Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2005, Side 26

Víkurfréttir - 26.02.2005, Side 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Undirritaður ekur daglega eftir Reykjanes-braut milli Suðurnesja og Reykjavíkur - stundum tvær ferðir á dag. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvílíkur munur það er að aka „tvöfalda” kaflann. Tilhlökkunin að sjá tvö- földunina ná alla leið er því mikil. Tilefni þessara skrifa er hins vegar ánægja með þá menningu sem virð- ist vera að þróast á brautinni. Eftir að „axlirnar” voru lagðar á einfalda hlutanum virðast stöðugt fleiri vera að læra á þær og víkja fyrir bílum sem ekið er hraðar. Grun hef ég um að Suðurnesja- menn fari þar í fararbroddi enda brautin mest nýtt af þeim. Axlirnar draga úr slysahættu og létta umferðina. Sá siður er að verða nokkuð algengur að þakklátir bílstjórar sýna hug sinn í verki með því að setja „blikkljósin” á eitt augnablik - svona rétt til að þakka þeim fyrir sem vikið hefur út á axlirnar. Þetta er skemmtilegur siður og sýnir að á brautinni er að þróast jákvæð og glaðvær um- ferðarmenning. Fyrir það ber að þakka. Hjálmar Árnason, alþingismaður. P.s. Það vakti athygli mína í þokunni í vikunni að rétt áður en maður kemur að sunnan á tvöfalda kaflann stendur merki sem bannar framúrakstur. Á veginum sjálfum er hins vegar brotin lína sem leyfir framúrakstur. Við slæm skilyrði sést merkið ekki og getur óbrotna lína því gefið rangar og hættulegar upplýsingar. Ég hafði strax samband við Jónas Snæbjörnsson hjá Vegagerðinni og lofar hann úrbótum hið bráðasta. öKASSINNPÓST Kurteisi á Brautinni 8 Hjálmar Árnason alþingismaður skrifar: Krabbameinsfélag Suð-urnesja hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu þar sem fermingar- börn eru vöruð við hættunni sem fylgir ljósalampanotkun. Aðvörun - Hættan er ljós Fermingar í kirkjum lands- ins eru einn af vorboðunum. Góður tími fyrir væntanleg ferm- ingarbörn. Fermingarfræðslunni sem þjappaði þeim saman í hóp með prestinum er að ljúka og fermingin sjálf á næsta leiti. Til að gera athöfnina eftirminnilega halda flestir fermingarveislu, fá fermingarföt og fermingargjafir. Margt fleira er í boði sem byrjar á fermingar- þetta eða hitt og þar á meðal að fara í ljós. Til hvers að fara í ljós? Hver vill flýta fyrir öldrun húðarinnar eða jafnvel því að fá húðkrabba- mein ef hann er spurður? Ör- ugglega enginn. Kæru fermingarbörn, verið eins og þið eruð af Guði gerð, komið fram í hvíta kirtlinum og stað- festið skírnarsáttmálann. Látið ekki koma ykkur úr jafnvægi á þessum merku tímamótum í lífi ykkar með þeirri hugmynd að þið þurfið að fara í ljós til þess að fermast. Takið ábendingum og upplýsingum um að aukin tíðni húðkrabbameina er rakin til ljósalampanotkunar. Hjartanlegar hamingjuóskir með ferminguna. Krabbameinsfélag Suðurnesja Vara við ljósaböðum 8 Krabbameinsfélag Suðurnesja skrifar: Félagar á Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu ætla að hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar þriðjudagskvöldið 1. mars 2005 kl. 20:00. Allir áhugasamir um ættfræði eru velkomnir. Ættfræðikvöld á Bóka- safni Reykjanesbæjar Afmæli Páll Orri Pálsson varð sex ára í fyrradag, 22. feb. Nú er hann orðinn svolítið stór og á leið í skóla næsta haust. Svolítið flottur í löggubúningnum! Kveðja frá Valgerði (í Seattle) og Hildi.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.