Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2005, Side 13

Víkurfréttir - 13.01.2005, Side 13
VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 2005 I 13 utan til Danmerkur þar sem hún gekkst undir flókna húð- græðsluaðgerð. Aðgerðin tókst vel og Allý er komin aftur til landsins, þó svo hún eigi langt í land með að ná fullum bata. Hátíð ársins: Ljósanóttin enn og aftur Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að Ljósanótt í Reykjanesbæ er önnur stærsta hátíð sem haldin er hér á landi á eftir sjálfri menningarnóttinni í Reykjavík. Tugþúsundir venja orðið komu sína á Ljósanótt til að njóta menningar og mannlífs eins og það gerst hvað best á landinu - einmitt á Ljósanótt. Síðasta ársins: 1000 ára smalamennsku á enda Það voru mögnuð spor sem stigin voru við Grindavík í haust þegar þar var smalað fé af fjalli í síðasta sinn og þar með lokið 1000 ára, já eittþúsund ára, sögu smalamennsku á Reykjanesskaganum. Frí- stundabændur hafa framvegis skjátur sínar í girðingu heima en reka ekki fé til fjalla. Vinnudeildur ársins: 2900 börn sátu heima á Suðurnesjum Um 2900 börn og 240 kennarar sátu heima í verkfalli grunn- skólakennara á þessu hausti. Verkfallið hafði mikil áhrif á skólastarf. Börnin fundu sér þó eitthvað að gera og sum þeirra höfðu aðgang að frístundaskóla. Hollywood-fans ársins: Stórstjörnur leika á Suð- urnesjum Stórmyndin A Little Trip to Hea- ven var að hluta til tekin upp á Suðurnesjum í sumar og haust. Ekki minni leikarar en Forest Whitaker og Julia Stiles fara með aðalhlutverk í myndinni. Myndin var annars vegar tekin við Rockville á Miðnesheiði og hins vegar í Innri Njarðvík. Þar hitti Kristófer Viktor Karlsson leikarana góðkunnu, átti við þá spjall og lét Whitaker taka mynd af sér og Juliu Stiles. Akademía ársins: Íþróttafólki búin full- komin námsaðstaða Framkvæmdir hófust á árinu við byggingu Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ. Um 30 nem- endur munu hefja nám við akademíuna næsta haust en nemendur verða 90 þegar aka- demían hefur að fullu tekið til starfa. Það eru Íslenskir aðalverktakar sem byggja skóla- húsið gengt Reykjaneshöllinni. Vinsælustu bæir ársins: Flestir vilja í Garðinn Endalaust er verið að birta tölur um aðflutta og brott- flutta. Flestar benda þessar tölur til þess að Garðurinn sé vinsælastur en flestir fluttu frá Reykjanesbæ. Þessi brottflutn- ingur úr Reykjanesbæ kemur samt ekki í veg fyrir það að fleiri hundruð lóðum hefur verið úthlutað í nýju Tjarn- arhverfi í Innri Njarðvík. Flutningar ársins: Vínið flæðir á Hafnargötunni Vínbúðin er farin úr Hólmgarði og nú eru rautt og hvítt til sölu á Hafnargötunni ásamt bjór og sterku. Nýtískulegri og hlýlegri verslun en bara miklu minni en sú gamla og það eru ekki allir sáttir við. Níðingsverk ársins: Eignaspjöll í kirkjugarði Níðingsverk voru unnin í kirkjugarðinum í Keflavík á haustmánuðum þar sem skemmdir voru unnar á fjölda leiða. Ómetanlegt tjón var víða unnið og tilfinningar margra voru særðar djúpum sárum. Krossar voru rifnir upp, minningarsteinar brotnir og legsteinum velt um koll. Verkn- aður sem á ekki að þekkjast og ljóst að þeir sem spjöllin unnu eru ekki heilir á geðsmunum. Kveðjuathöfn ársins: Vopnin kvödd í Keflavík Varnarliðið pakkar smá saman sínu hafurtaski í flutningaflug- vélar og flytur það til annarra herstöðva. Mikið magn vopna- búnaðar hefur farið frá landinu á síðustu misserum og oftar en ekki eru flugvélar hlaðnar í skjóli myrkurs. Nú er svo komið að herstöðin er nær vopnlaus og því gagnslaus... Óvissa ársins: Kemur stálpípan eða ekki? Enn voru fluttar fréttir af seinkun framkvæmda við stálpípu- verksmiðju í Helguvík á árinu. Fyrr á árinu átti að hefja fram- kvæmdir fyrir síðustu áramót en þegar langt var liðið á árið var ljóst að þeir stálpípufélagar þurfa enn meiri tíma til að næla í pening fyrir verkefnið... Padda ársins: Könguló lifir á ódýrara bensíni Svakalega feit og pattaraleg könguló komst í fréttirnar í sumar þegar hún var við að spinna sinn vef í glugga hjá Olís á Fitjum í sumar. Hún komst aftur í frétt- irnar í byrjun desember þegar hún var orðin miklu feitari en áður og var enn að spinna vef hjá Olís. Enginn samráðsvefur... Fréttaannáll Víkurfrétta • seinni hluti Samantekt: Hilmar Bragi Bárðarson - Ljósmyndir: Ljósmyndarar Víkurfrétta og fleiri. Árni Ragnar Árnason alþingismaður lést á líknardeild Landspítalans 16. Ágúst í sumar, 63 ára að aldri. Árni Ragnar var mikill Suðurnesjamaður og vann alla tíð ötullega að málefnum kjördæmisins og kom mörgu til leiðar. Árni Ragnar var fyrst kosinn á alþingi árið 1991 sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Árni Rangar greindist fjórum sinnum með krabbamein, fyrst árið 1995. Hann var alla tíð tilbúinn að ræða opinskátt um sjúkdóm sinn og var mörgum krabbameinssjúklingum stoð og stytta vegna þess. Árni Ragnar beitti sér m.a. fyrir því að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu sem fjallaði um auknar forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum í meltingarvegi og öðrum sjúkdómum þeim tengdum. Eftirlifandi eiginkona Árna Ragnars er Guðlaug P. Eiríksdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.