Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r ➤ Rangur fréttaflutningur Fréttablaðsins og Ríkisútvarpsins: ➤ Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ: 92% LESTUR Á SUÐURNESJUM Auglýsingasíminn er 421 0000 - samkvæmt könnun Gallup fyrir Víkurfréttir S tarfsfólki Fjölskyldu- ogfélagsþjónustu Reykja-nesbæjar var ekki hótað líkamsmeiðingum af hálfu tveggja hælisleitenda sem eru á vegum Fjölskyldu- og félags- þjónustunnar í Reykjanesbæ. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í síð- ustu viku var greint frá því að starfsmönnum stofnunarinnar hafi verið hótað líkamsmeið- ingum og lífláti og einnig var greint frá þessu í fréttum Rík- isútvarpsins. Hjördís Árnadóttir félagsmála- stjóri Reykjanesbæjar segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins og Ríkisútvarpsins sé rangur hvað varðar það að starfsmönnum Fé- lags- og fjölskylduþjónustunnar hafi verið hótað. „Við höfum ekki fengið hótanir um líkams- meiðingar frá þessum skjólstæð- ingum okkar og í raun fer lítið fyrir þessu fólki hér hjá okkur. Þetta er prútt fólk og aldrei hafa komið upp vandamál sem eru stærri en við fáumst við í dagleg- um störfum okkar,“ sagði Hjör- dís í samtali við Víkurfréttir. Að- spurð sagði Hjördís að hælisleit- endurnir sem um ræðir séu ekki í mótmælasvelti eins og greint hefur verið frá í fréttum. Umönn- un hælisleitenda gengur vel hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustunni að sögn Hjördísar og er að mörgu leiti svipuð þeirri þjón- ustu sem fram fer hjá stofnun- inni. „Við fáum á ári hverju hót- anir af öllum stærðum og gerð- um, en í þessu tilviki er um rang- an fréttaflutning að ræða.“ Tólf hælisleitendur eru nú á veg- um Fjölskyldu- og félagsþjónust- unnar í Reykjanesbæ. Bæjarstjórn Reykjanes-bæjar samþykkti áfundi sínum 15. júní að gerð verði úttekt á kostum þess fyrir Reykjanesbæ að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga á Suð- urnesjum innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Í greinargerð með tillögunni seg- ir að liðin séu 10 ár frá því sveit- arfélagið Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og að önnur sveitarfélög hafi hafnað því að vera með í þeirri sameiningu. Í greinargerðinni segir að við sam- eininguna hafi orðið til öflugt sveitarfélag á landsvísu sem sé vel í stakk búið að sinna þeim verkefnum seim sveitafélagi er ætlað. Því megi ætla að hagur Reykjanesbæjar af samstarfi inn- an Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum haf i minnkað. Megi leiða að því líkum að sam- starf sem þetta bindi hendur sveitarfélagsins þar sem ýmsar stórar ákvarðanir séu teknar á borði sambandsins. Segir í grein- argerðinni að vægi Reykjanes- bæjar við ákvarðanatöku sé hins- vegar í engu samræmi við íbúa- fjölda bæjarins. Því sé nauðsynlegt að fram fari athugun á því hvort það þjóni hagsmunum íbúa Reykjanesbæj- ar að taka þátt í slíku samstarfi á slíkum forsendum. Starfsfólki Fjölskyldu- og félags- þjónustu Reykjanesbæjar ekki hótað Landeigandi ósáttur við hross á beit ■ Óskað var eftir aðstoð lög- reglunnar í Keflavík á mánu- dagskvöld þar sem átta hross voru á beit á landskika í Höfn- um. Eigandi landsins hafði ekki gefið leyfi fyrir beit hrossanna, en eigandi hrossanna sagðist hafa leyfi annars landeiganda sem eru nokkrir. Reyndi að stinga lögregl- una af á Reykjanesbraut ■ Eldsnemma að morgni þjóð- hátíðardags mældu lögreglu- menn bifreið á 106 km hraða á Reykjanesbraut móts við Grinda- víkurveg en hámarkshraði þar er 70 km. Ökumaðurinn, sem lög- reglumenn þekktu fyrir að vera sviptan ökuleyfi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók áfram áleiðis til Reykjavíkur. Ökumaðurinn jók hraðann lítið eitt og þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglunnar í Hafnarfirði til að stöðva bifreiðina. Það tókst rétt við Straumsvík. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Matvöru stolið úr bifreið ■ Í síðustu viku hringdi kona til lögreglunnar í Keflavík og kvaðst hafa verið að koma úr versluninni Samkaup eftir að hafa verslað þar. Hafi hún verið á bifreið sinni og stöðvað smá- stund við hús á Vatnsnesvegi þar sem hún brá sér inn stutta stund. Var bifreiðin ólæst. Er hún kom aftur voru tveir pokar með varn- ingnum sem hún hafði keypt í Samkaup horfnir úr bifreiðinni. Voru það matvæli að verðmæti rúmlega sjö þúsund króna. Vitni kvaðst hafa séð konu um tvítugt taka Samkaupspokana úr bifreið- inni. Hafi hún verið með millisítt hár og karlmaður verið í för með henni. Vilja úttekt á kostum þátttöku bæjarsins í SSS Fylgist me› á vf.is FLEIRI MYNDIR 26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 23.6.2004 12:52 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.