Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.03.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 31.03.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ����������������� ��������������� ������ ������������� ������������������������������������ ����������������� �������������������������� ���������������������������� Grindvíska fréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n Helga Sigurðardóttir heldur einkasýningu á vatnslitaverkum í Saltfisksetrinu í Grindavík 19. mars - 4. apríl 2005, kl. 11:00 - 18:00 alla daga. Opnun sýn- ingarinnar: Orkuflæði lands og fjalla verður 19. mars kl. 14:00. Helga Sigurðardótt ir hef ur stundað nám við Myndlistar- skóla Kópavogs frá 1992. Hún hefur haldið einkasýningu í Lækjarási 2001 og samsýningu í Gallerí 5, 2002. Helga er ein af fimm rekstraraðilum, sem rekur Gallerí 5, Skólavörðustíg 1a. Helga er með listaverk á vefsíðu www.art-iceland.com Aðalviðfangsefni sýningarinnar: Orkuflæði lands og fjalla, er krafturinn, stórfengleg fegurð og litadýrð í íslenskri náttúru og umhverfi. Verkin túlka sterk áhrif nátt úr unn ar. Notk un kröftugra lita mikils flæðis og litasprenginga eru eikennandi. Innblástur margra verkanna er fenginn frá Snæfellsjökli og er jökullinn sýndur í mismunandi litbrigðum. Margar aðrar nátt- úruperlur hafa verið hugmynda- hvatar. Helga Sigurðar- dóttir með einkasýningu í Saltfisksetrinu 8 Fimleikadeild UMFG Grind vík ing ar fjöl-menntu á styrktar-tón leika sem voru haldnir á Salthúsinu á kvöldi páskadags. Þar var safnað fyrir Laufey Dagmar Jóns- dóttur, sem gekkst undir lifr- arskipti á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn fyrr um daginn. Hallfreður Bjarnason, sonur Laufeyjar, sagði stuðninginn koma sér vel, en bætti því við að aðgerðin hafi gengið eins og sögu og móður sinni liði vel. Kunna aðstandendur öllum þeim sem komu á Salt- húsið bestu þakkir og sérstak- lega þeim Hjálmari og Jónu á Salthúsinu, fyrir afnot af hús- inu og fleira. Um 100 manns mættu og hlýddu á tón list sem trú- badorar úr bænum auk sona Laufeyjar léku. Skemmti fólk sér afar vel fram eftir nóttu. Þeim sem vilja leggja sitt af mörkum er bent á styrktar- reikning 1193-05-1500 kt. 160969-2969. Fimleikadeild UMFG tók nýlega til starfa og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Alls hafa 70 börn skráð sig til æfinga og er það framar björtustu vonum þjálfarans, Steinþórs Ingibergssonar. Steinþór var áður þjálfari hjá Björkunum og KR í tíu ár en hefur verið starfs- maður Íþróttamiðstövarinnar frá því hann flutti til Grindavíkur fyrir 2 árum. „Fólk hefur verið að hvetja mig til að byrja með æfingar en ég hafði ekki ímyndað mér að fá svona góð viðbrögð. Alls hafa 70 krakkar skráð sig á æfingar og það er strax kominn biðlisti. Það á eflaust eftir að fækka eitthvað í hópnum því það finna sig ekki alltaf allir í fimleikum frekar en öðrum íþróttum. Ég er með tvo hópa og við æfum alla daga en nú vantar bara stærra íþróttahús því að salurinn sem við notum rúmar ekki fleiri iðkendur. Ég er einnig með hugmyndir um að bjóða upp á æfingar fyrir börn frá allt að 16 mánaða aldri og fá þá mæður og feður með í æfingarnar en þetta verður allt að koma í ljós“, sagði Steinþór hress í bragði við Víkurfréttir þegar við kíktum á eina æfingu hjá Fimleikadeildinni. Mikill áhugi FRÉTTA SÍMINN 898 2222 S Ó L A R H R I N G S V A K T Styrktartónleikar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.