Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 18. NÓVEMBER 2004 I 17 Halla Haraldsdóttir er fædd og uppalin á Siglufirði, en er nú búsett í Keflavík. Hún stundaði nám við Handíða - og myndlistaskóla Íslands. Aðalkennari hennar þar var hinn þekkti listamaður Erró. Nokkrum árum síðar fór Halla fyrir tilstuðlan Barböru Árnason í kennaradeild skólans, en Barbara hafði stutt og hvatt Höllu um margra ára skeið. Þá lá leiðin til Danmerkur þar sem hún stund- aði nám hjá kunnum listmálara og leiðbein- anda, S. Edsberg. Halla hefur haldið fjölda eink- asýninga og tekið þátt í samsýningum bæði innan- lands og utan. Verk Höllu hafa verið talin sterk og kraftmikil og hinn töfrandi samleikur lita og forms hrífur áhorfandann með sér. Halla hefur sér- staka tilfinningu fyrir litum og notar oft óvenj- ulegar samsetningar. Strokurnar eru mjúkar og hlýjar, en ákveðnar. Öll endurspegla verkin hin sérstaka andlega kraft sem finnst í töfraheimi íslen- skrar náttúru og þjóðsagna. (M. Hilmarsdóttir Listfræðingur 1998) Verk Höllu hafa verið valin til birtingar í bókum og á kortum hjá Kiefel - forlaginu í Þýskalandi. Árið 2001 gaf PKL Verpackungssystem í Þýskalandi systurfyrirtæki sínu í Japan stórt glerverk eftir Höllu. Einnig hefur Listasafninu í Linnich hlotnast stórt glerverk eftir Höllu. Frá árinu 1978 hefur Halla verið, fyrst við nám og síðar störf, hjá hinu virta gler - og mósaík- verkstæði Dr. H. Oidtmann í Þýskalandi. En það er eitt elsta sinnar tegundar þar í landi og hefur lagt ríka áherslu á að vinna með og styðja við bestu listamenn í heimi. H e l s t u gler - og mósaíkverk Höllu á opinberum stöðum: Hveragerðiskirkja Sjúkrahús Suðurnesja Selfosskirkja Dvalarheimili aldr- aðra á Akureyri Meinz Drais Marien kapella í Þýskalandi Kiefelverlag Wuppertal Bischof Diözesan - Bauamt Mainz PKL Verpackungssytem í Linnich, Þýskalandi VISA Ísland Seðlabanki Íslands Safnaðarheimilið Sandgerði Helstu viðurkenningar: Menningar - og listastyrkur alþjóðasambands Soroptimista 1978 Vann samkeppni um útilistaverk á Sundmiðstöðina í Keflavík 1988 Listamaður Keflavíkur 1993 Halla hefur í mörg ár styrkt líknar - og góðgerð- arfélög með gjöfum á myndum og til útgáfu jólakorta, jólamerkja og ýmissa tækifæriskorta. Fjórtán starfsmenn HSS voru heiðraðir á nýaf-staðinni árshátíð stofn- unarinnar en starfsmennirnir hafa allir starfað við stofnun- ina í 25 ár. Auk þakklætisvotts frá fram- kvæmdastjóra fengu starfs- mennirnir bókina “Íslendingar” ef t ir Unni Jökulsdóttur og Sigurgeir Sigurjónsson að gjöf. Þeir sem mættir voru á árshá- tíðina fengu viðurkenninguna þar en aðrir mánudaginn eftir. Þeir starfsmenn sem nú hafa starfað 25 ár eða lengur við stofnunina eru: Aðalheiður Jónsdóttir Auður Jónsdóttir Bjarney Gunnarsdóttir Erna Bergmann Eygló Óskarsdóttir Guðrún Guðbjartsdóttir Halldóra Jóhannesdóttir Halldóra Kristinsdóttir Hulda Bjarnadóttir Lilja Karlsdóttir María Karlsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Sólveig S. J. Þórðardóttir Steinunn Erlingsdóttir 25 ára starfsviðurkenningar 8 Fjórtán starfað lengur en 25 ár við HSS: Verk eftir Höllu Har til sýnis á HSS 8 Myndlistarsýning á HSS: 8 Vefnaðarlistasýning á HSS: Ás a e r f æ d d o g u p p -a l i n í K e f l a v í k e n b ý r n ú o g s t a r f a r í Reykjavík. Hún útskrifað- ist úr Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1973 o g s t u n d a ð i s í ð a n n á m v i ð K o n s t i n du s t r i s k o l a n Göteborgs Universitet árin 1976-1978. Ása Ólafsdóttir hefur frá árinu 1981 verið virk í myndlist- inni og m.a. haldið 20 eink- asýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga v íðs vegar um heim. Árið 2003 sýndi hún til að mynda með góðum hópi á The Museum of Modern Art í Saitama í Japan. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verkefnastyrki og 5 sinnum h lot ið s ta r fs laun r í k isins . Hún er félagsmaður í Félagi íslenskra myndlistarmanna og Sambandi íslenskra mynd- listarmanna. Sýningar Ásu og Höllu stand yfir fram yfir áramót. Verk eftir Ásu til sýnis á HSS ���������������������������������������������������������� ���������������������������� ������������������������������������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������������������������������� ��������������������������� ����������������������������� ����������������� ������� ������� ���� ����� ������� ���������������������������������������������������� ��������������������������������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.