Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 24. JÚNÍ 2004 I 17
Tveir styrktarreikningar hafa
verið stofnaðir til að styðja
við bakið á Helga Einari.
Annar þeirra er í Sparisjóðn-
um í Keflavík og er reiknings-
númerið: 1109-05-409899.
Hinn reikningurinn er við
Landsbankann í Grindavík
og er reikningsnúmerið
143-05-60707.
Viðtal: Jóhannes Kr. Kristjánsson • Ljósmyndir úr hjartaaðgerð: Ingi Ragnar Ingason
vaknaði eftir þessa stóru aðgerð? „Ég var
allur dofinn. Mér fannst það ótrúlegt að
þetta væri búið þegar ég vaknaði og að það
væri kominn skurður á mann. Ég var nú
hálf sljór svona til að byrja með enda var
ég þá á morfíni. Þetta er bara alveg ótrúlegt
og læknarnir hér eru alveg hissa,“ segir
Helgi en þremur tímum eftir aðgerðina
rabbaði hann við móður sína, Sigurbjörgu
Ásgeirsdóttur sem ásamt systur hennar er
stödd í Gautaborg hjá Helga Einari.
Næstu vikur skipta miklu máli fyrir Helga
og nýja hjartað því alltaf er hætta á því að
líkaminn hafni nýja hjartanu. Helgi er þó
mjög bjartsýnn og hefur svo sannarlega
ástæðu til því á dögunum fór hann í sýna-
töku þar sem sjö sýni voru tekin úr hjart-
anu og sett í ræktun. Í ljós kom að í engu
sýnanna kom fram höfnun á hjartanu og
eru það mjög góðar niðurstöður. Eins og
áður segir vonast Helgi eftir því að geta
verið sem lengst á sjúkrahúsinu í Gauta-
borg meðan hann er að jafna sig eftir að-
gerðina. „Ég verð að passa mig mjög vel
því ofnæmiskerfið er bælt og það er mikil
hætta á sýkingum. Ég er ofsalega þakklátur
fyrir allan þann stuðning sem ég hef fundið
að heiman frá ættingjum og vinum og ég
hlakka til að koma stálsleginn heim. Ég vil
sérstaklega þakka Suðurnesjamönnum
stuðninginn í gegnum árin sem hefur verið
gífurlegur,“ sagði Helgi Einar að lokum.
Aðgerðin var mjög viðamikil og hér sjást skurðlæknar
Sahlgrenska sjúkrahússins að störfum.
Sigurbjörg móðir Helga Einars ásamt systur sinni
og Gunnari Brandrup hjartaskurðlækni.
Helgi var vakinn á gjörgæslu aðeins rúmum þremur klukku-
stundum eftir aðgerðina. Hér er Helgi í miðri aðgerð.
Gamla hjartað komið í skálina.
26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 2 23.6.2004 15:13 Page 17