Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
H jartaskiptaaðgerðin var gerð áþriðjudaginn í síðustu viku, eneinnig gekkst Helgi Einar undir
nýrnaaðgerð og tóku aðgerðirnar um
12 klukkustundir samfleytt. „Ég vakn-
aði rúmum þremur tímum eftir aðgerð-
ina og spjallaði aðeins við mömmu.
Læknarnir hér eru alveg í skýjunum
yfir því hvað þetta gengur allt vel,“ seg-
ir Helgi, en hann var aðeins í einn sól-
arhring á gjörgæsludeild eftir aðgerð-
ina og fór þaðan á almenna deild.
Aðgerðirnar sem Helgi gekkst undir eru
mjög umfangsmiklar og komu á milli 20
og 30 manns að þeim báðum. „Mér skild-
ist á þeim að þetta væri fjórða aðgerðin
sem gerð hefði verið á sjúkrahúsinu, sem
er svona stór í sniðum,“ segir Helgi en
hann hóf endurhæfingu í byrjun vikunnar
og vonast til að vera á sjúkrahúsinu áfram.
„Ég veit ekki alveg hvað ég verð hér
lengi, en ég vona að það verði sem lengst.
Ég verð örugglega settur á aðra deild fljót-
lega ef hlutirnir koma til með að ganga
svona vel.“
Helgi er á sterkum verkjalyfjum eftir að-
gerðina, en hann segist ekki finna mikið
fyrir hjartaskurðinum sjálfum. „Ég er með
ofsalegan verk í kringum nýrnaskurðinn,
en það eru 19 hefti sem halda skurðinum
saman sem nær frá nafla og aftur á bak.
Við minnstu hreyfingu fæ ég verk í skurð-
inn, en þetta batnar samt með hverjum
deginum sem líður.“
Hjartað sem Helgi fékk grætt í sig er
sterkt og hann er ánægður með slögin sem
hann finnur í nýja hjartanu. „Hjartað slær
vel eða um 80 slög á mínútu eins og í
venjulegum manni. Nýrun starfa líka
mjög vel og nýrnalæknarnir eru mjög
ánægðir,“ segir Helgi og hann trúir því
varla hvað hlutirnir hafa gengið vel.
„Maður trúir þessu ekki því þetta er allt
svo óraunhæft. Maður var búinn að átta
sig á því að það tæki nokkrar vikur að
jafna sig, standa upp og hreyfa sig. Ég
gerði mér aldrei vonir um að þetta myndi
ganga svona vel. Ég er laus við allar
slöngur og farinn að fara á klósettið sjálf-
ur og það er alltaf stórt skref,“ segir Helgi
og hlær í símann.
En hvað hugsaði Helgi um þegar hann
➤ Helgi Einar Harðarson úr Grindavík gekkst undir hjartaskipti öðru sinni í Svíþjóð í síðustu viku:
3.
„Mér líður bara alveg konunglega. Það er vel hugsað um mig hér og ég
var reyndar að koma úr sturtu,“ sagði Helgi Einar Harðarson í samtali við
Víkurfréttir í fyrradag, en Helgi liggur á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg eftir að hafa gengist undir hjartaskiptaaðgerð í annað sinn.
hjarta
Helga
slær vel! Á milli 30 og 40 manns komu að aðgerðunum sem gerðar voru áHelga Einari í síðustu viku. Aðgerðin var tvískipt; annarsvegar fékkhann nýtt hjarta og hinsvegar fékk hann þriðja nýrað.
26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 2 23.6.2004 15:07 Page 16