Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.03.2005, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 31.03.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Lögreglufréttir: ✝ ���������������������� ������������������������� ����������������� ������������ �������� ������������������������ ������������������������������ ������������������� ���������������� �� �������������������� ������������������������������������������ ���������������������������� ��������������������� ������������������������������ ������������� Sláturúrgangur á víðavangi Á dögunum var tilkynnt um sláturúrgang á víðavangi við Vatns- leysustrandarveg í Hvassa- hrauni. Hafði maður sem þar var á gangi með hund sinn gengið fram á tvo plast- poka fulla af sláturúrgangi. Ekki er vitað hvaðan úrgang- urinn kemur og var Heil- brigðisyfirvöldum tilkynnt um fundinn. Skáli mikið skemmdur eftir skothríð Um páskana var til-kynnt um skemmdir á skála sem staðsettur er við Djúpa vatn. Höfðu 20 rúður verið brotnar í skálanum auk salernis sem er í útihýsi. Þá höfðu tvær hurðir verið brotnar og tvö salerni. Miklar skemmdir höfðu verið unnar á klæðn- ingu skálans eftir skothríð, og fundust 30 tóm haglaskot á vettvangi. Nú styttist í að Suðurnesjamenn fái að njóta KFC kjúklingabitanna en opnun skyndibitastað ar ins í Reykjanesbæ hefur dregist töluvert miðað við fyrstu áætlanir. Að sögn Gísla Jóns Gíslasonar verkefnastjóra framkvæmdanna í Reykjanesbæ mun staðurinn ekki opna fyrr en í fyrsta lagi í lok næstu viku en þó líklega ekki fyrr en um miðjan apríl. Hann segir marga hluti hafa valdið því að staður- inn hafi ekki opnað á tilsettum tíma enda margir sem koma að málinu og margir hlutir sem þurfa að smella saman. Sömu eigendur eru af sælgætis- gerðinni Góa-Linda ehf. og KFC á Íslandi. Þetta er fjölskyldufyrirtæki og eru mörg verkefni sem fyrir- tækið stendur í þar sem meðal annars Góa var að flytja í nýtt 600m2 húsnæði og segir Gísli að það hafi dregið smá kraft úr þeim og að þeir hafi ekki náð að sinna KFC í Reykjanesbæ eins vel og þeir hefðu kosið. Helstu verkefni sem eru eftir á KFC í Reykjanesbæ er almennur frágangur eins og að klára raflagnir, flísalagnir og afgreiðsluborð. Nú er farið að sjá fyrir endann á verkefninu enda Suðurnesjamenn farnir að lengja eftir kjúklingabitunum sínum. KFC er stærsta kjúklingabita veitingahúskeðja í heiminum með meira en 10.000 veitingastaði í 76 löndum. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) hefur tilkynnt til lögreglu um talsvert magn af fiskúrgangi sem notað er til uppgræðslu á svæði við Seltjörn. Þar hefur beinagörðum verið dreift um stórt svæði að því er virðist til að græða upp svæðið. Að sögn Bergs Sigurðssonar hjá HES er þessi að- ferð til landgræðslu óásættanleg af hálfu heilbrigð- iseftirlits. Fiskúrgangur sé notaður til landgræðslu en það sé með öðrum aðferðum og þá hafi úrgang- urinn verið unnin þannig að hvorki meindýr né fuglar geti gert sér mat úr áburðinum. Á svæðinu við Seltjörn hefur hins vegar verið dreift beina- görðum og hausum en þannig mun það taka úr- ganginn mörg ár að brotna niður. Bergur sagðist ekki vita hver stæði á bakvið dreif- ingu beinagarðanna. Lögreglan hafi málið til skoð- unar. 8 Nýr kjúklingastaður opnar senn í Reykjanesbæ: KFC opnar um miðjan apríl Óásættanleg landgræðsluaðferð við Seltjörn Frá „landgræðslunni” við Seltjörn þar sem beinagörðum af fiski hefur verið dreift um stórt svæði. 8 Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerir athugasemdir: Tyrk nesk ur mað ur með finnskt ríkisfang var grunaður um að hafa reynt að opna neyðar- útganga í flugvél Icelandair á leiðinni frá Stokkhólmi til Keflavíkur fyrir páska. Lögreglan á Keflavíkurflug- velli tók hann til yfirheyrslu þegar í ljós kom að átt hafði verið við hurðirnar aftast í vélinni. Öryggið hafði verið slegið af en dyrnar voru samt kyrfilega læstar. Mann- inum var sleppt að loknum y f ir hey rsl um en hann dvelur hér í nokkra daga. Lögreglan telur ekki unnt að aðhafast frekar í málinu. Tilraun til að opna neyðar- útganga? Vinnandi menn í frágangi fyrir opnun KFC í Reykjanesbæ.KFC opnar bráðlega við Samkaup í Njarðvík. VF -L JÓ SM YN D : B JA RN I H AL LD Ó R LÚ Ð VÍ KS SO N Hljómar og karlakórin Heimr héldu sína fyrstu tónleika á Sauð- árkróki um páskahelgina og var enginn hinna fjölmörgu gesta svikinn frekar en við var að búast. Tveir aðrir tónleikar eru á dag- skrá í bili, í Stapa þann 9. apríl og í Háskólabíói kvöldið eftir. Dagskráin á laugardagskvöld hófst með söng Heimis, en svo komu Hljómar á svið og fluttu mörg af sínum sígildu lögum í bland við nýtt efni af væntan- legum diski. Eftir hlé komu sveitirnar svo saman á svið og tóku saman lög úr ýmsum áttum, þar á meðal lög úr amerískum söng- leikjum auk nokkurra þekkt- ustu laga Gunnars Þórðar- sonar, til að mynda Þitt fyrsta bros og Harðsnúna Hanna, en hápunktur skemmtunarinnar var þegar Óskar Pétursson, oft kenndur við Álftagerði, og Eng- ilbert Jensen tóku Bláu Augun Þín saman. Áhorfendur, sem voru á sjö- unda hundrað, tóku vel undir og klöppuðu tónlistarmenn- ina upp hvað eftir annað og er víst að undirtektir verða síst lakari í heimabæ Hljóma þann 9. apríl. Forsala á tónleikana í Stapa er þegar hafin og er hægt að nálg- ast miða í Hljómval. Styttist í Hljóma og karlakórinn Heimi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.