Víkurfréttir - 24.06.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ Þjóðhátíðardagurinn 17. júní haldinn hátíðlegur á Suðurnesjum í blíðsapaveðri:
Það var söngur og gleði á þjóðhátíðardaginn í Sveitarfé-
laginu Garði. Þar var haldinn fyrsti þjóðhátíðardagurinn
í nýju bæjarfélagi. Ungar snótir voru á sviði þegar ljós-
myndari Víkurfrétta hafði viðkomu í Garðinum á yfir-
ferð sinni um Suðurnesin. Þær voru að flytja tónlist úr
söngleik sem settur var upp í Garðinum í vor. Skemmti-
legt framtak það og skemmtunin í dag tókst mjög vel
og var vel sótt. Hátíðarhöldin voru innandyra, en á úti-
svæði voru hestar, lestarferðir og sölutjöld, ásamt
hoppikastala og grilli.
Settu skemmtilegan svip
á þjóðhátíðardaginn
Fjöllistafólk frá Leikfélagi Keflavíkur setti skemmtilegan svip á hátíðarhöld 17. júní í
Skrúðgarðinum í Keflavík. Þarna mátti sjá mjög hávaxnar fígúrur og einnig skraut-
lega málað fólk sem sýndi listir sínar nú eða bara bauð fólki gleðilegan þjóðhátíðar-
dag. Þessi föli fjöllistamaður var mjög fær með boltana sína og kastaði þeim einum
af öðrum upp í loft og greip jafnharðan aftur. Vel var staðið að allri dagskrá og veð-
urguðirnir voru bara í ágætu skapi og buðu upp á sól í heiði en smá andvara, svona
til að láta fánana blakta.
Hafsteinn Guðmundsson, knattspyrnufrömuður í Keflavík til margra ára, dró
þjóðfánann að húni í Skrúðgarðinum í Keflavík. Þjóðfáninn sem árlega er dreginn
að húni í Reykjanesbæ er sá stærsti á Íslandi en athörnin er í umsjón
skáta í Reykjanesbæ.
Þjóðleg málning í Sandgerði
Þessar ungu snótir voru á þjóðlegum nótum í Sandgerði. Þar var boðið upp á andlitsmálningu og það þótti vinsælast að fá ís-
lenska fánann málaðan á andlitið. Allar vildu ungu dömurnar komast á mynd og brostu því sætt til myndasmiðs Víkurfrétta.
Grindvíkingar í hátíðarskapi
Grindvíkingar voru í hátíðarskapi þegar ljósmyndari Víkurfrétta kíkti við á þjóðhá-
tíðarskemmtun við Festi í Grindavík. Bæjarbúar nutu veðurblíðunnar og þeirrar
skemmtunar sem var í boði. Geirfuglarnir voru að skemmta fólki þegar tíðinda-
maður VF var á svæðinu og fólk á öllum aldri tók þátt í sprelli með þeirri gleðisveit.
Hafsteinn Guðmundsson dró
stærsta þjóðfána Íslands að húni
Söngur og gleði í Garði
26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 23.6.2004 12:54 Page 4