Víkurfréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
stuttar
F R É T T I R
8 Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli:
Bandaríkjamenn sem búsettir eru upp á Keflavíkurflugvelli þurfa ekki að leita langt til að komast í snertingu við ís-lenska menningu. Í Offiséraklúbbnum upp á velli er kaffi-
hús sem bíður upp á íslenska myndlist beint í æð. Hugmyndin
vaknaði þegar haldin var stór myndlistarsýning í stóra flugskýl-
inu þar sem 30 listamenn sýndu verk sín við góðar undirtektir.
Klúbburinn Art Council varð til í haust útfrá stóru sýningunni og
er ljósmyndari leit við á föstudag var myndlistakonan Bagga að fjar-
lægja sín verk sem höfðu verið til sýnis og Eiríkur Árni að setja sín
verk upp. Eiríkur mun vera með 13 listaverk til sýnis í klúbbnum
sem staðsettur er á kaffihúsinu Geysi í Offiséra klúbbnum, þar sem
hægt er að fá sér kaffi og mat. Næst á dagskrá hjá Art Council er
kynning á íslenskri tónlist og myndlist og 11. júní mun svo fjöldi
listamanna sýna í flugskýlinu.
Nú er byrjað að girða í kringum stað-inn þar sem miltisbrandssýking kom upp við bæinn Sjónarhól á Vatnsleysu-
strönd í desember í fyrra. Þrjú hross drápust
úr miltisbrandssýkingunni og einu var lógað.
Hræin voru brennd á staðnum og síðan stóð
til að girða hættusvæðið innan nokkurra
daga þar sem mikilvægt þótti að halda öllum
skepnum fjarri. Það er fyrst núna í aprílmán-
uði sem hafist er handa við að girða svæðið af.
Það má vera að mönnum hafi þótt erfitt að
ákveða nákvæmlega hvar ætti að láta girðing-
una liggja því ástæður miltisbrandssýkingar-
innar í hrossunum eru ókunnar - ekkert fannst
í jarðvegs- og vatnssýnum sem tekin voru á
svæðinu. Málið allt er því nokkur ráðgáta því
jarðrask hefur ekkert verið á jörðinni nema
landbrot vegna brims.
Enginn búskapur hefur verið á Sjónarhóli síðan
árið 1960 en þrjár fjölskyldur eiga jörðina.
Höfðu nokkrir sýnt henni áhuga þar til þetta
mál kom upp en verðgildi jarðarinnar hefur að
vonum rýrnað þar sem ekki er talið ráðlegt að
hafa skepnur á beit í landinu. Hins vegar er ekki
talið að mönnum stafi nokkur hætta af því að
ferðast þar um.
Fjörheimaunglingar seldu armbönd fyrir 321.000 til styrktar BUGL (Barna
og unglinga geðdeildar Land-
spítala Íslands) í nýafstöðnu
átaki.
Um var að ræða grænt arm-
band sem á stóð GEÐVEIKT
en það orð hefur öðlast jákvæða
merkingu í málfari ungs fólks í
dag. Dorrit Moussaieff forseta-
frú veitti fyrsta armbandinu við-
töku í Hinu húsinu við upphaf
verkefnisins sem var samstarfs-
verkefni BUGL og Samfés, Sam-
taka félagsmiðstöðva á Íslandi.
Það er skemmst frá því að
segja að Fjörheimakrakkarnir
voru mjög áhugasöm um sölu
á armbandinu en 20 stúlkur
og 11 drengir tóku þátt í sölu
á 640 armböndum. Veitt voru
verðlaun fyrir söluhæstu ein-
staklinganna en það voru þeir
Björn Traustason og Sigurður
Björn Teitsson. Þeir fengu inn-
eignarnótu afhenta frá samtök-
unum Betri bæ að verðmæti
2.500 krónur hvor um sig á
sameiginlegu balli með félags-
miðstöðinni Truflaðri Tilveru
föstudaginn 8. apríl sl.
Krakkarnir sem tóku þátt í verk-
efninu munu svo taka þátt í Geð-
veikri forvarnarnótt sem haldin
verður í Fjörheimum föstu-
dagsnóttina 15. apríl n.k. En þá
munu þau fá allskyns fræðslu
ásamt sprelli alla nóttina.
Starfsfólk Fjörheima vill koma
á framfæri kærum þökkum til
allra sem komu að verkefninu á
einn eða annan hátt.
8 Duglegir unglingar í Fjörheimum:
Söfnuðu 321.000 kr. fyrir BUGL
Miltisbrandssvæðið girt af
Bæjarstjórn Sandgerðis ákvað á fundi sínum í síðustu viku að standa
ekki fyrir sérstöku atvinnu-
átaki í sumar.
Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja
minnti á umsóknarfrest um sér-
verkefni, en þar sem atvinnuá-
stand í bænum er afar gott um
þessar mundir og atvinnuleysi
óverulegt sá bæjarstjórn ekki
ástæðu til að leggja í slíkt. í fund-
argerð kemur fram að ástandið í
þessum málaflokki sé hvað best
í Sandgerði af öllum bæjarfé-
lögum á Suðurnesjum.
Gott atvinnu-
ástand í
Sandgerði
Bandaríkjamenn fá íslenska menningu beint í æð
Stóra myndin: Unnið að því að girða land
Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd.
Innfellda myndin: Hræ hrossa brennd fyrir áramót
eftir að miltisbrandssmit kom upp við Sjónarhól.