Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2005, Side 12

Víkurfréttir - 13.01.2005, Side 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Lánleysi ársins: Þrjú sjálfsmörk í þremur leikjum Lánleysi var með Keflvíkingum í knattspyrnunni á síðasta sumri. Yfirleitt þarf ekki að kvarta yfir því þegar mörk eru skoruð en þegar þrjú sjálfs- mörk eru skoruð í jafnmörgum leikjum, þá ratar það á frétta- síðurnar. „Lánleysi Keflvíkinga algert!” sagði í blaðinu í sumar. Borgar sig nokkuð að rifja upp hverjir skoruðu mörkin? Ellismellur ársins: 30 rúma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ Aldraðir sáu ástæðu til að kætast á árinu þegar sveitar- félögin, stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að komið verði upp 30 rúma hjúkrunarheimili í Reykja- nesbæ og aðstaða á Garðvangi í Garði verði bætt. Þetta er gert í kjölfar viðræðna stjórn- málamanna á Suðurnesjum og embættismanna ríkisins. Ein- hverjir varnaglar voru þó í sam- komulaginu en framkvæmdir eiga að hefjast á þessu ári. Gámavæðing ársins: Löggur í gámum Húsnæðismál lögreglunnar á Keflavíkurflug- velli hafa verið til umræðu allt síðasta ár. Mikið hefur verið rætt um byggingu stjórnsýsluhúss á Keflavíkurflug- velli en á meðan fjölgar gámum sem lögreglan hreiðrar um sig í. Myndarlegasta gámabyggð er bæði í Grænási og við Leifs- stöð. Þá fengu lögreglumenn í Grænáshliði sumarbústað sem vinnuaðstöðu í árslok. Ekkert gámafólk þar... Ljósmyndarar ársins: Varnarliðinu séð fyrir hlutverki á Íslandi Ljósmyndarar Víkurfrétta sáu til þess í sumar að Varnarliðið hefði tilgang með veru sinni hér á landi. A.m.k. þurftu vopnaðir hermenn ítrekað að hafa afskipti af störfum ljósmyndara blaðsins. Eitt tilvikið átti sér stað í kirkju- garðinum við Garðveg, annað á Reykjanesbrautinni ofan byggðar í Grænási, það þriðja á Pattersonflugvelli og þá fengu ljósmyndarar líka að kynnast skotvopnum Varnarliðsins á hafnarsvæðinu í Helguvík. Alltaf höfðu Víkurfréttir sigur í stríði sínu við herinn, sem var að verða hálf vopnlaus í árslok. Var haft á orði að flugeldalager björgunarsveitarinnar væri öfl- ugri en verjur varnarliðsins... Tvöföldun ársins: Tvær akreinar í báðar áttir! Reykjanesbrautin var tvöfölduð úr Hvassahrauni frá bæjar- mörkum Hafnarfjarðar og Voga og vel áleiðis að gatnamótum við Voga eða upp á miðja Strandarheiði. Nú eru eftir um 11 kílómetrar og þrjú mislæg gatnamót, sem vegagerðin segir að kosti um 1,9 milljarða króna að leggja. Heimamenn vilja meina að verkefnið kosti ekki svo mikið og hvetja stjórn- völd til að tryggja fé til að ljúka verkinu. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra mun ætla að finna fé, en það hefur enn ekki komið í leitirnar... Lending ársins: Púllarar í Leifsstöð Það var mikið að gera hjá stjörnufréttamönnum Vík- urfrétt á árinu, enda hver stórstjarnan á fætur annarri annað hvort á leiðinni inn í landið eða að hafa viðkomu í Leifsstöð. Þannig vakti flugvél með leikmönnum Liverpool athygli þar sem hún tók eldsneyti við Leifsstöð. Leikmennirnir fóru hins vegar fæstir frá borði og ollu þannig stuðningsmönnum sínum vonbrigðum... Þetta hefðu leik- menn Arsenal aldrei gert... Fljóð ársins: Léttklæddar Suðurnesja- stúlkur á ströndinni Bændur á Stafnesi voru óeðli- lega mikið að sinna málum niðri í fjöru þetta sumarið þegar sól var hátt á lofti og hitinn var hvað mestur. Ljósmyndari Víkurfrétta vandi nefnilega komur sínar í fjörur Stafness með fögur fljóð þar sem þær fækkuðu margar hverjar fötum fyrir myndavélina. Allt fyrir frægðina en stúlkurnar voru annað hvort að taka þátt í fyrir- sætukeppninni Qmen-stúlkan eða að auglýsa sundfatnað fyrir sportvöruverslanir svæðisins. Heimshornaflakk ársins: Hasar á Suðurnesjum Sjónvarpstökulið frá hinum heims- þekkta sjónvarps- þætti Amazing Race gerðu víð- reist um Suður- nes í sumar þegar nóttin var hvað björtust. Allt átti að fara leyni- lega fram en sérlegur útsendari Víkurfrétta klæddist felulitum og festi á filmu hasarinn sem fylgir þáttunum í hrauninu við Bláa lónið og í flugstöðinni. Gestir ársins: Hillary fékk sér ekki pulsu í Bláa lóninu Hillary Clinton, öldungadeild- arþingmaður og eiginkona Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjafor- seta, hafði viðkomu í Bláa lón- inu á árinu ásamt John McCain, þekktu andliti úr bandaríska þinginu. Þau eru meðal þekkt- ustu gesta Bláa lónsins á árinu, og þó verður gestalistinn vart talinn fámennur þegar kemur að stjörnum. Á sama tíma sporð- renndi Clinton einni með sinn- epi á Bæjarins bestu í Reykjavík. Hann hefði betur farið á Pulsu- vagninn til Villa í Keflavík og losnað við sjúkrahúsleguna... Hetja ársins: Send til aðgerðar í Danmörku Lesendur Víkurfrétta kynntust sannkallaðri hetju á árinu þegar þeir fengu að kynnast Allý litlu, stúlku á öðru aldursári sem brenndist alvarlega af heitu vatni í Keflavík. Hún hlaut mjög alvarleg brunasár og var send

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.