Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ágætu SuðurnesjabúarÍ dag , 18. nóvember 2004, minnumst v ið þess að 50 ár eru liðin frá því að Sjúkrahús Kef lavíkur tók til starfa. Á þessum 50 árum hef u r he i lbr igði sþjónu st a tekið stórstígum framförum. Sjú kdómar sem áður voru taldir ólæknandi eða í besta falli hvimleiður dragbítur eru nú margir hverjir læknanlegir með einföldum lyfjagjöfum og skurðaðgerðum. Heilsugæsla og forvarnir hafa fengið aukið vægi í umræðu um heilbrigð- isþjónustu og hei lsufar. Á þessum sama tíma hafa orðið miklar breytingar á rekstri hei lbr igðisstofnana og þv í umhverfi sem sjúklingum og starfsfólki er búið. Þjónusta e r ve i t t í æ r í k a r i mæl i í heimahúsum, á heilsugæslu- stöðvum, á göngudeildum og dagdeildum. Öll áhersla er lögð á að þrátt fyrir veikindi standi sjúklingum til boða að fá þjónustu og aðstoð heim til sín og þannig haft meiri stjórn á lífi sínu og nánasta umhverfi. Þegar þessi þjónusta dugir ekki, tekur sjúkrahúsþjón- ustan við, þar sem sjúklingar eru læknaðir og þeim er líknað. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur ekki farið varhluta af þessari þróun þó meginhlut- verk hennar sé alltaf það sama, að þjóna sjúklingum, aðstand- endum og skjólstæðingum. A l menni ng ur er nú betur upplýstur um hvaða þjónusta stendur því til boða og hvernig betur megi vernda heilsuna með heilbrigðu líferni. Þrátt fyrir allar þær tækni- framfarir í heilbrigðisvísindum sem átt hafa sér stað, breyta þær ekki þeirri staðreynd að sjúk rahús og hei l sugæslu- stöðvar eru þær stofnanir í hverju samfélagi sem við síst getum verið án. HSS hefur markað sér fram- tíðarsýn til ársins 2010 sem hei lbr igði sráðher ra hef u r staðfest. Áhersla er lögð á að veita alla heilsugæsluþjónustu, alla almenna sjúkrahúsþjón- ustu og góða kennsluaðstöðu fyrir nema. Til þess að öllum markmiðum verði náð, þarf ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt, m.a. verður að ljúka við byggingu D álmu sem fyrst til að halda megi uppi eðlilegri þjónustu við skurðsjúklinga til framtíðar. Aukin fjárframlög þurfa að koma í viðhald hús- næðis og bygginga og umhverfi stofnunarinnar þarf að lagfæra og gera aðlaðandi. Síðast en ekki síst þarf að vera unnt að bjóða sjúklingum og skjól- stæðingum upp á nútímalega þjónustu með þeirri tækni og tækjabúnaði sem best hæfir hverju sinni. Sem betur fer á HSS sér marga velvildarmenn sem hafa reynst ómetanlegir og gefið rausnar- legar gjafir af ýmsu tagi bæði til tæknilegra nota og til að auðga andann. Án þessara vel- gjörðarmanna væri HSS verr stödd. Í tilefni þessara merku tíma- móta munum við á HSS gera okkur dagamun eins og tíðk- ast gjarnan á tyllidögum. Við höfum boðið til okkar gestum, listaverk verða afhjúpuð, við bjóðum upp á listsýningar og við ætlum að slá á létta strengi. Við væntum þess að sem flestir geti tekið undir með okkur þegar við óskum afmælisbarn- inu til hamingju með hálfrar aldar afmælið og óskum því langra og heilladrjúgra lífdaga. 8 Afmælisávarp framkvæmdastjóra HSS: Heilbrigðisþjónusta tekið stór- stígum breytingum á hálfri öldÁhrifa Heilbrigðis-stofnunar Suðurnesja gætir víða í samfé- laginu á Suðurnesjum. Á stofnunina fer fólk sem á við veikindi að stríða og þar innan dyra er tekist á við vandamál sem skjóta upp kollinum hjá fólki; jafnt stór sem smá. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fagnar hálfrar aldar afmæli í dag. Í gegnum árin hefur stofn- unin verið mikið í fréttum og í umræðunni meðal íbúa Suðurnesja. Má segja að starfsemi spítala sé alltaf hitamál því fjölmargir hafa skoðanir á starfseminni, rekstrinum og aðstöðunni. Í gegnum tíðina hafa Víkurfréttir f lutt hundruð frétta af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja; bæði jákvæðar og neikvæðar. Og fréttirnar hafa yfirleitt vakið upp við- brögð í samfélaginu. Íbúarnir hafa sent inn greinar þar sem skoðunum á stofnuninni er lýst og komið með hugmyndir að einhverju sem greinar- höfundar telja að megi betur fara innan stofnunarinnar. Mikill st yr hefur staðið um stofnunina síðustu árin. Fyrir um tveimur árum sögðu allir heilsugæslulæknarnir upp störfum og hurfu til annarra starfa. Athæfinu var kröf- tuglega mótmælt af íbúum á svæðinu og var málið mikið í fréttum. D-álman hefur einnig verið mikið í umræð- unni í gegnum tíðina. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er einn stærsti vinnustaður á Suðurnesjum en þar starfa á þriðja hundrað manns. Stofnunin hefur því bein áhrif á um 300 fjölskyldur hér á Suðurnesjum en einungis um 5% starfsmanna stofnunar- innar búa utan Suðurnesja. Ef tekið er mið af Landspítala Háskólasjúkrahúsi þá búa um 7,6% starfsmanna utan höfuðborgarsvæðisins. Tilfinningalegt samband margra íbúa Suðurnesja við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er einnig mikið. Í fyrra fædd- ust þar 225 börn; 100 stelpur og 125 strákar í 223 fæðingum. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að það séu ekki mörg samfélög á landinu sem búi svo vel að eiga stofnun sem HSS innan sinna vébanda, en stofnunin er fjórða stærsta sjúkra- stofnun landsins. Segir Árni að tilvera slíkrar stofnunar stórauki gæði samfélagsins og fjölbreytni starfa á svæðinu. „Oft er talað um karla- og kvennastörf. Samfélag sem getur boðið góða blöndu af þeim er vel sett og það erum við,” segir Árni og hann bætir við. „Auk ört stækkandi flugþjónustu- og flutninga- starfsemi, orkuvinnslu og rannsókna, iðnaðarsvæðisins í Helguvík, skýrara varnarhlut- verks, ferðaþjónustu, nýrra tækifæra í menntastarfsemi öflugum framhaldsskóla og íþrottaakademíunni, skapar heilbrigðisþjónsutan mjög fjöl- breytta atvinnumöguleika.” ÁHRIF HSS Á SAM- FÉLAGIÐ VÍÐTÆK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.