Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.03.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 31.03.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Nýtt á vef Víkurfrétta:2 F R É T T I R VF -L JÓ SM YN D : B JA RN I H AL LD Ó R LÚ Ð VÍ KS SO N Á dögunum fóru lögreglu-menn í húsleit í heima-húsi í Höfn um vegna gruns um landaframleiðslu. Fundust þar um 50 lítrar af bruggi og bruggtæki, sem tekið var í vörslu lögreglunnar. Enginn var handtekinn en rann- sóknarlögreglan vinnur að mál- inu. Tuttugu og tveggja ára stúlka frá Reykjanesbæ var fyrir páska fundin sek um líkamsárás á veitinga- stað í Reykjanesbæ í október síðastliðnum. Hún var dæmd til greiðslu sektar, skaðabóta og málsvarnarlauna, samtals að upphæð rúmlega 218.000 króna. Ákærða var sakfelld fyrir að veita annarri stúlku andlitsá- verka með hnefahöggi aðfar- arnótt 24. október sl. en þær höfðu rekist saman á dansgólfi með þeim afleiðingum að vatn skvettist yfir ákærðu. Viðbrögð hennar þótti ekki í samræmi við aðstæður og þótti sektargreiðsla hæfileg refsing. Tímarit Víkurfrétta hefur göngu sína að nýju eftir nokkuð langt hlé í apríl. Að þessu sinni er blaðið m.a. helgað Fegurðarsamkeppni Suðurnesja en í Tímariti Víkurfrétta verða ítarlegar kynningar á þátttakendum í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2005 en Oddgeir Karls- son ljósmyndari í Reykjanesbæ hefur myndað drottningarnar sérstaklega fyrir þetta blað. Mikil leynd hvílir enn yfir öðru efni blaðsins eins og er, en þar er að finna átakanlega lífsreynslusögu. Tekið er hús á Suðurnesjafólki víða um heim og myndavélarnar hafa einnig verið á lofti og mannlíf svæðisins hefur verið skjal- fest í máli og myndum. Við undirbúning á jafn umfangsmiklu blaði og Tímariti Víkur- frétta gildir gamla góða tuggan að betur sjái augu en auga. Því hvetjum við fólk til að standa með okkur vaktina og koma til okkar ábendingum um áhugavert lesefni í Tímarit Víkurfrétta. Ábendingum má koma áleiðis á postur@vf.is eða með því að hringja í blaðamenn í síma 421 0002. Lög reg l an í Kefla vík var kölluð að nýbygg-ingu við Bláa lón ið á þriðjudagsmorgun, þar sem húðlækningastöðin er til húsa, vegna þjófnaðar. Í kjallara nýbyggingarinnar hafði verk- færum verið stolið frá verk- tökum. Um er að ræða þrjár hleðsluborvélar, einn slípirokk, múfasuðuvél og nokkra bora. Atburðurinn átti sér stað um páskahelgina. Lög regla var köll uð út vegna átaka að bens-ínstöð að Fitjabakka í N j a r ð v í k a ð kvöldi annars í páskum. Þar hafði mað ur komið að bif- reið sem var verið að dæla á, sparkað í hana og ráðist á farþega. Ekki urðu meiðsl en skemmdir urðu á bifreiðinni. Taldi árásarmaðurinn sig eiga eitthvað sökótt við farþegann. Fólk í fasteignahugleiðingum á Suð-urnesjum þarf nú ekki að leita langt yfir skammt því Víkurfréttir hafa tekið í notkun nýja fasteignasíðu á vf.is. Hún sameinar á eina síðu fasteignir frá fasteignasölunum Ásbergi, Stuðlabergi og Eignamiðlun Suðurnesja. Þessar sömu fasteignasölur auglýsa einnig eignir sínar í Víkurfréttum í hverri viku. Er um handhæga nýjung að ræða þar sem nú má finna flestar fasteignir, sem eru til sölu á Suðurnesjum, á einum stað. Það sem gerir þetta kleift er það að viðkomandi fasteignasölur nota sama vefumsjónarkerfi og Víkurfréttir, Conman frá fyrirtækinu Dacoda. Fasteignaleitin á vef Víkurfrétta, www.vf.is/ fasteignir, hefur notið talsverðra vinsælda frá því hún var tekin í notkun og skipta flettingar þúsundum á þeirri viku sem liðin er frá því leitarvélin var tekin í notkun. Fasteignaleit nýtur mikilla vinsælda á vef Víkurfrétta Tímarit Víkurfrétta í apríl8 Vettvangur lögreglunnar: Þjófar stálu verkfærum við húðlækningastöð 50 lítra brugg í Höfnum Átök við bensínstöð Fundin sek um lík- amsárás Eru Hafnamenn góðir í landafræði? MUNDI Mundi Smiðir í „sjöunda himni“ á sjöundu hæð! Peyjarnir hjá Hjalta Guðmundssyni ehf. voru í um 30 metra hæð yfir sjávarmáli að steypa fyrir þakíbúð Pósthús- strætis 1 á 7. hæð hússins þegar þessi mynd var tekin þar sem kapparnir eru á ganginum á milli tveggja þakíbúð- anna. Útsýni yfir bæinn og Faxaflóa er hreint með ólíkindum á hæstu hæðum byggingarinnar. Á myndinni eru Har- aldur Arnarson, Pétur Örn Helgason, Kristján Guðbrandsson, Slavko Gribiz og Halldór Reinhardsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.