Víkurfréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 18. NÓVEMBER 2004 I 19
Geir Sveinsson fyrrver-andi atvinnumaður og fyrirliði landsliðsins í
handbolta hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri séreign-
arstofn-
unarinnar
Íþróttaaka-
demían ses.,
en hann
hefur nýlokið
MBA námi
frá Háskóla
Íslands.
Í viðtali við
Víkurfréttir
sagði Geir að gaman væri að
fá að nýta sér menntunina í
að vinna að íþróttamálum.
„Það er auðvitað frábært að fá
svona tækifæri. Þarna sá ég að
ég gæti sameinað það sem ég
var búinn að gera sem hefur
verið alla mína ævi í rauninni.
Ég var búinn að vera atvinnu-
maður í handbolta í tíu ár, en
gerði mér grein fyrir því að
handboltinn yrði ekki eilífur.
Ég lofaði sjálfum mér því að
ég skyldi auka við menntun
mína þegar ég kæmi heim
aftur. Svo fær maður færi á að
nýta menntunina sem maður
er búinn að vera að bæta á sig á
síðustu árum þannig að tæki-
færið var frábært. Það er ekki
sjálfgefið að maður fái einmitt
svona tækifæri þannig að ég
er mjög þakklátur fyrir það.”
Geir starfaði náið við undir-
búning Íþróttaakademíunnar
alt frá upphafi og var í starfs-
hóp sem Eignarhaldsfélagið
Fasteign, eigandi fyrirhugaðs
húsnæðis, setti saman í apríl
síðastliðnum. Ásamt honum
voru í hópnum Hrannar
Hólm, íþróttafræðingur, og
Samúel Guðmundsson verk-
efnisstjóri byggingarinnar.
Geir segist hafa heillast af
verkefninu strax frá byrjun.
„Út frá þessum fyrstu hug-
myndum sem voru kynntar
fyrir mér leist mér vel á málið
og síðan þróaðist þetta smátt
og smátt. Þó að ekki hafi verið
búið að ganga frá nokkru á
milli okkar var ég farinn að
taka þátt í undirbúningsvinnu
til að gera þetta að veruleika.”
Eins og fram hefur komið mun
skólinn taka til starfa þegar á
næsta hausti og mun kynning-
arstarf því hefjast á næstunni.
„Stofnunin byggir rekstur sinn
að miklu leyti á utanaðkom-
andi tekjum sem fæst meðal
annars með því að fá nem-
endur í skólann. Þess vegna
verður skólinn að vera orðinn
sjáanlegur út á við strax upp
úr áramótum og við þurfum
stöðugt að minna á okkur.
Ég er sannfærður um að fólk
muni sækja í skólann, ann-
ars hefum við ekki farið af
stað í þetta verkefni. Það
veltur hins vegar á því að vel
takist til með undirbúning.”
Í sumar var Geir sterklega
orðaður við þjálfunarstöðu
bæði hjá íslenska land-
sliðinu og í þýsku úrvals-
deildinni. Geir segir að
valið hafi ekki verið erfitt.
„Ég viðurkenni það að auð-
vitað kitlaði það að fara út og
þjálfa. Tilboðið bar nokkuð
brátt að og það hefði verið
erfitt að taka því út af því að
ákvörðunin hefði þurft að vera
tekin strax og ég hefði þurft
að flytja út einn tveir og þrír.
Fjölskyldan mín spilaði þar
heilmikið inn í en væntan-
lega hefði ég metið þá stöðu
allt öðruvísi ef verkefnið með
Íþróttaakademíuna hefði ekki
verið uppi á borðinu. Það er
því ekki spurning að tækifærið
til að vinna að þessu verkefni
hér í Reykjanesbæ vó þyngra
og ákvörðunin var ekki erfið.”
Geir býr í Reykjavík með fjöl-
skyldu sinni en útilokar ekki
að flytjast búferlum suður með
sjó þegar fram líða stundir.
„Ég mun skoða þau mál gaum-
gæfilega, en aðstæður mínar
eru þannig að ég vil raska sem
minnstu úr því sem komið
er. Það er best að börnin séu í
þeim skóla þar sem þau hafa
verið. Mér finnst það ekki enn
tímabært en að sjálfsögðu er ég
opinn fyrir því og það sem ég
hef séð af Reykjanesbæ líst mér
mjög vel á. Árni fór með mig á
rúnt um bæinn og maður sér
að það er gríðarlega mikil upp-
bygging í gangi. Hér er margt
mjög skemmtilegt að gerast
þannig að Reykjanesbær er
bær sem ég hef mikla trú á.”
Mikið annríki er þessa dagana
hjá framkvæmdastjóranum
og í mörg horn að líta. „Það
verður mikið að gera hjá
mér á næstunni og eflaust
verður einhver mótvindur
en það er skemmtilegt að
takast á við slíkt og maður
er vanur því, þannig að ég
er fullur tilhlökkunar.”
Geir veitir aka-
demíunni forstöðu
8 Framkvæmdastjóri Íþróttaakademíunnar: