Víkurfréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Hörður spreytir
sig í Noregi
Hörður Sveinsson, framherji
Keflavíkur í knattspyrnu,
hélt á laugardag til norska
félagsins Start þar sem hann
verður við æfingar í vikutíma.
Hörður skoraði fimm
mörk í 18 leikjum í
Landsbankadeildinni í
sumar og skoraði auk þess
eftirminnilegt mark í bik-
arúrslitunum gegn KA.
Hörður, sem er 21 árs,
hefur leikið alls 50 deild-
arleiki fyrir Keflavík og
skorað í þeim 10 mörk.
Petrúnella til
Njarðvíkur
Körfuknattleikskonan
Petrúnella Skúladóttir úr
Grindavík hefur ákveðið að
ganga til liðs við Njarðvík.
Hún kvað ástæðuna vera
að hún byggi í Njarðvík
og hefði haft hug á að
skipta í nokkurn tíma.
„Njarðvíkingar eru með ungt
og efnilegt lið og ég er viss um
að þetta verður mjög gaman.”
Petrúnella, sem er 19 ára göm-
ul, hefur leikið með meista-
raflokki Grindavíkur síðustu
fimm ár og einnig með A-
landsliði Íslands en hefur ekki
fengið að spila mikið í vetur.
Petrúnella mun að öllum
líkindum fá leikheimild með
Njarðvík eftir um mánuð.
Keflavík sigrar
á fimleikamóti
Stelpurnar í H-2 úr
Fimleikadeild Keflavíkur
gerðu góða ferð til Hveragerðis
á dögunum og sigruðu á
Byrjendatrompmóti Hamars.
Keppendur voru á aldrin-
um 10-14 ára og komu þeir
víðs vegar af landinu.
Alls voru 11 lið skráð til leiks
og sigruðu Keflavíkurstúlkur
með 24,01 stig. Glæsilegur ár-
angur hjá stelpunum sem hafa
æft trompfimleika í tæp tvö ár.
Fr e y j a S i g u r ð a r d ó t t i r t r y g g ð i s é r Í s l a n d s -meistaratitilinn í Galaxy
Fitness sl. laugardagskvöld er
hún sigraði í öllum keppnis-
greinum með glæsibrag.
Eftir að hafa slegið Íslandsmet
í armbeygjum helgina áður
gerði hún sér lítið fyrir og sló
það aftur með tilþrifum. Metið
hennar úr síðasta móti var 77
en nú tók hún heil 89 stykki. Sú
sem kom næst henni var „ein-
ungis” með 69.
„Það er got t að koma a f t-
ur svona sterk,” sagði Freyja í
samtali við Víkurfréttir en hún
byrjaði nýlega að æfa aftur eftir
að hafa tekið sér barnsburð-
arleyfi.
Þátttaka í stórum mótum er
afar krefjandi bæði hvað varðar
æfingar og mataræði, en dag-
skráin er þéttbókuð hjá Freyju.
„Ég fer á HM í september á
næsta ári og í millitíðinni á
bikarmótið hér heima þannig
að það er nóg framundan. Ég
ætla þessvegna að halda mínu
striki og ekki slá slöku við.”
Þess má einnig til gamans geta
að Jakob Már Jónharðsson, eig-
inmaður Freyju, lenti í fjórða
sæti í karlaf lokki og sigraði í
tímaþrautinni.
Keflavík og Grindavík mætast í undanúr-slitum Hópbílabikars
kvenna á laugardag.
Róðurinn verður eflaust
þungur fyrir Grindavík því
Keflavíkurstúlkur hafa leik-
ið afburða vel það sem af er
vetri og virðast til alls lík-
legar. Grindavík hefur engu
að síður sterka leikmenn
innan sinna raða sem vita
hvað til þarf í þessum efnum.
Gengi liðanna hefur verið mi-
sjafnt í vetur, en Grindavík
hefur ekki staðið undir vænt-
ingum sem til þerra voru
gerðar á meðan Keflavík trónir
ósigrað á toppi 1. deildarinnar.
„Við höfum verið að slípa
okkur saman að undanförnu
og höfum verið í stöðugri
framför,“ sagði Henning
Henningsson, þjálfari
Grindavíkur, og sagðist sáttur
við stígandann í liðinu um
þessar mundir. „Leikurinn við
Keflavík er stór áskorun fyrir
okkur ví að þær eru með besta
liðið í dag. Við vissum hins
vegar að við þyrftum einhvern
tíma að leggja þær ef við ætl-
uðum að taka bikarinn. Staðan
í deildinni skiptir ekki máli,
heldur vilji og rétt hugarfar.“
Sverrir Þór Sverrisson hjá
Keflavík býst við hörkuleik.
„Þetta er fyrsti alvöruleikurinn
í vetur og titillinn er í húfi.
Við ætlum okkur að vinna
þennan leik og fara í úrslitin.
Freyja Íslandsmeistari
Úrslit
vikunnar
Intersport-deildin
Skallagr.-Njarðvík 91-92
Nja: Friðrik Stefánsson
24, Brenton Birmingham
18, Matt Sayman 15,
Jóhann Ólafsson 14,
Guðmundur Jónsson 12.
Ska: Jovan Zdravevski
29, Clifton Cook 20,
Ragnar Steinsson 16.
KR-Keflavík 90-88
Kef: Anthony Glover
31, Nick Bradford 18,
Gunnar Einarsson 16.
KR: Damon Garris 23,
Cameron Echols 20,
Ólafur Ægisson 16.
Grindavík-Tindast. 102-95
Gri: Darrel Lewis 33/14/9,
Páll Axel Vilbergsson
28, Morten Szmiedowicz
11, Justin Miller 11.
Tin: Bethuel Fletcher
30/10/12, Svavar Birgisson
26, Nicola Cvetkovic
18/10, Axel Kárason 14.
Keflavík-Grindavík 84-73
Kef: Nick Bradford
26/12, Anthony Glover
15, Gunnar Einarsson 11,
Arnar Freyr Jónsson 11.
Gri: Justin Miller 23/19,
Darrel Lewis 18, Páll
Axel Vilbergsson 10.
Njarðvík-Snæfell 81-83
Nja: Matt Sayman 22/5/10,
Páll Kristinsson 19,
Friðrik Stefánsson 12/13,
Brenton Birmingham 11,
Anthony Lackey 10/13.
Snæ: Desmond Peoples
21/12, Pierre Green 20,
Hlynur Bæringsson 17.
Keflavík-Madeira
Kef: Magnús Gunnarsson
24, Nick Bradford 23/13,
Gunnar Einarsson 22,
Anthony Glover 20/12.
Mad: Hatton 30,
McCottry 25.
1. deild kvenna
Haukar-Njarðvík 65-54
Nja: Ingibjörg
Vilbergsdóttir 25, Jaime
Woudstra 18/10.
Hau: Helena Sverrisdóttir
16/19, Ragnheiður
Theodórsdóttir 15.
KR-Grindavík 34-58
Gri:Sólveig
Gunnlaugsdóttir 15,
Erla Reynisdóttir 12.
KR: Helga
Þorvaldsdóttir 10.
Knattspyrnudeildir Keflavíkur og UMFN halda umfangsmikið knattspyrnumót í Reykjaneshöll um helgina í samvinnu
við 10-11.
Þetta mót er nú haldið annað árið í röð og
munu 11 íþróttafélög af suður- og suðvesturl-
andi senda 5. f lokks lið drengja til mótsins.
Þátttakendur verða vel á f jórða hundrað
drengja á aldrinum 10 og 11 ára og munu flest-
ir þeirra gista í Holtaskóla.
Einnig má reikna með að fjöldi foreldra munu
koma og fylgjast með börnum sínum keppa í
Reykjaneshöllini um helgina. Segja aðstand-
endur keppenda að ánægjulegt sé að íþrótta-
hreyfingin geti tekið virkan þátt í að fá fólk til
þess að sækja Reykjanesbæ heim. Óhætt er að
gera ráð fyrir að fyrirtæki og þjónustuaðilar á
svæðinu muni njóta góðs af þessum heimsókn-
um. Fjöldi sjálfboðaliða mun leggja mótshöl-
durum lið til þess að gera mótið sem veglegast.
Mótið hefst kl. 10 á laugardagsmorgun og lýk-
ur um kl. 14:00 á sunnudaginn með verðlaun-
aafhendingu.
Þátttakendur munu gera ýmsilegt annað en
að leika knattspyrnu, m.a. skoða flugvélar hjá
Iceandair, fara í bíó og í sund, halda pizz-
uveislu svo eitthvað sé nefnt. Bæjarbúar eru
hvattir til þess að líta við í Reykjaneshöllinni
og fylgjast með sprækum og kátum strákum í
fótbolta um næstu helgi.
Stórmót í Reykjaneshöll um helgina
Keflavík og Grindavík
mætast í Hópbílabikarnum
L U T Stig
Njarðvík 7 6 1 12
Keflavík 7 5 2 10
Snæfell 7 5 2 10
Fjölnir 7 5 2 10
Skallagrímur 7 4 3 8
Haukar 7 3 4 6
Grindavík 7 3 4 6
ÍR 7 3 4 6
KR 7 3 4 6
Tindastóll 7 3 4 6
Hamar 7 2 5 4
KFÍ 7 0 7 0
Intersport-deildin
Ju s t i n Mi l l e r, l e i k m a ð -u r k ö r f u k n a t t l e i k s l i ð s Grindavíkur, er farinn heim
á leið og mun ekki leika meira
með liðinu í vetur.
Hann hélt aftur til Bandaríkj-
anna á þriðjudag til að vera við
hlið móður sinnar sem er að
kljást við erfið veikindi.
M i l l e r l é k 7 l e i k i m e ð
Grindavík og skoraði um 14
stig í leik, tók 11 fráköst og
varði 2 skot . Frammistaða
hans var misjöfn í leikjunum,
en hann var besti maðurinn á
vellinum í sigri Kef lavíkur á
Grindavík í síðustu umferð þar
sem hann skoraði 23 stig og tók
19 fráköst.
MILLER
FARINN
SPORT
MOLAR