Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2005, Side 1

Víkurfréttir - 28.04.2005, Side 1
����������������������������������������������������������� ��������������������� �������� Vikurfrettir_HEKLU_borði_fin2.FH11 Tue Apr 05 14:42:09 2005 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K 17. tölublað • 26. árgangur Fimmtudaguri nn 28. apríl 20 05 Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222 ÓKINDIN TANNKVASS HÁKARL Í NETIN HJÁ EYJÓLFI ÓLAFSSYNI GK veidd í grásleppunet við Stafnes Grásleppukarlarnir Baldvin Reyr Gunnarsson og Þorbergur Þór Heiðarsson, sem gera úr bátinn Eyjólf Ólafsson GK til grásleppuveiða, fengu óvenjulegan feng í grásleppunetin í vikunni. Þessi hámeri sem var á þriðja metra á lengd kom í grásleppunetin á sex föðmum undan Stafnesi. Netin voru lögð á sunnudag og þegar þeirra var vitjað á þriðjudag var hámerin dauð í netunum. Þeim félögum brá nokkuð þegar þeir sáu dýrið og eru ekki vissir um það hvort þeir hefðu lagt í atlögu við hámerina ef hún hefði verið á lífi. Kjaftur dýrsins er ófrýnilegur og á meðfylgjandi mynd er engu líkara en ókindin úr myndunum um JAWS reki höfuðið upp. Þarna þorðu þeir félagar að reka fingur í kjaft dýrsins og meira segja smelltu á það kossi. Hvað yrði um dýrið var óvíst í gærdag, þegar því var landað í Sandgerðishöfn. FRÉTTASÍMINN 898 2222 SÓLARHRINGSVAKT - fleiri fréttir af sjávarútvegi í blaðinu í dag og á vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.