fram að ganga er ljóst að tækifærin liggja víða á þeim vett- vangi. Með þeim stórframkvæmd- um sem Hitaveita Suðurnesja er nú að hefja með byggingu Reykjanes- virkjunar styrkir fyrirtækið sig enn frekar í sessi. Miklar væntingar eru gerðar til fyrirtækisins um að það stuðli að enn frekari atvinnuupp- byggingu í samstarfi við önnur fyr- irtæki á svæðinu. Í haust mun án efa fjölga á atvinnu- leysisskránni á Suðurnesjum því þá dregur úr sumarvinnu fólks og sýn- ir reynslan að þá bætist verulega við skrána. Tíminn verður að leiða það í ljós hvort frekari uppsagnir verði hjá varnarliðinu á næstu mán- uðum. Í hugum vel flestra Suður- nesjamanna er nauðsynlegt að bregðast við auknu atvinnuleysi á Suðurnesjum af hörku. Hvað þarf að gera að þínu mati? Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Sam- fylkingar og formaður Verslunarmanna- félags Suðurnesja „Er það ekki orðið augljóst að her- inn sé að fara? Verðum við Íslend- ingar ekki að fara að krefjast þess að fá að koma að því máli? Ein- faldlega til þess að koma í veg fyr- ir þann stórkostlega skaða sem starfsmenn verða fyrir með þeim hætti sem allt útlit er fyrir. Það þarf að finna ný verkefni og vekja upp nýja hugsunarhátt. Við erum alltaf að velta því fyrir okkur hvort her- inn verði eða fari. Við eigum að krefjast þess að fá skýrar línur í þessi mál þó að það þjóni ekki endilega stundarhagsmunum okk- ar.“ Hjálmar Árnason alþingismaður í Suðurkjördæmi „Við þurfum að horfa með bjart- sýni á þau tækifæri sem hér eru. Hér þarf að leggja fram þolinmótt áhættufjármagn vegna nýsköpunar og gefa fyrirtækjum og nýsköpun- arsprotum tækifæri til að blómstra hér. Í fyrra kallaði ég saman fyrr- verandi nemendur mína úr FS og fleiri aðila þar sem við fórum af stað með hugflæði um hvað hægt væri að gera á svæðinu. Þær hug- myndir sendum við Stjórn sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum og til verkalýðsfélaga hér. Ég hef nú ekki orðið mikið var við að eitt- hvað hafi verið gert við þessar hug- myndir. Hér er margt jákvætt að gerast. Hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar vinna hátt í 900 manns. Störfum í kring- um Flugstöðina mun enn fjölga á næstu árum. Það þarf að setja bandaríkjamönn- um úrslitakosti um hvað þeir ætli að gera þannig að Suðurnesjamenn geti þá lagað sig að þeim aðstæð- um, hvort sem að hér verði varnar- stöð áfram eða ekki. Það þarf að ákveða með hvaða hætti eigi að nýta þá aðstöðu sem hér er. Í lokin vil ég segja að ég vil innanlands- flugið hingað.“ Þorsteinn Erlingsson formaður atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar „Herinn er að draga saman, það sjá nú allir, en ég tel ekki að hann sé á förum eins og talsmaður Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar vill. Ég hef áhyggjur af því að það sé að draga saman hjá verk- takafyrirtækjum sem þjóna hernum og þjónustufyrirtækjum. Við þurf- um að fá stóra vinnustaði á svæðið sem yrðu til staðar vonandi til frambúðar og þar nefni ég t.d. ál- ver. Það er alveg ljóst að ríkið þarf að koma að málum hér á svæðinu með margvíslegum hætti. Til dæm- is gætu þeir selt okkur hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja á viðráðan- legu verði og að fjármagnið færi í verkefni hér á svæðinu. Um leið myndi félagsmálaráðherra láta reyna á sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum, eins og hann hefur á stefnuskrá sinni. Það myndi styrkja svæðið mikið.“ 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ Atvinnuástandið á Suðurnesjum: F R É T T A S K Ý R I N G Um næstu helgi, laugar-daginn 26.júni nk. kl14:00 verður opnuð myndasýning í Vitavarðahús- inu á Garðskaga, til sýnis verða myndir úr fimmtíu ára atvinnusögu Guðna Ingi- mundarsonar á ,,Trukkn- um“. Einnig verður opnuð sama dag vitaminjasýning í stóra Garðskagavitanum, sem er á vegum Íslenska Vita- félagsins. Sýningarnar verða opnar í sum- ar á sama tíma og byggðasafn- ið. Gestum verður boðið upp á grillaðar pylsur á milli kl 14:00 og 16:00. Guðni á Trukknum settur á sýningu Texti: Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is Mýmörg tækifæri þrátt fyrir bágt atvinnuástand Frá borun fyrir Reykjanesvirkjun á Reykjanestá. Lóð stálpípuverksmiðjunnar í Helguvík er tilbúin. 26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 2 23.6.2004 14:18 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.