Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
sportið
K nattspyrnukonurnarBjörg Ásta Þórðardóttirog Inga Lára Jónsdóttir
hafa gengið til liðs við lið
Keflavíkur á ný eftir nokkurra
ára vist í úrvalsdeildarliði
Breiðabliks.
Þær stöllur eiga eftir að styrkja
hóp Keflavíkur verulega og telur
Ásdís Þorgilsdóttir, þjálfari
stúlknanna að mikið megi vera ef
þær komast ekki upp í 1. deild.
„Það þar mikið að klikka til að
svo fari. Við lítum björtum aug-
um til sumarsins og vonum að
þetta smelli allt hjá okkur“. Ás-
dís bætti því við að þær hyggðust
ekki styrkja hópinn frekar í sum-
ar. „Þar er vonandi að við
komumst upp og svo sjáum við
til með framhaldið þegar að því
kemur“.
Inga Lára fór til Breiðabliks fyrir
tveimur árum og hefur leikið
með yngri landsliðum Íslands
síðustu ár.
Björg Ásta hefur ekki leikið með
Keflvíkingum frá því að deildin
var lögð niður á sínum tíma og
hóf að leika með Val 1998 og fór
tveimur árum síðar til Breiða-
bliks þar sem hún hefur leikið
síðan.
Björg Ásta hefur markað sér sess
sem ein sterkasta knattspyrnu
kona landsins þrátt fyrir ungan
aldur og er fastamaður í A-lands-
liði Íslands.
Stúlkurnar, sem eru báðar 19 ára,
voru í leikmannahópi Keflavíkur
í síðustu tveimur leikjum og létu
verulega til sín taka.
Kátir krakkar í knattspyrnuskóla
Krakkarnir í 8. flokki Keflavíkur æfðu af kappi í góða veðrinu í vikunni. Það er ekki leiðinlegt að spila fótbolta og stunda æfing-
ar í sól og góðu veðri. Um 40 krakkar á aldrinum 4-6 ára stunda æfingarnar sem fara fram á aðalleikvangi Keflavíkur. Hluti af
hópnum sem var við æfingar gaf sér tíma til að veifa til ljósmyndarans, sem smellti af meðfylgjandi mynd.
Í slandsmeisturum Keflavík-ur í körfuknattleik karlamunu taka þátt í meistara-
móti félagsliða á Norðurlönd-
um nú í haust. Til stendur að
mótið verði haldið í Osló helg-
ina 24. - 27. september.
Þessi keppni er ný af nálinni og
höfðu Norðmenn frumkvæði að
henni.
Ekki er ljóst hvernig fyrirkomu-
lagið verður í keppninni, en búist
er við því að flest meistaraliðin
mæti til leiks.
Keppendur verða sem hér segir:
Frá Noregi: Bærums Verk Jets
Frá Svíþjóð: Plannja Basket
Frá Danmörku: SK Arhus
Frá Finnlandi: Konvot
Frá Íslandi: Keflavík
Sigurður Ingimundarson, þjálfari
Keflvíkinga, segir að þeir séu
spenntir fyrir þessari keppni og
tækifærinu til að reyna sig við þá
bestu á Norðurlöndum. „Þetta á
bara að vera skemmtilegt og það
er alltaf gaman að keppa um
svona monttitil!“
Þegar Sigurður er spurður um
það hvort þetta mót muni trufla
undirbúning liðsins fyrir úrvals-
deildina heima er hann ekki á
því. „Við munum koma betur
undirbúnir ef eitthvað er. Það
græða allir á því að spila gegn
svo sterkum mótherjum.“
Sigurður bætti því við að lokum
að mikill hugur væri í Keflavík-
urliðinu og aðstandendum þess
með að spila til árangurs í Evr-
ópukeppninni og skapa sér nafn
á þeim vettvangi.
Mikill lið-
styrkur til
Keflavíkur-
stúlkna
Keflvíkingar á
Norðurlandamót
S tefán Gíslason, miðju-maður Keflavíkur, varvalinn besti maður
Landsbankadeildar karla í
knattspyrnu eftir fyrstu sex
umferðirnar. „Þetta hvetur
mann náttúrulega áfram“,
sagði Stefán í samtali við
Víkurfréttir og bætti því við
að hann ætti þetta að mestu
leyti liðinu að þakka. Stefán
er eini Keflvíkingurinn í
hópnum, en Grindvíkingur-
inn Grétar Hjartarson er að
sjálfsögðu einnig að finna
þar.
„Það er nú þannig að ef liðið
er að spila vel sem heild eru
einstaklingarnir að standa sig
vel“, sagði Stefán að lokum.
„Mótið er mjög jafnt bæði
hvað varðar lið og leikmenn
þannig að það eru margir sem
hefðu mátt vera í úrvalsliðinu
og ekki síst frá Keflavík“.
Stefán er bestur
Allt um leik
Keflavíkur og ÍA
á www.vf.is
Enn einn stórsigur Keflavíkurstúlkna
■ Keflavíkurstúlkur báru sigurorð af Ægi frá Þorlákshöfn, 15-0, í 1.
deild kvenna í knattspyrnu í á mánudagskvöld og virðast vera alger-
lega óstöðvandi um þessar mundir.
Leikurinn fór fram á heimavelli Ægisstúlkna í Þorlákshöfn og segja
lokatölurnar allt sem segja þarf um gang leiksins. Mörkin skiptust ansi
jafnt þar sem 8 stúlkur skoruðu mörkin. Staðan var 9-0 í hálfleik.
Stúlkurnar eru efstar í sínum riðli og hafa unnið fyrstu fjóra leikina.
Þær hafa ekki enn fengið á sig mark og er markahlutfallið hjá þeim
38-0!!! Fróðlegt er að sjá hvort þær geta haldið þessari miklu ferð sem
þær eru komnar á og hreinlega straujað yfir 1. deildina.
26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 2 23.6.2004 16:17 Page 22