Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.11.2004, Page 18

Víkurfréttir - 18.11.2004, Page 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fjölmenni var við fyrstu skóflustungu að Íþrótta-akademíu í Reykjanesbæ á laugardag. Skóflustunguna tók fjöldi afreksfólks í íþróttum í Reykjanesbæ. Má þar nefna bikar- og Íslandsmeistara karla í körfu, meistara meistaranna í körfu, bikar- og Íslandsmeistara kvenna í körfu, bikarmeist- ara karla í knattspyrnu, meistara í 1. deild kvenna í knattspyrnu, bikar- og Íslandsmeistara í sundi, hest- aíþróttum, íþróttum fatlaðra, meistara í golfi og keilu. Skóflustungurnar voru síðan teknar í flóðlýsingu rauðra blysa sem tendruð voru af þessu tilefni. Húsið verður alls 2.700 m2, að hluta á tveimur hæðum, og er áætlaður byggingarkost- naður um 450 milljónir króna. Byggingu fyrsta áfanga verður lokið næsta haust og er gert ráð fyrir að skólastarf hefjist í sept- ember 2005. Verkið var boðið út í október sl og áttu Íslenskir Aðalverktakar lægsta tilboð í verkið. Það var þó yfir áætl- uðum framkvæmdakostnaði, en hönnuðir, ásamt aðalverk- taka hafa unnið við að finna leiðir til að lækka byggingar- kostnað niður fyrir kostnaðar- markmið Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf., sem verður eigandi húsnæðisins. Gert er ráð fyrir að nemendur á fyrsta ári skólans verði um 30 talsins en þeim mun fjölga ört á næstu árum í 110 nemendur á þriðja starfsári skólans. Íþróttaakademían mun auk nýbyggingarinnar nýta sér til kennslu og rann- sókna þau afburða íþrótt- amannvirki sem fyrir eru í Reykjanesbæ, auk þeirra sem byggð verða á næstu árum. Á 1. hæð hússins verður m.a. fyrirlestrarsalur, kennslustofur og stór íþróttasalur 20x40m. Á efri hæð verður svo kennslu- og rannsóknaaðstaða ásamt bókasafni og kennaraaðstöðu svo eitthvað sé nefnt. Gert er ráð fyrir að Íþróttaakademían byggist í næstu áföngum í átt að Njarðarbraut. Á fimmtudaginn var gengið frá stofnun sálfseignarstofn- unar um Íþróttaakademíu. Þar var Geir Sveinsson ráð- inn framkvæmdastjóri Þá var skipuð fyrsta stjórn Íþróttaakademíunnar, en í henni sitja Árni Sigfússon, for- maður, Hrannar Hólm, vara- formaður, Una Steinsdóttir, ritari, Geirmundur Kristinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson meðstjórn- endur. Í varastjórn eru Geir Newman og Böðvar Jónsson. Verkefni Íþróttaakademíunnar eru þríþætt: Háskólanám í íþróttafræðum til BS-gráðu sem stjórnað er af Háskólanum í Reykjavík og hefst haustið 2005, funda- og námskeiða- hald um íþrótta- og heils- utengt efni í samstarfi við íþróttahreyfinguna, HR og heilbrigðisstofnanir, og aðstaða fyrir fjarkennslu í ýmsum námsgreinum en yfir 100 nemendur stunda nú fjar- nám á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. 8 Stór dagur í íþrótta- og menntamálum á Suðurnesjum: Íþróttaakademía opnar að ári 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Hæfniskröfur: • Háskólamenntun og/eða fjölbreytt starfsreynsla æskileg • Frumkvæði, þjónustulund og söluhæfileikar • Markviss og sjálfstæð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum Helstu verkefni: • Sala og þjónusta við einstaklinga og fyrirtæki • Leiðbeiningar/fjármálaráðgjöf til einstaklinga • Upplýsingagjöf um vörur og þjónustu Landsbankans Laun eru samkvæmt kjarasamningi bankamanna. Nánari upplýsingar veita Valdimar Einarsson, útibússtjóri í Grindavík, í síma 426 9101 og Bergþóra Sigurðardóttir, Starfsmannasviði Landsbankans, í síma 410 7907. Umsóknir sendist í tölvupósti á bergsig@landsbanki.is fyrir 25. nóvember nk. Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmti- legan vinnustað, starfsánægju og gott starfsumhverfi sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Það er viðhorf stjórnenda Lands- bankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, sé lykillinn að farsælum rekstri bankans. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 64 88 11 /2 00 4 Landsbankinn Grindavík - Þjónustufulltrúi Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa við útibú Landsbankans í Grindavík Fjölmenni var við fyrstu skóflustungu að Íþrótta-akademíu í Reykjanesbæ á laugardag. Skóflustunguna tók fjöldi afreksfólks í íþróttum í Reykjanesbæ. Má þar nefna bikar- og Íslandsmeistara karla í körfu, meistara meistaranna í körfu, bikar- og Íslandsmeistara kvenna í körfu, bikarmeistara karla í knattspyrnu, meistara í 1. deild kvenna í knattspyrnu, bikar- og Íslandsmeistara í sundi, hesta- íþróttum, íþróttum fatlaðra, meistara í golfi og keilu. Hér má sjá nokkra af gestum samkomunnar við undirritun samninga.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.