Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 24. JÚNÍ 2004 I 23 UN skór Skómarkaður Safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju Opið um helgina: föstudag, laugardag og sunnudag. Opið kl. 11-18. Ný sending af barna og unglingaskóm. Í slenska karlalandsliðið íkörfuknattleik undirbýr signú fyrir æfingaleiki gegn Belgíu sem fara fram á fimmtudag föstudag og laugar- dag. Fjölmargir leikmenn af Suður- nesjum eru í 18 manna æfinga- hóp landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ingimundarsonar, og af þeim 12 sem hafa verið valdir fyrir leik- inn í kvöld eru 8 frá Suðurnesj- um, fjórir Keflvíkingar, þrír Njarðvíkingar og Páll Axel Vil- bergsson frá Grindavík. 18 manna hópurinn er þessi: Hlynur Bæringsson - Snæfell Sigurður Þorvaldsson - Snæfell Fannar Ólafsson - Keflavík Magnús Gunnarsson - Keflavík Jón N. Hafsteinsson - Keflavík Arnar Freyr Jónsson - Keflavík Halldór Halldórsson - Keflavík Friðrik Stefánsson - Njarðvík Páll Kristinsson - Njarðvík Páll Axel Vilbergsson - Grinda- vík Sævar Haraldsson - Haukar Eiríkur Önundarson - ÍR Ómar Örn Sævarsson - ÍR Lárus Jónsson - Hamar Pálmi Sigurgeirsson - Breiðablik Morten Þór Szmiedowicz - Grindavík Jakob Sigurðsson - Birmingham Southern Helgi Magnússon - Catawba College Blaðamaður Víkurfrétta leit inn á æfingu hjá strákunum í vikunni og sagði þjálfarinn að hlutirnir litu vel út fyrir leikina. Hann getur þó ekki stillt upp sínu sterkasta liði þar eð atvinnumenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson eru fjarverandi vegna meiðsla eða annríkis. „Mér líst mjög vel á þessa leiki“, sagði Sigurður i samtali við Vík- urfréttir. „Belgía er sterkt lið og hefur farið illa með Ísland í síð- ustu viðureignum liðanna, en ég hef stillt upp æfingaleikjunum fyrir Evrópukeppninna þannig að þeir eru allir gegn sterkari and- stæðingum en við munum mæta í keppninni sjálfri í haust“. Þrátt fyrir að um æfingu hafi ver- ið að ræða tóku strákarnir engu að síður vel á því og virtust vera færir í flestan sjó fyrir leikina gegn Belgum, en þar er valinn at- vinnumaður í hverju rúmi. Föstudagsleikurinn fer fram í Íþróttahúsinu í Keflavík og hefst kl. 21, eftir að leikjunum á EM í knattspyrnu er lokið. LANDSLIÐIÐ LEIKUR VIÐ BELGA Í KEFLAVÍK Ámánudaginn mætastGrindvíkingar og Kefl-víkingar í fyrri Suður- nesjaslag sumarsins í Lands- bankadeild karla í knatt- spyrnu. Leikurinn fer fram í Grindavík. Síðasti leikur liðanna, haustið 2002, var sögulegur í meira lagi þar sem Keflvíkingar unnu stórsigur í Grindavík, 1-4. Það dugði þó ekki til og misstu þeir sæti sitt í úrvalsdeildinni þrátt fyrir það. Hins vegar er saga síðustu ára á bandi Grindvíkinga vegna þess að Keflvíkingar höfðu fyrir þann leik ekki unnið Grindavík síðan 1998. Frá því að Grind- víkingar kepptu fyrst í efstu deild sumarið 1995 hafa liðin mæst 16 sinnum og hafa Grindvíkingar unnið 7 sinnum og Keflvíkingar 6 sinnum. Þrisvar hafa liðin skilið jöfn að skiptum og markatalan er 24- 22, Grindvíkingum í hag. Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið með öflugri leikmönnum Keflavíkurliðsins í sumar og segir hann mikla tilhlökkun ríkja fyrir þennan leik. „Það er alltof langt síðan við kepptum við þá. Það er allt öðruvísi að fara inn í leiki við Grindavík því að maður þekkir alla þar og það skemmir ekki stemmning- una að þetta verður sjónvarps- leikur“. Hólmar leggur einnig áherslu á að þeir megi alls ekki við því að missa af stigum ef þeir ætli að halda sér í toppbar- áttunni. „Við megum ekki tapa stigum núna þar sem að næstu leikir munu segja til um hvar við endum í deildinni“. Hann er þó hvergi smeykur og spáir sínum mönnum sigri 2-0. Gestur Gylfason hjá Grindavík gerir sér mæta vel grein fyrir mikilvægi leiksins og hvað er í húfi þar sem hann er borinn og barnfæddur Keflvíkingur og lék einnig með Keflavík í áraraðir. „Jú, auðvitað er þetta furðulegt, en þetta verður gam- an. Þetta er sprækt lið og leik- urinn verður ekki auðveldur“. Gestur segir alla gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins. „Ef illa fer hjá okkur í þessum leik erum við að horfa upp á fall- baráttu í sumar. Ég er bara að vona að við förum að hitta á góða leiki sem fyrst, en við verðum í góðum gír á mánu- daginn“. G R I N D A V Í K - K E F L A V Í K Grannaslagur 26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 23.6.2004 13:19 Page 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.